Fréttaskýring: Marorka 10 ára – Komin inn í ört vaxtarskeið Magnús Halldórsson skrifar 18. júní 2012 10:03 Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélagsins, sést hér handsala samning við Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Marorku, um innleiðingu orkustjórnunarkerfis í öll skip félagsins. Marorka hélt upp á tíu ára afmæli sitt sl. föstudag með því að undirrita samning við Eimskipafélag Íslands um innleiðingu á orkustjórnunarkerfi í skip félagsins, sem er hannað af Marorku. Fyrirtækið er leiðandi á sviði orkustjórnunar í skipum og hafa kerfi félagsins verið sett upp í flotum skipafélaga víða um heim undanfarin ár. Með innleiðingu kerfis frá Marorku skipar Eimskip sér í hóp skipafélaga, sem sjá mikilvægi þess að nýta orkustjórnunarbúnað til að lágmarka eldsneytisnotkun og stuðla þannig að verndun umhverfisins og að aukinni rekstrarhagkvæmni. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélagsins, var ánægður með samninginn. „Þetta er mikilvægt skref fyrir Eimskip, en við höfum átt langt og farsælt samstarf við Marorku í þróun á búnaði þessum um borð í Dettifossi og tökum núna það skref að ganga til þessa samnings og innleiða búnaðinn í skip félagsins.Við erum í samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum og viljum vera í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum og hagkvæmni í rekstri. Marorku kerfin munu styrkja okkur í því að fylgjast náið með eldsneytisnotkun skipaflotans og hjálpar okkur við að skoða og meta áfram aðgerðir til sparnaðar á þessum stærsta kostnaðarlið skiparekstrarins." Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Marorku, sagði samninginn, sem er upp á tugi milljóna króna, vera mikilvægan fyrir Marorku á þessum tímapunkti. „Við höfum átt farsælt samstarf við Eimskip um árabil og erum ákaflega ánægð með það stóra skref sem félagið er að taka í dag í átt að umhverfisvænni framtíð. Við hjá Marorku höfum á undanförnum árum innleitt orkustjórnunarbúnað hjá skipafélögum um víða veröld og þannig lagt okkar af mörkum við að lágmarka olíunotkun á heimsins höfum. Samningar eins og sá sem við undirrituðum í dag hvetja okkur áfram í þeirri vegferð - að vernda eina stærstu náttúruauðlind okkar, hafið."Doktorsverkefni verður að fyrirtæki Marorka var stofnuð 6. júní árið 2002 og byggir fyrirtækið á doktorsverkefni framkvæmdastjórans Jóns Ágústs. Fyrirtækið hannar orkustjórnunarkerfi í skip og hefur allt frá stofnun unnið jöfnum höndum að vöruþróun og uppbyggingu viðskiptasambanda á alþjóðamörkuðum. Marorka hefur sett upp rúmlega 200 kerfi og áætlað er að á annað hundruð kerfa fari í uppsetningu í ár. Eftir margra ára vöruþróun og rannsóknir, er fyrirtækið komið á vaxtaskeið. Starfsmennirnir eru orðnir tæplega 60, þar af eru nokkrir staðsettir í Dubai þar sem fyrirtækið er að hasla sér völl. Mikill meirihluti starfsmanna hefur lokið sérfræðinámi í tæknigreinum á háskólastigi, ekki síst verkfræði, enda byggir starfsemin á ítarlegri tæknivinnu sem sífellt þarf að laga að breytilegu umhverfi og þörfum viðskiptavina. Meðal viðskiptavina Marorku má nefna Thenamaris, China Navigation, Wilhelmsen auk Eimskipafélag Íslands. Þá á fyrirtækið í samstarfi við fyrirtæki á alþjóðamörkuðum og má þar nefna Kongsberg (Noregi), Futureship (Þýskalandi), STX (Noregi) og Unique Systems FZE (Dubai).Ytra umhverfið vinnur með Stórfyrirtæki í skipaiðnaði, ekki síst flutningum, eru mörg farin að horfa mikið til þess hvernig þau geti dregið úr olíunotkun án þess að það bitni á þjónustustiginu og vöruafhendingu. Það er ekki aðeins vegna