

Ferðaskrifstofur um heiminn sem eiga viðskipti við Íslands bíða nú eftir upplýsingum úr fjárlögum ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Óskað hefur verið eftir því að beðið verið með hækkun virðisaukaskatts í ferðaþjónustunni en þær eru sagðar kollvarpa áætlunum fyrir næsta ár.
Virðisaukaskattur á gistingu verður 25,5% í stað 7% frá og með 1. maí 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti frumvarpið fyrir fjölmiðlamönnum klukkan ellefu í morgun. Áætlað er að þetta skili ríkissjóði 2,6 milljörðum króna í viðbótartekjur á næsta ári.
Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skattlagning á neftóbak verði tvöfölduð. Skattlagning á neftóbak hingað til er talin hafa verið óeðlilega lág samanborið við annað tóbak.
Fjárlagafrumvarp ársins 2013 verður lagt fram og kynnt á fyrsta degi haustþings í dag.