Eftirgjöf skulda Grikklands ekki útilokuð 13. júlí 2011 03:00 Jean-Claude Juncker, fjármálaráðherra Lúxemborgar, slær blaðabunka í hausinn á Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands. Allt í gamni, væntanlega.nordicphotos/AFP Hálfgert óðagot varð á mörkuðum í gær vegna verðfalls ítalskra verðbréfa, sem rakið er til erfiðrar skuldastöðu ítalska ríkisins. Ástandið skánaði þegar leið á daginn, en hafði þá ýtt undir ótta við að bæði Ítalía og Spánn myndu þurfa á fjárhagsaðstoð að halda eins og Grikkland, Írland og Portúgal. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján hittust í Brussel bæði í gær og í fyrradag til að ræða vandann, en ræddu að vísu meira um Grikkland en Ítalíu. „Við höfum ekki talað jafn mikið um Ítalíu og búist var við vegna þess að okkar mat er að kjarni vandans og kreppunnar sé Grikkland og að lausn kreppunnar sé spurning um að bæta skuldastöðuna í Grikklandi,“ hefur fréttastofan Bloomberg eftir Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Fjármálaráðherrarnir eru að setja saman breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem Grikkir hafa fengið, og velta meðal annars fyrir sér að bjóða Grikkjum lægri vexti og lengri lánstíma. Evrópusambandið útilokar auk þess ekki lengur að Grikkland fái einhverja eftirgjöf af skuldum sínum, en það þýðir að bankar og aðrir fjárfestar verði að taka á sig hluta af tjóninu. „Ráðherrarnir 17 útiloka það ekki lengur, til þess að við höfum fleiri möguleika, víðara svið að vinna með,“ sagði Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Hann sagði ekki við öðru að búast en að fjárfestar muni þá tapa peningum. „Annað væri þversögn. Við erum búin að höggva á hnútinn.“- gb Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hálfgert óðagot varð á mörkuðum í gær vegna verðfalls ítalskra verðbréfa, sem rakið er til erfiðrar skuldastöðu ítalska ríkisins. Ástandið skánaði þegar leið á daginn, en hafði þá ýtt undir ótta við að bæði Ítalía og Spánn myndu þurfa á fjárhagsaðstoð að halda eins og Grikkland, Írland og Portúgal. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján hittust í Brussel bæði í gær og í fyrradag til að ræða vandann, en ræddu að vísu meira um Grikkland en Ítalíu. „Við höfum ekki talað jafn mikið um Ítalíu og búist var við vegna þess að okkar mat er að kjarni vandans og kreppunnar sé Grikkland og að lausn kreppunnar sé spurning um að bæta skuldastöðuna í Grikklandi,“ hefur fréttastofan Bloomberg eftir Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Fjármálaráðherrarnir eru að setja saman breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem Grikkir hafa fengið, og velta meðal annars fyrir sér að bjóða Grikkjum lægri vexti og lengri lánstíma. Evrópusambandið útilokar auk þess ekki lengur að Grikkland fái einhverja eftirgjöf af skuldum sínum, en það þýðir að bankar og aðrir fjárfestar verði að taka á sig hluta af tjóninu. „Ráðherrarnir 17 útiloka það ekki lengur, til þess að við höfum fleiri möguleika, víðara svið að vinna með,“ sagði Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Hann sagði ekki við öðru að búast en að fjárfestar muni þá tapa peningum. „Annað væri þversögn. Við erum búin að höggva á hnútinn.“- gb
Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira