Már: Mjög mikilvægt að endursemja um skuldir Landsbankans Magnús Halldórsson skrifar 5. október 2012 12:53 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. „Þrátt fyrir ýmsa atburði á alþjóðlegum vettvangi er sú mynd sem þar [Fjármálastöðugleikaritinu sem kom út vor innsk. blm] var dregin upp í meginatriðum óbreytt. Áhætta fjármálakerfisins hefur minnkað samfara efnahagsbata, framgangi endurskipulagningar skulda heimila og fyrirtækja, sterkri eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja og minna misvægi í efnahagsreikningum þeirra," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, í inngangsorðum nýs Fjármálastöðugleika, rits seðlabankans um fjármálastöðugleika. Í ritinu er fjallað vítt og breitt um stöðu efnahagsmála hér á landi, með sérstakri áherslu á fjármálastöðugleika. Meiri stöðugleiki er sagður ríkja í efnahagsmálum, heldur en áður, m.a. vegna sterkari stöðu fjármálakerfisins, en óvissuþættir eru þó enn miklir. Ekki síst eru það háir gjalddagar á erlendum skuldum þjóðarbússins, bæði fyrirtækja og hins opinbera, í framtíðinni, sem geti haft áhrif á fjármálastöðugleika. Sérstaklega eru það skuldir Landsbankans, vegna skuldabréfs á milli gamla og nýja Landsbankans, en greiðslubyrði vegna þess verður mikil framtíðinni miðað við óbreyttar forsendur. „Að óbreyttu munu áætlaðar afborganir af erlendum lánum annarra en ríkissjóðs aukast verulega á árinu 2015 og verða að meðaltali 134 ma.kr. ári 2015-2018 eða um 8% af landsframleiðslu. Í þessu sambandi munar mestu um afborganir nýja Landsbankans til þess gamla sem verða um 69 ma.kr. að meðaltali á ári á þessu tímabili eða 4% af landsframleiðslu. Ef ekki kemur annaðhvort til endursamninga um þessar skuldir eða að viðkomandi aðilar öðlast aðgang að erlendum lánamörkuðum til að endurfjármagna þær gæti þrýstingur á gengi krónunnar og gjaldeyrisforða Seðlabankans orðið verulegur, sem myndi gera losun fjármagnshafta erfiðari en ella. Því er mjög mikilvægt að endursamið verði um skuld nýja Landsbankans við þann gamla," segir Már í inngangsorðum. Sjá má nýtt fjármálastöðugleikarit Seðlabankans hér. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Þrátt fyrir ýmsa atburði á alþjóðlegum vettvangi er sú mynd sem þar [Fjármálastöðugleikaritinu sem kom út vor innsk. blm] var dregin upp í meginatriðum óbreytt. Áhætta fjármálakerfisins hefur minnkað samfara efnahagsbata, framgangi endurskipulagningar skulda heimila og fyrirtækja, sterkri eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja og minna misvægi í efnahagsreikningum þeirra," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, í inngangsorðum nýs Fjármálastöðugleika, rits seðlabankans um fjármálastöðugleika. Í ritinu er fjallað vítt og breitt um stöðu efnahagsmála hér á landi, með sérstakri áherslu á fjármálastöðugleika. Meiri stöðugleiki er sagður ríkja í efnahagsmálum, heldur en áður, m.a. vegna sterkari stöðu fjármálakerfisins, en óvissuþættir eru þó enn miklir. Ekki síst eru það háir gjalddagar á erlendum skuldum þjóðarbússins, bæði fyrirtækja og hins opinbera, í framtíðinni, sem geti haft áhrif á fjármálastöðugleika. Sérstaklega eru það skuldir Landsbankans, vegna skuldabréfs á milli gamla og nýja Landsbankans, en greiðslubyrði vegna þess verður mikil framtíðinni miðað við óbreyttar forsendur. „Að óbreyttu munu áætlaðar afborganir af erlendum lánum annarra en ríkissjóðs aukast verulega á árinu 2015 og verða að meðaltali 134 ma.kr. ári 2015-2018 eða um 8% af landsframleiðslu. Í þessu sambandi munar mestu um afborganir nýja Landsbankans til þess gamla sem verða um 69 ma.kr. að meðaltali á ári á þessu tímabili eða 4% af landsframleiðslu. Ef ekki kemur annaðhvort til endursamninga um þessar skuldir eða að viðkomandi aðilar öðlast aðgang að erlendum lánamörkuðum til að endurfjármagna þær gæti þrýstingur á gengi krónunnar og gjaldeyrisforða Seðlabankans orðið verulegur, sem myndi gera losun fjármagnshafta erfiðari en ella. Því er mjög mikilvægt að endursamið verði um skuld nýja Landsbankans við þann gamla," segir Már í inngangsorðum. Sjá má nýtt fjármálastöðugleikarit Seðlabankans hér.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira