Viðskipti innlent

Velta á fasteignamarkaði eykst um ríflega 36 prósent milli ára

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í október 2012 var 552. Heildarvelta nam 16,4 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 29,7 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 11,2 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 4,1 milljarði og viðskipti með aðrar eignir 1 milljarði króna.

Þegar október 2012 er borinn saman við september 2012 fjölgar kaupsamningum um 32,7% og velta eykst um 36,1%. Í september 2012 var þinglýst 416 kaupsamningum, velta nam 12 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 29 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×