Manchester United á markað Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. ágúst 2012 07:01 Wayne Rooney, einn aðalmaðurinn í liði Manchester United. Viðskipti munu hefjast með hlutabréf í enska knattspyrnuliðinu Manchester United í Kauphöllinni í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í dag. Með því að skrá félagið á markað í Bandaríkjunum vilja eigendur þess safna 300 milljónum dala í nýtt hlutafé, eða 36 milljörðum króna. Aðdáendur liðsins og sérfræðingar í markaðsviðskiptum hafa hins vegar miklar efasemdir um að þessi viðskipti verði til þess að bæta stöðu liðsins í ensku úrvalsdeildinni eða að fjárhagur þess muni batna, en félagið hefur barist við miklar skuldir frá því að hin bandaríska Glazer fjölskylda keypti liðið fyrir um sjö árum síðan. Fyrirfram töldu aðilar sem sjá um söluna á hlutabréfunum sig geta fengið 16-20 dali á hlut sem myndi þýða að félagið væri tæplega þriggja milljarða dala virði, eða 360 milljarða króna. Í gærkvöld var hins vegar tilkynnt að hluturinn yrði líklegast ekki seldur á meira en fjórtán dali. Manchester United er eitt allra þekktasta knattspyrnulið í heimi og nýtur meðal annars mikilla vinsælda í Asíu. Þekktustu leikmenn þess eru Wayne Rooney og Rio Ferdinand. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Viðskipti munu hefjast með hlutabréf í enska knattspyrnuliðinu Manchester United í Kauphöllinni í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í dag. Með því að skrá félagið á markað í Bandaríkjunum vilja eigendur þess safna 300 milljónum dala í nýtt hlutafé, eða 36 milljörðum króna. Aðdáendur liðsins og sérfræðingar í markaðsviðskiptum hafa hins vegar miklar efasemdir um að þessi viðskipti verði til þess að bæta stöðu liðsins í ensku úrvalsdeildinni eða að fjárhagur þess muni batna, en félagið hefur barist við miklar skuldir frá því að hin bandaríska Glazer fjölskylda keypti liðið fyrir um sjö árum síðan. Fyrirfram töldu aðilar sem sjá um söluna á hlutabréfunum sig geta fengið 16-20 dali á hlut sem myndi þýða að félagið væri tæplega þriggja milljarða dala virði, eða 360 milljarða króna. Í gærkvöld var hins vegar tilkynnt að hluturinn yrði líklegast ekki seldur á meira en fjórtán dali. Manchester United er eitt allra þekktasta knattspyrnulið í heimi og nýtur meðal annars mikilla vinsælda í Asíu. Þekktustu leikmenn þess eru Wayne Rooney og Rio Ferdinand.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira