Stuðningsgrein: Andrea býður fjármagnsöflunum byrginn 25. júní 2012 17:00 Árið 1996 var ég stödd í Angóla og frétti af því í handskrifuðu sendibréfi að Ólafur Ragnar Grímsson væri orðinn forseti Íslands. Mér fannst það hvorki gott né vont, hafði um margt annað að hugsa. Fyrsta kjörtímabil Ólafs Ragnars bjó ég erlendis. Hann var því orðinn nokkuð rótgróinn forseti þegar ég flutti til Íslands á ný og ég hafði lengi vel enga sérstaka skoðun á honum, hvorki til né frá. Enn bý ég erlendis, að þessu sinni ekki vegna ævintýraþrár eins og þegar Ólafur Ragnar var kjörinn, heldur af illri nauðsyn. Sem einstæð móðir tveggja barna sá ég, eftir íslenska efnahagshrunið, enga mögulega leið til að láta enda ná saman. Sex ára háskólanám hafði ekkert að segja þegar kom að launaviðræðum. Excelskjal eftir excelskjal og ákafir útreikningar leiddu ævinlega hið sama í ljós; það var engin lifandi leið fyrir mig að draga fram lífið á Íslandi, sama hve bjartsýnar tölur ég lét inn í dæmið. Að endingu flutti ég því til grannlandsins, þar sem ég hafði áður átt heima og unað mér vel og þar fer vel um mig. Við mölum ekki gull, en grannlandið borgar mér laun fyrir að bæta við mig doktorsgráðu, endar ná saman á nýjan leik og stundum getum við splæst í bíóferð í lok mánaðar. Við þurfum ekkert meira þó að við söknum vissulega fjölskyldu og vina. En óneitanlega væri ljúft að geta á einhverjum tímapunkti átt raunhæfan möguleika á að snúa aftur heim. Fyrir fram átti ég ekki von á að forsetakosningar á Íslandi myndu breyta neinu þar um, enda er embættið almennt séð harla valdalítið. Engu að síður ætlaði ég varla að trúa eigin augum – eða eyrum – þegar ég frétti að sitjandi forseti ætlaði að bjóða sig fram eina ferðina enn, þrátt fyrir að hafa sterklega gefið annað í skyn skömmu áður. Rétt er að taka fram að ég er ekki í hópnum sem hatar Ólaf Ragnar (eða nokkurn annan ef út í það er farið). Ég get alveg séð eitt og annað jákvætt í forsetatíð hans – innan um eitt og annað – og kannski eins og sýn mín er í dag ívið fleira - neikvætt. Ég bjó á Íslandi þegar fréttir bárust af ferðum hans með einkaþotum útrásarvíkinga og fannst það vissulega skjóta skökku við, en lét mig það almennt litlu varða, hafði sem fyrr um annað að hugsa. En hans tími er svo innilega og algerlega liðinn. Þess utan er það fáheyrt að lýðræðisríki leyfi jafn langa setu eins og sama forseta og hann er nú að teygja sig eftir og í raun þyngra en tárum taki að hann neiti að horfast í augu við það og leggi með því stein í götu þeirra efnilegu frambjóðenda sem nú hafa komið fram. Í hópi meðframbjóðenda Ólafs er að finna efnilegt hugsjónafólk, fullt af eldmóði og metnaði, fólk sem ekki talar „föðurlega“ niður til þjóðarinnar og fólk sem þorir, getur og vill. En það var fyrst og fremst einn frambjóðandinn sem vakti von í brjósti mínu. Það er kona sem á markvissan og raunhæfan máta vill láta reyna á það til hvers embætti forseta Íslands er nytsamlegt. Andrea Ólafsdóttir er frambjóðandinn sem svarar öllum spurningum kjósenda sinna skýrt, skilmerkilega og af metnaði, víkur sér hvergi undan en gætir þess um leið að líta ekki á embætti forseta Íslands sem valdastöðu, heldur ætlar að virkja lýðræðið og gefa þjóðinni færi á að taka virkan þátt í ákvörðunum. Það sem er þó mikilvægast fyrir mig og mína fjölskyldu er að Andrea býður fjármagnsöflunum byrginn. Andrea hefur nú þegar barist fyrir mig sem enn er skráð eigandi íbúðar á Íslandi í gegnum Hagsmunasamtök heimilanna. Nú ætlar hún að taka skref lengra og gera fólkinu í landinu kleift að sameinast um að hefja endurreisnarstarfið. Ég var ekki lengi að gera upp hug minn – og ég hef sannfærst æ meir dag frá degi. Flestir sem ég hef rætt við eru sammála um að Andrea Ólafsdóttir komi fram sem sterkur og vænlegur frambjóðandi. En þegar að því kemur að ráðstafa atkvæði sínu kemur í ljós að hugur kjósenda fer ýmsar krókaleiðir. Tvenns konar skýringar hef ég einkum rekist á sem rök gegn því að kjósa Andreu. Þau fyrri stafa af því að fólk virðist þegar vera búið að gera upp hug sinn og velja annan frambjóðanda, sem er vissulega gott mál og ekkert við það að athuga, fyrir utan að fólk klikkir út með því að það vilji sjá Andreu á Alþingi. Eða að það ætli að kjósa hana næst. Þetta finnst mér ekki aðeins fullkomlega óskiljanlegt, heldur hreint og beint sorglegt. Andrea er ekki að bjóða sig fram til Alþingis og það er ekkert sem segir að hún hafi nokkurn hug á því, hvorki fyrr né síðar. Að segjast vilja kjósa hana í alþingiskosningum er viðlíka langsótt og að segjast vilja ráða umsækjandann sem kemur í atvinnuviðtal vegna starfs matráðs í starf kerfisfræðings... eða háseta eða félagsliða þess vegna, ef hann sæki einhvern tímann um það. Gerólíkir hlutir. Því síður er öruggt að treysta því að Andrea bjóði sig fram reglulega héðan í frá. Mig grunar að hún hafi margt betra við tíma sinn að gera. Síðari rökin eru enn algengari og virðast gegnsýra umræðuna nú þessa síðustu daga fyrir kosningar. Fólk skiptist í fylkingar með og á móti Ólafi annars vegar og Þóru hins vegar, fólksins sem var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð og hafa því frá upphafi verið máluð sem „andstæðingarnir tveir“. Ótrúlegasta fólk ætlar að kjósa Þóru Arnórsdóttur til þess eins að koma í veg fyrir áframhaldandi setu Ólafs – eða kjósa Ólaf einvörðungu til að hindra að Þóra komist að. Skynsamasta fólk tekur þátt í þessu tveggja turna tali, án þess að gera sér grein fyrir því að það eina sem þarf til að er það sjálft kúpli sig út úr leiknum og leyfi sér að velja þann frambjóðanda sem það hefur mesta trú. Þar sem ég á lögheimili erlendis brá ég mér í Laugardalshöllina á föstudaginn og kaus utan kjörfundar. Ég stimplaði nafn Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur á minn kjörseðil. Ég hef þar með lagt mitt af mörkum. Ég vona að fleiri geri hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Sjá meira
Árið 1996 var ég stödd í Angóla og frétti af því í handskrifuðu sendibréfi að Ólafur Ragnar Grímsson væri orðinn forseti Íslands. Mér fannst það hvorki gott né vont, hafði um margt annað að hugsa. Fyrsta kjörtímabil Ólafs Ragnars bjó ég erlendis. Hann var því orðinn nokkuð rótgróinn forseti þegar ég flutti til Íslands á ný og ég hafði lengi vel enga sérstaka skoðun á honum, hvorki til né frá. Enn bý ég erlendis, að þessu sinni ekki vegna ævintýraþrár eins og þegar Ólafur Ragnar var kjörinn, heldur af illri nauðsyn. Sem einstæð móðir tveggja barna sá ég, eftir íslenska efnahagshrunið, enga mögulega leið til að láta enda ná saman. Sex ára háskólanám hafði ekkert að segja þegar kom að launaviðræðum. Excelskjal eftir excelskjal og ákafir útreikningar leiddu ævinlega hið sama í ljós; það var engin lifandi leið fyrir mig að draga fram lífið á Íslandi, sama hve bjartsýnar tölur ég lét inn í dæmið. Að endingu flutti ég því til grannlandsins, þar sem ég hafði áður átt heima og unað mér vel og þar fer vel um mig. Við mölum ekki gull, en grannlandið borgar mér laun fyrir að bæta við mig doktorsgráðu, endar ná saman á nýjan leik og stundum getum við splæst í bíóferð í lok mánaðar. Við þurfum ekkert meira þó að við söknum vissulega fjölskyldu og vina. En óneitanlega væri ljúft að geta á einhverjum tímapunkti átt raunhæfan möguleika á að snúa aftur heim. Fyrir fram átti ég ekki von á að forsetakosningar á Íslandi myndu breyta neinu þar um, enda er embættið almennt séð harla valdalítið. Engu að síður ætlaði ég varla að trúa eigin augum – eða eyrum – þegar ég frétti að sitjandi forseti ætlaði að bjóða sig fram eina ferðina enn, þrátt fyrir að hafa sterklega gefið annað í skyn skömmu áður. Rétt er að taka fram að ég er ekki í hópnum sem hatar Ólaf Ragnar (eða nokkurn annan ef út í það er farið). Ég get alveg séð eitt og annað jákvætt í forsetatíð hans – innan um eitt og annað – og kannski eins og sýn mín er í dag ívið fleira - neikvætt. Ég bjó á Íslandi þegar fréttir bárust af ferðum hans með einkaþotum útrásarvíkinga og fannst það vissulega skjóta skökku við, en lét mig það almennt litlu varða, hafði sem fyrr um annað að hugsa. En hans tími er svo innilega og algerlega liðinn. Þess utan er það fáheyrt að lýðræðisríki leyfi jafn langa setu eins og sama forseta og hann er nú að teygja sig eftir og í raun þyngra en tárum taki að hann neiti að horfast í augu við það og leggi með því stein í götu þeirra efnilegu frambjóðenda sem nú hafa komið fram. Í hópi meðframbjóðenda Ólafs er að finna efnilegt hugsjónafólk, fullt af eldmóði og metnaði, fólk sem ekki talar „föðurlega“ niður til þjóðarinnar og fólk sem þorir, getur og vill. En það var fyrst og fremst einn frambjóðandinn sem vakti von í brjósti mínu. Það er kona sem á markvissan og raunhæfan máta vill láta reyna á það til hvers embætti forseta Íslands er nytsamlegt. Andrea Ólafsdóttir er frambjóðandinn sem svarar öllum spurningum kjósenda sinna skýrt, skilmerkilega og af metnaði, víkur sér hvergi undan en gætir þess um leið að líta ekki á embætti forseta Íslands sem valdastöðu, heldur ætlar að virkja lýðræðið og gefa þjóðinni færi á að taka virkan þátt í ákvörðunum. Það sem er þó mikilvægast fyrir mig og mína fjölskyldu er að Andrea býður fjármagnsöflunum byrginn. Andrea hefur nú þegar barist fyrir mig sem enn er skráð eigandi íbúðar á Íslandi í gegnum Hagsmunasamtök heimilanna. Nú ætlar hún að taka skref lengra og gera fólkinu í landinu kleift að sameinast um að hefja endurreisnarstarfið. Ég var ekki lengi að gera upp hug minn – og ég hef sannfærst æ meir dag frá degi. Flestir sem ég hef rætt við eru sammála um að Andrea Ólafsdóttir komi fram sem sterkur og vænlegur frambjóðandi. En þegar að því kemur að ráðstafa atkvæði sínu kemur í ljós að hugur kjósenda fer ýmsar krókaleiðir. Tvenns konar skýringar hef ég einkum rekist á sem rök gegn því að kjósa Andreu. Þau fyrri stafa af því að fólk virðist þegar vera búið að gera upp hug sinn og velja annan frambjóðanda, sem er vissulega gott mál og ekkert við það að athuga, fyrir utan að fólk klikkir út með því að það vilji sjá Andreu á Alþingi. Eða að það ætli að kjósa hana næst. Þetta finnst mér ekki aðeins fullkomlega óskiljanlegt, heldur hreint og beint sorglegt. Andrea er ekki að bjóða sig fram til Alþingis og það er ekkert sem segir að hún hafi nokkurn hug á því, hvorki fyrr né síðar. Að segjast vilja kjósa hana í alþingiskosningum er viðlíka langsótt og að segjast vilja ráða umsækjandann sem kemur í atvinnuviðtal vegna starfs matráðs í starf kerfisfræðings... eða háseta eða félagsliða þess vegna, ef hann sæki einhvern tímann um það. Gerólíkir hlutir. Því síður er öruggt að treysta því að Andrea bjóði sig fram reglulega héðan í frá. Mig grunar að hún hafi margt betra við tíma sinn að gera. Síðari rökin eru enn algengari og virðast gegnsýra umræðuna nú þessa síðustu daga fyrir kosningar. Fólk skiptist í fylkingar með og á móti Ólafi annars vegar og Þóru hins vegar, fólksins sem var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð og hafa því frá upphafi verið máluð sem „andstæðingarnir tveir“. Ótrúlegasta fólk ætlar að kjósa Þóru Arnórsdóttur til þess eins að koma í veg fyrir áframhaldandi setu Ólafs – eða kjósa Ólaf einvörðungu til að hindra að Þóra komist að. Skynsamasta fólk tekur þátt í þessu tveggja turna tali, án þess að gera sér grein fyrir því að það eina sem þarf til að er það sjálft kúpli sig út úr leiknum og leyfi sér að velja þann frambjóðanda sem það hefur mesta trú. Þar sem ég á lögheimili erlendis brá ég mér í Laugardalshöllina á föstudaginn og kaus utan kjörfundar. Ég stimplaði nafn Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur á minn kjörseðil. Ég hef þar með lagt mitt af mörkum. Ég vona að fleiri geri hið sama.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun