Skattgreiðendur fá 19 milljarða reikning í hausinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. júní 2012 13:05 Bjarni Benediktsson segir málið gríðarlega alvarlegt. „Yfirtaka ríkisins á SpKef er orðið eitt mesta klúður sem sést hefur í tíð ríkisstjórnarinnar," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, en í ljós hefur komið að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja innistæður í sparisjóðnum. Bjarni bendir á að Gylfi Magnússon, þáverandi ráðherra bankamála, hafi fyrst sagt að yfirtaka ríkisins myndi einungis kosta 800 milljónir sem myndu endurheimtast. Árni Páll Árnason, eftirmaður hans, hafi sagt að leggja þyrfti 11,2 milljarða vegna ofmats á eignum. „Nú er komið í ljós að það sem í upphafi átti ekki að kosta neitt kostar 19 milljarða," segir Bjarni. Einhver hljóti að bera ábyrgð á því að fara yfir svona mál, leggja mat á upplýsingar til þess að taka ákvarðanir. Ákveðnar stofnanir eigi að hafa eftirlit með þessu ferli og ráðuneyti eigi að vinna ákveðna vinnu til að leggja grunn að ákvörðun. „Og það er alveg augljóst að menn hafa gert slík mistök að á endanum eru það skattgreiðendur sem fá 19 milljarða reikning í hausinn. Það er gríðarlega alvarlegt mál," segir Bjarni. Bjarni spyr sig líka hvort það geti verið að virði eignanna hafi rýrnað svo mikið frá því að SpKef komst í eigu ríkisins. „Það er bara tvennt sem getur komið til annað hvort var lagt svona kolrangt mat á eignirnar eða að virði þeirra rýrnaði svona eftir að þær komust í hendur rikisins," segir Bjarni. Tengdar fréttir Kostaði 19 milljarða að rikistryggja innistæður í SpKef Það kostaði íslenska ríkið rúma 19 milljarða að ríkistryggja innistæður í SpKef, samkvæmt niðurstöðum úrskruðarnefndar sem sett var á laggirnar að skera úr um endurgjald ríkisins til Landsbankans vegna yfirtöku á sparisjóðnum. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Þar segir að með úrskurðinum sé endanlega leyst úr ágreiningi milli aðila um greiðslu til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði. 8. júní 2012 11:37 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
„Yfirtaka ríkisins á SpKef er orðið eitt mesta klúður sem sést hefur í tíð ríkisstjórnarinnar," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, en í ljós hefur komið að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja innistæður í sparisjóðnum. Bjarni bendir á að Gylfi Magnússon, þáverandi ráðherra bankamála, hafi fyrst sagt að yfirtaka ríkisins myndi einungis kosta 800 milljónir sem myndu endurheimtast. Árni Páll Árnason, eftirmaður hans, hafi sagt að leggja þyrfti 11,2 milljarða vegna ofmats á eignum. „Nú er komið í ljós að það sem í upphafi átti ekki að kosta neitt kostar 19 milljarða," segir Bjarni. Einhver hljóti að bera ábyrgð á því að fara yfir svona mál, leggja mat á upplýsingar til þess að taka ákvarðanir. Ákveðnar stofnanir eigi að hafa eftirlit með þessu ferli og ráðuneyti eigi að vinna ákveðna vinnu til að leggja grunn að ákvörðun. „Og það er alveg augljóst að menn hafa gert slík mistök að á endanum eru það skattgreiðendur sem fá 19 milljarða reikning í hausinn. Það er gríðarlega alvarlegt mál," segir Bjarni. Bjarni spyr sig líka hvort það geti verið að virði eignanna hafi rýrnað svo mikið frá því að SpKef komst í eigu ríkisins. „Það er bara tvennt sem getur komið til annað hvort var lagt svona kolrangt mat á eignirnar eða að virði þeirra rýrnaði svona eftir að þær komust í hendur rikisins," segir Bjarni.
Tengdar fréttir Kostaði 19 milljarða að rikistryggja innistæður í SpKef Það kostaði íslenska ríkið rúma 19 milljarða að ríkistryggja innistæður í SpKef, samkvæmt niðurstöðum úrskruðarnefndar sem sett var á laggirnar að skera úr um endurgjald ríkisins til Landsbankans vegna yfirtöku á sparisjóðnum. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Þar segir að með úrskurðinum sé endanlega leyst úr ágreiningi milli aðila um greiðslu til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði. 8. júní 2012 11:37 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Kostaði 19 milljarða að rikistryggja innistæður í SpKef Það kostaði íslenska ríkið rúma 19 milljarða að ríkistryggja innistæður í SpKef, samkvæmt niðurstöðum úrskruðarnefndar sem sett var á laggirnar að skera úr um endurgjald ríkisins til Landsbankans vegna yfirtöku á sparisjóðnum. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Þar segir að með úrskurðinum sé endanlega leyst úr ágreiningi milli aðila um greiðslu til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði. 8. júní 2012 11:37