Viðskipti innlent

Samruna Watson og Actavis formlega lokið

Lyfjafyrirtækið Watson hefur tilkynnt að kaupunum á Actavis sé lokið. Hið nýja félag verður þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins með tekjur upp á um 6 milljarða dollara eða rúmlega 760 milljarða króna.

Á vefsíðu Actavis segir að fyrirtækið mun starfa undir heitinu Actavis. Aðalstöðvar þess verða í Bandaríkjunum en alþjóðlega aðalstöðvar verða í Zug í Sviss. Hjá hinu sameinaða félagi munu starfa um 17.000 manns á heimsvís

Fram kemur að ekki verða marktækar breytingar á starfseminni á Íslandi. Sameinað fyrirtæki mun hafa meira en 760 starfsmenn hér á landi, sem styðja við starfsemi þess á heimsvísu.

Ekki verða breytingar á yfirstjórn fyrirtækisins hér á landi og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir mun áfram gegna starfi forstjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×