Viðskipti innlent

Viðskipti hefjast í næstu viku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Viðskipti með bréf í Eimskip hefjast í næstu viku.
Viðskipti með bréf í Eimskip hefjast í næstu viku.
Viðskipti með hlutabréf Eimskipafélags Íslands munu hefjast í Kauphöllinni þann 16. nóvember næstkomandi. Kauphöllin hefur samþykkti umsókn Eimskips um skráningu að uppfylltum skilyrðum um dreifingu hlutafjár, segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Almennu útboði Eimskipafélagsins lauk á föstudaginn. Samtals bárust áskriftir fyrir rúmlega 11 milljarða króna í almenna útboðinu sem nemur um fimmfaldri umframeftirspurn sé miðað við þann 5% hlut sem boðinn var til sölu af Landsbankanum, ALMC og Samson. Í ljósi mikillar umframeftirspurnar var, líkt og fram kom í skráningarlýsingu, aukið við framboðið og voru samtals seldir 16 milljón hlutir eða sem nemur 8% af útgefnu hlutafé félagsins. Útboðsgengið var fyrirfram ákveðið upp á 208 krónur á hlut. Sala á hlutum í almennu útboði kom til viðbótar við sölu á 20% hlut sem seldur var í lokuðu útboði og lauk fimmtudaginn 26. október.

Eimskip verður þriðja félagið sem hefur verið skráð í Kauphöllina eftir hrun en Hagar voru nýskráðir í desember og fasteignafélagið Reginn kom nýtt inn á markað í júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×