Viðskipti innlent

Gott nef mikilvægt í bókaútgáfu

Karen Kjartansdóttir skrifar
„Maður þarf að brenna af ástríðu og hafa gott nef fyrir bókum ef bókaútgáfa á að ganga vel." Þetta segja feðgarnir í Forlaginu þeir Jóhann Páll Valdimarsson og Egill Örn Jóhannsson, sem eru menn ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2012, að mati Frjálsrar verslunar.

Þeir eru útgefendur í annan og þriðja ættlið og þekkja því útgáfusögu Íslands líkleg manna best. Verðlaunin hljóta þeir fyrir arðbæra bókaútgáfu til góðs fyrir íslenskt samfélag og menningu, fagmennsku, stórhug og útsjónarsemi sem gert hefur Forlagið að einu athyglisverðasta fyrirtæki á Íslandi.

Hvernig rekur maður gott fyrirtæki?

„Fyrst og fremst með því að vinna vel, leggja hart að sér og koma almennilega fram við samstarfsfólkið og hafa brennandi ástríðu fyrir því sem maður er að gera," segir Jóhann Páll.

Forlagið hefur frá upphafi, eða allt frá því það var stofnað árið 2001, verið rekið með hagnaði. Síðustu árin hefur félagið státað af 10 til 15% hagnaði eftir skatta af veltu.

Hvaða hæfileika þarf góður bókaútgefandi að hafa?

„Ég held að góður bókaútgefandi þurfi að vera svolítið næmur á samfélag sitt. Hann þarf í það minnsta að geta haft góða tilfinningu fyrir því sem samfélagið vill fá og lesa," segir Egill Örn. „Maður þarf að hafa gott nef."

Ég sá að þú vilt ekki nota Excel, hvers vegna?

„Við segjum þetta oft dátlíið meira í gríni en í alvöru en það er sannleikskorn í því að að við fáumst lítið við Excel í okkar rekstri og ég held að ástæðan sé sú að það væru afsakplega fáar bækur gefnar út ef þær væru setta upp í formlegar rekstraráætlanir og viðskiptaátælanir í Excel," segir Egill.

„Það er alveg klárt mál að þau verk sem okkur þykir vænst um og við höfum ráðist í útgáfu á að ef við hefðum farið út í excel útreikninga til að gera okkur grein fyrir kostnaðinu þá hefði okkur brostið kjarkur til að ráðst í þessi verk sem síðan hafa jafnvel reynst hreinasta gullnáma þegar upp var staðið," bætir hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×