þess að olía er stór hluti af kostnaði, heldur hefur stefna Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna og flestra ríkisstjórna á vesturlöndum, um að draga úr notkun á olíu almennt af umhverfisástæðum, valdið því að fyrirtæki þurfa að hugsa um lausnir á þessu sviði. Það þarf að hafa hraðar hendur, þar sem alþjóðleg markmið um að draga úr losun á koltvísýringi þrýsta á um að svo verði. Það er ekki síst horft til samgöngugeirans í heild, þ.e. flugiðnaðar, skipaiðnaðarins og bifreiðanotkunar. Hröð þróun bíla, sem ganga fyrir rafmagni, er ekki síst til marks um hversu mikilvægt og stórt mál er hér á ferð, í umhverfislegu tilliti. Ekki síst af þessum ytri aðstæðum hafa mikil tækifæri skapast fyrir Marorku.Nýsköpunarsjóður hagnast Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) seldi 14,5 prósent hlut sinn í Marorku fyrr á þessu ári og var salan endanlega frágengin í febrúar. Helga Valfells, framkvæmdastjóri NSA, sagðist ekki geta upplýst um söluverðið, aðspurð, þar sem kaupandi hlutarins, þýski fjárfestingasjóðurinn Mayfair, hafi farið fram á trúnað um kaupverðið og var hann bundinn í samningum. Helga sagði söluna vera ein bestu viðskipti í sögu NSA, þar sem sjóðurinn hefði fengið margfalt til baka þar sem sett hefði verið í fyrirtækið í upphafi. „Þetta er einkar ánægjulegt þar sem þetta gefur okkur færi á að styðja við önnur nýsköpunarfyrirtæki með myndarlegri hætti en við höfðum annars getað," sagði Helga. Mayfair er nú stærsti einstaki hluthafi Marorku með tæplega 30 prósent hlut, en aðrir hluthafar eru Jón Ágúst með 27 prósent hlut, Þórður Magnússon, stjórnarformaður fyrirtækisins og einn eigenda Eyris Invest með 17,3 prósent hlut, VSÓ Ráðgjöf með 9,5 prósent hlut og aðrir smærri hluthafar eru með 16,3 prósent. Þýski sjóðurinn hefur víðtæk viðskiptasambönd í skipaðnaði og er fjárfestingin í Marorku ekki síst tilkomin vegna þess. Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Marorka hélt upp á tíu ára afmæli sitt sl. föstudag með því að undirrita samning við Eimskipafélag Íslands um innleiðingu á orkustjórnunarkerfi í skip félagsins, sem er hannað af Marorku. Fyrirtækið er leiðandi á sviði orkustjórnunar í skipum og hafa kerfi félagsins verið sett upp í flotum skipafélaga víða um heim undanfarin ár. Með innleiðingu kerfis frá Marorku skipar Eimskip sér í hóp skipafélaga, sem sjá mikilvægi þess að nýta orkustjórnunarbúnað til að lágmarka eldsneytisnotkun og stuðla þannig að verndun umhverfisins og að aukinni rekstrarhagkvæmni. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélagsins, var ánægður með samninginn. „Þetta er mikilvægt skref fyrir Eimskip, en við höfum átt langt og farsælt samstarf við Marorku í þróun á búnaði þessum um borð í Dettifossi og tökum núna það skref að ganga til þessa samnings og innleiða búnaðinn í skip félagsins.Við erum í samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum og viljum vera í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum og hagkvæmni í rekstri. Marorku kerfin munu styrkja okkur í því að fylgjast náið með eldsneytisnotkun skipaflotans og hjálpar okkur við að skoða og meta áfram aðgerðir til sparnaðar á þessum stærsta kostnaðarlið skiparekstrarins." Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Marorku, sagði samninginn, sem er upp á tugi milljóna króna, vera mikilvægan fyrir Marorku á þessum tímapunkti. „Við höfum átt farsælt samstarf við Eimskip um árabil og erum ákaflega ánægð með það stóra skref sem félagið er að taka í dag í átt að umhverfisvænni framtíð. Við hjá Marorku höfum á undanförnum árum innleitt orkustjórnunarbúnað hjá skipafélögum um víða veröld og þannig lagt okkar af mörkum við að lágmarka olíunotkun á heimsins höfum. Samningar eins og sá sem við undirrituðum í dag hvetja okkur áfram í þeirri vegferð - að vernda eina stærstu náttúruauðlind okkar, hafið."Doktorsverkefni verður að fyrirtæki Marorka var stofnuð 6. júní árið 2002 og byggir fyrirtækið á doktorsverkefni framkvæmdastjórans Jóns Ágústs. Fyrirtækið hannar orkustjórnunarkerfi í skip og hefur allt frá stofnun unnið jöfnum höndum að vöruþróun og uppbyggingu viðskiptasambanda á alþjóðamörkuðum. Marorka hefur sett upp rúmlega 200 kerfi og áætlað er að á annað hundruð kerfa fari í uppsetningu í ár. Eftir margra ára vöruþróun og rannsóknir, er fyrirtækið komið á vaxtaskeið. Starfsmennirnir eru orðnir tæplega 60, þar af eru nokkrir staðsettir í Dubai þar sem fyrirtækið er að hasla sér völl. Mikill meirihluti starfsmanna hefur lokið sérfræðinámi í tæknigreinum á háskólastigi, ekki síst verkfræði, enda byggir starfsemin á ítarlegri tæknivinnu sem sífellt þarf að laga að breytilegu umhverfi og þörfum viðskiptavina. Meðal viðskiptavina Marorku má nefna Thenamaris, China Navigation, Wilhelmsen auk Eimskipafélag Íslands. Þá á fyrirtækið í samstarfi við fyrirtæki á alþjóðamörkuðum og má þar nefna Kongsberg (Noregi), Futureship (Þýskalandi), STX (Noregi) og Unique Systems FZE (Dubai).Ytra umhverfið vinnur með Stórfyrirtæki í skipaiðnaði, ekki síst flutningum, eru mörg farin að horfa mikið til þess hvernig þau geti dregið úr olíunotkun án þess að það bitni á þjónustustiginu og vöruafhendingu. Það er ekki aðeins vegna þess að olía er stór hluti af kostnaði, heldur hefur stefna Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna og flestra ríkisstjórna á vesturlöndum, um að draga úr notkun á olíu almennt af umhverfisástæðum, valdið því að fyrirtæki þurfa að hugsa um lausnir á þessu sviði. Það þarf að hafa hraðar hendur, þar sem alþjóðleg markmið um að draga úr losun á koltvísýringi þrýsta á um að svo verði. Það er ekki síst horft til samgöngugeirans í heild, þ.e. flugiðnaðar, skipaiðnaðarins og bifreiðanotkunar. Hröð þróun bíla, sem ganga fyrir rafmagni, er ekki síst til marks um hversu mikilvægt og stórt mál er hér á ferð, í umhverfislegu tilliti. Ekki síst af þessum ytri aðstæðum hafa mikil tækifæri skapast fyrir Marorku.Nýsköpunarsjóður hagnast Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) seldi 14,5 prósent hlut sinn í Marorku fyrr á þessu ári og var salan endanlega frágengin í febrúar. Helga Valfells, framkvæmdastjóri NSA, sagðist ekki geta upplýst um söluverðið, aðspurð, þar sem kaupandi hlutarins, þýski fjárfestingasjóðurinn Mayfair, hafi farið fram á trúnað um kaupverðið og var hann bundinn í samningum. Helga sagði söluna vera ein bestu viðskipti í sögu NSA, þar sem sjóðurinn hefði fengið margfalt til baka þar sem sett hefði verið í fyrirtækið í upphafi. „Þetta er einkar ánægjulegt þar sem þetta gefur okkur færi á að styðja við önnur nýsköpunarfyrirtæki með myndarlegri hætti en við höfðum annars getað," sagði Helga. Mayfair er nú stærsti einstaki hluthafi Marorku með tæplega 30 prósent hlut, en aðrir hluthafar eru Jón Ágúst með 27 prósent hlut, Þórður Magnússon, stjórnarformaður fyrirtækisins og einn eigenda Eyris Invest með 17,3 prósent hlut, VSÓ Ráðgjöf með 9,5 prósent hlut og aðrir smærri hluthafar eru með 16,3 prósent. Þýski sjóðurinn hefur víðtæk viðskiptasambönd í skipaðnaði og er fjárfestingin í Marorku ekki síst tilkomin vegna þess.
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent