Eftirgjöf skulda Grikklands ekki útilokuð 13. júlí 2011 03:00 Jean-Claude Juncker, fjármálaráðherra Lúxemborgar, slær blaðabunka í hausinn á Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands. Allt í gamni, væntanlega.nordicphotos/AFP Hálfgert óðagot varð á mörkuðum í gær vegna verðfalls ítalskra verðbréfa, sem rakið er til erfiðrar skuldastöðu ítalska ríkisins. Ástandið skánaði þegar leið á daginn, en hafði þá ýtt undir ótta við að bæði Ítalía og Spánn myndu þurfa á fjárhagsaðstoð að halda eins og Grikkland, Írland og Portúgal. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján hittust í Brussel bæði í gær og í fyrradag til að ræða vandann, en ræddu að vísu meira um Grikkland en Ítalíu. „Við höfum ekki talað jafn mikið um Ítalíu og búist var við vegna þess að okkar mat er að kjarni vandans og kreppunnar sé Grikkland og að lausn kreppunnar sé spurning um að bæta skuldastöðuna í Grikklandi,“ hefur fréttastofan Bloomberg eftir Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Fjármálaráðherrarnir eru að setja saman breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem Grikkir hafa fengið, og velta meðal annars fyrir sér að bjóða Grikkjum lægri vexti og lengri lánstíma. Evrópusambandið útilokar auk þess ekki lengur að Grikkland fái einhverja eftirgjöf af skuldum sínum, en það þýðir að bankar og aðrir fjárfestar verði að taka á sig hluta af tjóninu. „Ráðherrarnir 17 útiloka það ekki lengur, til þess að við höfum fleiri möguleika, víðara svið að vinna með,“ sagði Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Hann sagði ekki við öðru að búast en að fjárfestar muni þá tapa peningum. „Annað væri þversögn. Við erum búin að höggva á hnútinn.“- gb Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hálfgert óðagot varð á mörkuðum í gær vegna verðfalls ítalskra verðbréfa, sem rakið er til erfiðrar skuldastöðu ítalska ríkisins. Ástandið skánaði þegar leið á daginn, en hafði þá ýtt undir ótta við að bæði Ítalía og Spánn myndu þurfa á fjárhagsaðstoð að halda eins og Grikkland, Írland og Portúgal. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján hittust í Brussel bæði í gær og í fyrradag til að ræða vandann, en ræddu að vísu meira um Grikkland en Ítalíu. „Við höfum ekki talað jafn mikið um Ítalíu og búist var við vegna þess að okkar mat er að kjarni vandans og kreppunnar sé Grikkland og að lausn kreppunnar sé spurning um að bæta skuldastöðuna í Grikklandi,“ hefur fréttastofan Bloomberg eftir Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Fjármálaráðherrarnir eru að setja saman breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem Grikkir hafa fengið, og velta meðal annars fyrir sér að bjóða Grikkjum lægri vexti og lengri lánstíma. Evrópusambandið útilokar auk þess ekki lengur að Grikkland fái einhverja eftirgjöf af skuldum sínum, en það þýðir að bankar og aðrir fjárfestar verði að taka á sig hluta af tjóninu. „Ráðherrarnir 17 útiloka það ekki lengur, til þess að við höfum fleiri möguleika, víðara svið að vinna með,“ sagði Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Hann sagði ekki við öðru að búast en að fjárfestar muni þá tapa peningum. „Annað væri þversögn. Við erum búin að höggva á hnútinn.“- gb
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira