Aron: Við vorum aldrei öruggir með Óla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2012 06:00 Ólafur Stefánsson mun ekki spila á HM á Spáni. Mynd/Vilhelm Ekkert verður af endurkomu Ólafs Stefánssonar í íslenska landsliðið í handbolta því hann ákvað að draga sig út úr HM-hópnum í gær. „Við vorum aldrei öruggir með Óla því hann ætlaði alltaf að reyna að koma sér í form og við áttum eftir að sjá hvert ástandið væri á honum. Hann var kominn í mjög fínt líkamlegt alhliðaform en var ekki búinn að vera æfa mikinn handbolta frá því á Ólympíuleikunum. Þegar hann var að koma sér inn í handboltahreyfingarnar þá var lengra í land en hann gat sætt sig við. Það voru líka að gera vart við sig gömul hnémeiðsli sem hann var í vandræðum með. Hann er líka að fara að spila í Katar og fer í læknisskoðun þar í byrjun janúar. Þetta var bara niðurstaðan," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari í gærkvöldi. „Ásgeir Örn verður maður númer eitt og svo erum við með annan örvhentan mann í Erni (Hrafni Arnarsyni) og höfum líka rétthenta leikmenn sem geta leyst þessa stöðu. Það er gott að þetta skýrist svona fljótt í undirbúningnum og við þurfum ekkert að velta okkur neitt meira upp úr þessu," sagði Aron. Það eru fleiri forföll hjá liðinu. „Ingimundur (Ingimundarson) er ekki með eins og stendur. Hann fer í myndatöku á morgun og þá sjáum við betur hver staðan á honum verður. Staðan var ekki alltof góð í dag og það er tvísýnt með hann," sagði Aron. Ólafur Bjarki Ragnarsson gat ekkert æft með liðinu í gær og Vignir Svavarsson kom ekki til landsins fyrr en seint. Aron vonast eftir því að báðir verði með á morgunæfingunni í dag. Íslenska landsliðið mætir Túnis í Laugardalshöllinni klukkan 19.45 í kvöld. „Það þarf mikið að stilla saman núna og við höfum ekki mikinn tíma. Við höfum nýja menn í mörgum stöðum eins og í varnarleiknum til dæmis. Við verðum að reyna ná því að vinna vel út úr þessum Túnisleikjum og sjá til þess að þeir gefi okkur eins mikið og hægt er fyrir áframhaldið," sagði Aron. Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Sjá meira
Ekkert verður af endurkomu Ólafs Stefánssonar í íslenska landsliðið í handbolta því hann ákvað að draga sig út úr HM-hópnum í gær. „Við vorum aldrei öruggir með Óla því hann ætlaði alltaf að reyna að koma sér í form og við áttum eftir að sjá hvert ástandið væri á honum. Hann var kominn í mjög fínt líkamlegt alhliðaform en var ekki búinn að vera æfa mikinn handbolta frá því á Ólympíuleikunum. Þegar hann var að koma sér inn í handboltahreyfingarnar þá var lengra í land en hann gat sætt sig við. Það voru líka að gera vart við sig gömul hnémeiðsli sem hann var í vandræðum með. Hann er líka að fara að spila í Katar og fer í læknisskoðun þar í byrjun janúar. Þetta var bara niðurstaðan," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari í gærkvöldi. „Ásgeir Örn verður maður númer eitt og svo erum við með annan örvhentan mann í Erni (Hrafni Arnarsyni) og höfum líka rétthenta leikmenn sem geta leyst þessa stöðu. Það er gott að þetta skýrist svona fljótt í undirbúningnum og við þurfum ekkert að velta okkur neitt meira upp úr þessu," sagði Aron. Það eru fleiri forföll hjá liðinu. „Ingimundur (Ingimundarson) er ekki með eins og stendur. Hann fer í myndatöku á morgun og þá sjáum við betur hver staðan á honum verður. Staðan var ekki alltof góð í dag og það er tvísýnt með hann," sagði Aron. Ólafur Bjarki Ragnarsson gat ekkert æft með liðinu í gær og Vignir Svavarsson kom ekki til landsins fyrr en seint. Aron vonast eftir því að báðir verði með á morgunæfingunni í dag. Íslenska landsliðið mætir Túnis í Laugardalshöllinni klukkan 19.45 í kvöld. „Það þarf mikið að stilla saman núna og við höfum ekki mikinn tíma. Við höfum nýja menn í mörgum stöðum eins og í varnarleiknum til dæmis. Við verðum að reyna ná því að vinna vel út úr þessum Túnisleikjum og sjá til þess að þeir gefi okkur eins mikið og hægt er fyrir áframhaldið," sagði Aron.
Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Sjá meira