Spánn óskar formlega eftir fjárhagsaðstoð Höskuldur Kári Schram skrifar 25. júní 2012 19:11 Spánverjar óskuðu í dag eftir neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bankakerfi landsins frá hruni. Sérfræðingar telja að Spánverjar þurfi hundrað milljarða evra til að halda bankakerfinu á floti eða sem nemur um sextán þúsund milljörðum króna. Efnahagsmálaráðherra Spánar sendi formlega beiðni um neyðarlán til Jean Claude Junckers, formanns Evruhópsins í morgun, en í bréfinu er ekki farið fram á ákveðna upphæð. Spánverjar vonast til þess að hægt verði að ganga frá láninu í byrjun næsta mánaðar en sjálfir telja þeir að sextíu millljarðar evra muni duga til að bjarga bankakerfinu. Spánverjar hafa gengið í gegnum miklar efnahagsþrengingar á síðustu misserum. Atvinnuleysi er nú í kringum tuttugu og fimm prósent og spáð er áframhaldandi samdrætti á þessu ári. „Mér finnst jákvætt að verið sé að bjarga bönkunum. Það er nauðsynlegt. Ég held samt að það ætti að draga mennina sem ollu þessu öllu til ábyrgðar, en nú hafa þeir allir skotið sér undan," segir Nicolas Saranana, viðskiptavinur Bankia. „Þetta er hörmung. Það ætti að reka alla stjórnmálamenn burt og rýma til fyrir einhverja sem skilur þetta allt saman. Þeir ættu ekki að ræna svona mikið," segir ónefnd kona sem lifir í Madrid. Leiðtogar evrópusambandsríkja koma saman til fundar í Brussel á fimmtudag til að ræða skuldavanda evruríkjanna. Verulegar verðlækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum á Ítalíu og Spáni í dag en fjárfestar óttast að leitogarnir nái ekki samkomulagi um að aðgerðir til að draga úr vandanum. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Spánverjar óskuðu í dag eftir neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bankakerfi landsins frá hruni. Sérfræðingar telja að Spánverjar þurfi hundrað milljarða evra til að halda bankakerfinu á floti eða sem nemur um sextán þúsund milljörðum króna. Efnahagsmálaráðherra Spánar sendi formlega beiðni um neyðarlán til Jean Claude Junckers, formanns Evruhópsins í morgun, en í bréfinu er ekki farið fram á ákveðna upphæð. Spánverjar vonast til þess að hægt verði að ganga frá láninu í byrjun næsta mánaðar en sjálfir telja þeir að sextíu millljarðar evra muni duga til að bjarga bankakerfinu. Spánverjar hafa gengið í gegnum miklar efnahagsþrengingar á síðustu misserum. Atvinnuleysi er nú í kringum tuttugu og fimm prósent og spáð er áframhaldandi samdrætti á þessu ári. „Mér finnst jákvætt að verið sé að bjarga bönkunum. Það er nauðsynlegt. Ég held samt að það ætti að draga mennina sem ollu þessu öllu til ábyrgðar, en nú hafa þeir allir skotið sér undan," segir Nicolas Saranana, viðskiptavinur Bankia. „Þetta er hörmung. Það ætti að reka alla stjórnmálamenn burt og rýma til fyrir einhverja sem skilur þetta allt saman. Þeir ættu ekki að ræna svona mikið," segir ónefnd kona sem lifir í Madrid. Leiðtogar evrópusambandsríkja koma saman til fundar í Brussel á fimmtudag til að ræða skuldavanda evruríkjanna. Verulegar verðlækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum á Ítalíu og Spáni í dag en fjárfestar óttast að leitogarnir nái ekki samkomulagi um að aðgerðir til að draga úr vandanum.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur