Viðskipti innlent

Beinar erlendar fjárfestingar jukust um 100 milljarða í fyrra

Beinar fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi jukust um tæplega 100 milljarða króna í fyrra miðað við árið 2010. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að bein erlend fjárfesting hafi numið rúmlega 128 milljörðum króna í fyrra en hún var tæplega 30 milljarðar króna árið 2010.

Í hagtölunum segir að bein fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi nam 1.543 milljörðum kr. í árslok 2011 samanborið við 1.356 milljarða kr. í árslok 2010.

Bein fjármunaeign innlendra aðila erlendis nam 1.419 milljörðum kr. í árslok 2011 samanborið við um 1.319 milljarða kr. í árslok 2010.

Bein fjárfesting (flæði) innlendra aðila erlendis var neikvæð um tæpa 10 milljarða kr. á árinu 2011 en til samanburðar var hún neikvæð um 289,5 milljarða kr. á árinu 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×