Barrichello vill ekki hætta í Formúlu 1 22. nóvember 2011 17:15 Rubens Barrichello vill ekki hætta í Formúlu 1, en hann sést hér á mótssvæðinu í Abú Dabí. AP MYND: Luca Bruno Rubens Barrichello verður á heimavelli í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu um næstu helgi með Williams liðinu, en liðið hefur ekki framlengt samning hans til næsta árs enn sem komið er svo vitað sé. Hefur liðið m.a. rætt við Kimi Raikkönen um möguleikann á því að aka með liðinu á næsta ári. Í frétt á autosport.com segir að ólíklegt sé að Barrichello verði hjá Williams á næsta ári og möguleiki sé á að keppnin um helgina verði hans síðasta ef hann tryggir sér ekki sæti hjá öðru liði. Barrichello vill ekki hætta eftir að hafa keppt í nítján ár í Formúlu 1. „Ég er bjartsýnn. Ég ætla ekki að kveðja fólk. Ég er ekki að þessu fyrir peninganna, ég er að þessu af því ég er samkeppnisfær og á skilið að vera í íþróttinni, " sagði Barrichello m.a. í frétt autosport.com, en hann er fjörtíu ára gamall og segist vera vinna að því hörðum höndum að láta það rætast að hann keppi á næsta ári. Barrichello ræsti af stað í síðasta sæti í síðustu keppni eftir að bíll hans bilaði fyrir tímatökuna, en hann náði að vinna sig upp í tólfta sæti. Um þátttöku sína í lokamóti ársins á Jose Carlos Pace brautinni sagði Barrichello í fréttatilkynningu frá Williams: „Þetta er besta mótið á árinu fyrir mig, en það líður hratt og ég reyni að njóta hverrar sekúndu. Ég hef yndi af brautinni, sérstaklega Laranjinha beygjunni. Það hefur alltaf verið gott að taka framúr á brautinni og ég býst við því sama í ár," sagði Barrichello. „Til að vera fljótur í hring þarf góðar bremsur, gott grip og gott vélarafl. Ég hlakka til að ljúka tímabilinu á jákvæðan hátt," Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Rubens Barrichello verður á heimavelli í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu um næstu helgi með Williams liðinu, en liðið hefur ekki framlengt samning hans til næsta árs enn sem komið er svo vitað sé. Hefur liðið m.a. rætt við Kimi Raikkönen um möguleikann á því að aka með liðinu á næsta ári. Í frétt á autosport.com segir að ólíklegt sé að Barrichello verði hjá Williams á næsta ári og möguleiki sé á að keppnin um helgina verði hans síðasta ef hann tryggir sér ekki sæti hjá öðru liði. Barrichello vill ekki hætta eftir að hafa keppt í nítján ár í Formúlu 1. „Ég er bjartsýnn. Ég ætla ekki að kveðja fólk. Ég er ekki að þessu fyrir peninganna, ég er að þessu af því ég er samkeppnisfær og á skilið að vera í íþróttinni, " sagði Barrichello m.a. í frétt autosport.com, en hann er fjörtíu ára gamall og segist vera vinna að því hörðum höndum að láta það rætast að hann keppi á næsta ári. Barrichello ræsti af stað í síðasta sæti í síðustu keppni eftir að bíll hans bilaði fyrir tímatökuna, en hann náði að vinna sig upp í tólfta sæti. Um þátttöku sína í lokamóti ársins á Jose Carlos Pace brautinni sagði Barrichello í fréttatilkynningu frá Williams: „Þetta er besta mótið á árinu fyrir mig, en það líður hratt og ég reyni að njóta hverrar sekúndu. Ég hef yndi af brautinni, sérstaklega Laranjinha beygjunni. Það hefur alltaf verið gott að taka framúr á brautinni og ég býst við því sama í ár," sagði Barrichello. „Til að vera fljótur í hring þarf góðar bremsur, gott grip og gott vélarafl. Ég hlakka til að ljúka tímabilinu á jákvæðan hátt,"
Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira