SA segja ríkisstjórnina ögra fyrirtækjum og svíkja loforð Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. september 2012 17:13 Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 sem kynnt var í dag er ögrun við fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra, segja Samtök atvinnulífsins. Á vef samtakanna segir að ætlunin sé að hækka tryggingagjald þannig að fyrirtækin fá ekki að njóta lækkaðra útgjalda til atvinnuleysistrygginga eins og gert hafi verið ráð fyrir við gerð kjarasamninga vorið 2011. Þannig sé ráðist að forsendum kjarasamninga og möguleikum fyrirtækjanna að standa við þá án þess að hækka verðlag. Skýrt kom fram þegar samningarnir voru kynntir að gert var ráð fyrir að tryggingargjaldið yrði lækkað í takt við minnkandi atvinnuleysi. Við fyrstu sýn virðist sem lækkunin ætti að nema a.m.k. 0,5% 2013. Þá segir að fyrirvaralaus þreföldun virðisaukaskatts á gistiþjónustu muni kollvarpa áætlunum ferðaþjónustunnar fyrir næsta ár. Viðskipti við erlend ferðaþjónustufyrirtæki séu sett í uppnám og greininni gert erfitt fyrir að standa undir þeirri fjárfestingu sem ráðist var í, í kjölfar markaðsátaks erlendis sem stutt var af stjórnvöldum. Hækkun vörugjalda á bílaleigubíla sé önnur alvarleg atlaga að ferðaþjónustunni. Þá segja Samtök atvinnulífsins að síhækkandi álögur á fjármálafyrirtæki, nú í formi sérstaks viðbótarþreps í fjársýsluskatti, bitni fyrst og fremst á viðskiptavinum þeirra með hærri vöxtum og þjónustugjöldum og séu ekki til þess fallnar að örva fjárfestingar, fjölga störfum og stækka skattstofna sem ætti að vera megin viðfangsefni og markmið stjórnvalda. Þá segir að atvinnulífið hafi ekki átt von á því að einföldun á álagningu vörugjalda á matvæli myndi leiða til 800 milljóna króna skattahækkunar eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Þessi hækkun muni koma beint fram í hækkuðu vöruverði. Tengdar fréttir Ferðaskrifstofur um allan heim bíða upplýsinga frá Íslandi Ferðaskrifstofur um heiminn sem eiga viðskipti við Íslands bíða nú eftir upplýsingum úr fjárlögum ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Óskað hefur verið eftir því að beðið verið með hækkun virðisaukaskatts í ferðaþjónustunni en þær eru sagðar kollvarpa áætlunum fyrir næsta ár. 11. september 2012 12:20 Gistináttagjaldið verður hækkað Virðisaukaskattur á gistingu verður 25,5% í stað 7% frá og með 1. maí 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti frumvarpið fyrir fjölmiðlamönnum klukkan ellefu í morgun. Áætlað er að þetta skili ríkissjóði 2,6 milljörðum króna í viðbótartekjur á næsta ári. 11. september 2012 16:00 Skattlagning á neftóbak tvöfölduð Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skattlagning á neftóbak verði tvöfölduð. Skattlagning á neftóbak hingað til er talin hafa verið óeðlilega lág samanborið við annað tóbak. 11. september 2012 16:00 Fjárlög kynnt á Alþingi í dag Fjárlagafrumvarp ársins 2013 verður lagt fram og kynnt á fyrsta degi haustþings í dag. 11. september 2012 06:00 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 sem kynnt var í dag er ögrun við fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra, segja Samtök atvinnulífsins. Á vef samtakanna segir að ætlunin sé að hækka tryggingagjald þannig að fyrirtækin fá ekki að njóta lækkaðra útgjalda til atvinnuleysistrygginga eins og gert hafi verið ráð fyrir við gerð kjarasamninga vorið 2011. Þannig sé ráðist að forsendum kjarasamninga og möguleikum fyrirtækjanna að standa við þá án þess að hækka verðlag. Skýrt kom fram þegar samningarnir voru kynntir að gert var ráð fyrir að tryggingargjaldið yrði lækkað í takt við minnkandi atvinnuleysi. Við fyrstu sýn virðist sem lækkunin ætti að nema a.m.k. 0,5% 2013. Þá segir að fyrirvaralaus þreföldun virðisaukaskatts á gistiþjónustu muni kollvarpa áætlunum ferðaþjónustunnar fyrir næsta ár. Viðskipti við erlend ferðaþjónustufyrirtæki séu sett í uppnám og greininni gert erfitt fyrir að standa undir þeirri fjárfestingu sem ráðist var í, í kjölfar markaðsátaks erlendis sem stutt var af stjórnvöldum. Hækkun vörugjalda á bílaleigubíla sé önnur alvarleg atlaga að ferðaþjónustunni. Þá segja Samtök atvinnulífsins að síhækkandi álögur á fjármálafyrirtæki, nú í formi sérstaks viðbótarþreps í fjársýsluskatti, bitni fyrst og fremst á viðskiptavinum þeirra með hærri vöxtum og þjónustugjöldum og séu ekki til þess fallnar að örva fjárfestingar, fjölga störfum og stækka skattstofna sem ætti að vera megin viðfangsefni og markmið stjórnvalda. Þá segir að atvinnulífið hafi ekki átt von á því að einföldun á álagningu vörugjalda á matvæli myndi leiða til 800 milljóna króna skattahækkunar eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Þessi hækkun muni koma beint fram í hækkuðu vöruverði.
Tengdar fréttir Ferðaskrifstofur um allan heim bíða upplýsinga frá Íslandi Ferðaskrifstofur um heiminn sem eiga viðskipti við Íslands bíða nú eftir upplýsingum úr fjárlögum ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Óskað hefur verið eftir því að beðið verið með hækkun virðisaukaskatts í ferðaþjónustunni en þær eru sagðar kollvarpa áætlunum fyrir næsta ár. 11. september 2012 12:20 Gistináttagjaldið verður hækkað Virðisaukaskattur á gistingu verður 25,5% í stað 7% frá og með 1. maí 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti frumvarpið fyrir fjölmiðlamönnum klukkan ellefu í morgun. Áætlað er að þetta skili ríkissjóði 2,6 milljörðum króna í viðbótartekjur á næsta ári. 11. september 2012 16:00 Skattlagning á neftóbak tvöfölduð Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skattlagning á neftóbak verði tvöfölduð. Skattlagning á neftóbak hingað til er talin hafa verið óeðlilega lág samanborið við annað tóbak. 11. september 2012 16:00 Fjárlög kynnt á Alþingi í dag Fjárlagafrumvarp ársins 2013 verður lagt fram og kynnt á fyrsta degi haustþings í dag. 11. september 2012 06:00 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Ferðaskrifstofur um allan heim bíða upplýsinga frá Íslandi Ferðaskrifstofur um heiminn sem eiga viðskipti við Íslands bíða nú eftir upplýsingum úr fjárlögum ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Óskað hefur verið eftir því að beðið verið með hækkun virðisaukaskatts í ferðaþjónustunni en þær eru sagðar kollvarpa áætlunum fyrir næsta ár. 11. september 2012 12:20
Gistináttagjaldið verður hækkað Virðisaukaskattur á gistingu verður 25,5% í stað 7% frá og með 1. maí 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti frumvarpið fyrir fjölmiðlamönnum klukkan ellefu í morgun. Áætlað er að þetta skili ríkissjóði 2,6 milljörðum króna í viðbótartekjur á næsta ári. 11. september 2012 16:00
Skattlagning á neftóbak tvöfölduð Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skattlagning á neftóbak verði tvöfölduð. Skattlagning á neftóbak hingað til er talin hafa verið óeðlilega lág samanborið við annað tóbak. 11. september 2012 16:00
Fjárlög kynnt á Alþingi í dag Fjárlagafrumvarp ársins 2013 verður lagt fram og kynnt á fyrsta degi haustþings í dag. 11. september 2012 06:00