Boða breytingar á evrusvæði 10. október 2011 03:00 Sarkozy og Merkel segja að nánar verði gert grein fyrir samkomulagi um endurfjármögnun bankakerfis evrusvæðisins í lok mánaðarins.nordicphotos/afp Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, leiðtogar Þýskalands og Frakklands, munu mæla fyrir „mikilvægum breytingum“ á stjórnun evrusvæðisins. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi Merkel og Sarkozy eftir fund þeirra um skuldavanda evruríkjanna í Berlín í gær. Leiðtogarnir sögðust einnig hafa náð samkomulagi um endurfjármögnun bankakerfis evrusvæðisins, sem fæli í sér alþjóðlega lausn, en jafnframt að samkomulagið yrði ekki kynnt nánar fyrr en í lok október. Hingað til hafa Frakkar viljað nota neyðarsjóð evruríkjanna til að endurfjármagna franska banka. Þjóðverjar hafa hins vegar einungis viljað nota sjóðinn í algjörri neyð, en talið er að hundrað til tvö hundruð milljarða evra þurfi til að endurfjármagna evrópska banka. Aukin samþætting evru-svæðisins er mikilvæg að sögn Sarkozy. Merkel segir eitt helsta markmiðið að koma á nánara og meira skuldbindandi samstarfi meðal ríkja á evru-svæðinu svo hægt sé að komast hjá umframeyðslu. Nauðsynlegt sé að lausn finnist á þeim vandamálum sem steðja að Evrópu fyrir fund helstu leiðtoga Evrópu í Brussel síðar í mánuðinum. Einnig er talið að leiðtogarnir hafi rætt skuldavanda Grikklands og málefni fransk-belgíska bankans Dexia á fundi sínum. Fyrr um daginn höfðu stjórnvöld í Belgíu, Frakklandi og Lúxemborg tilkynnt að samkomulag hefði náðst um að skipta bankanum upp, en hann er fyrsta fórnarlamb skuldakreppunnar á evrusvæðinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra ríkjanna kom fram að samkomulagið yrði lagt fyrir stjórn Dexia til samþykktar, en stjórn bankans átti að funda seint í gær. kjartan@frettabladid.is Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, leiðtogar Þýskalands og Frakklands, munu mæla fyrir „mikilvægum breytingum“ á stjórnun evrusvæðisins. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi Merkel og Sarkozy eftir fund þeirra um skuldavanda evruríkjanna í Berlín í gær. Leiðtogarnir sögðust einnig hafa náð samkomulagi um endurfjármögnun bankakerfis evrusvæðisins, sem fæli í sér alþjóðlega lausn, en jafnframt að samkomulagið yrði ekki kynnt nánar fyrr en í lok október. Hingað til hafa Frakkar viljað nota neyðarsjóð evruríkjanna til að endurfjármagna franska banka. Þjóðverjar hafa hins vegar einungis viljað nota sjóðinn í algjörri neyð, en talið er að hundrað til tvö hundruð milljarða evra þurfi til að endurfjármagna evrópska banka. Aukin samþætting evru-svæðisins er mikilvæg að sögn Sarkozy. Merkel segir eitt helsta markmiðið að koma á nánara og meira skuldbindandi samstarfi meðal ríkja á evru-svæðinu svo hægt sé að komast hjá umframeyðslu. Nauðsynlegt sé að lausn finnist á þeim vandamálum sem steðja að Evrópu fyrir fund helstu leiðtoga Evrópu í Brussel síðar í mánuðinum. Einnig er talið að leiðtogarnir hafi rætt skuldavanda Grikklands og málefni fransk-belgíska bankans Dexia á fundi sínum. Fyrr um daginn höfðu stjórnvöld í Belgíu, Frakklandi og Lúxemborg tilkynnt að samkomulag hefði náðst um að skipta bankanum upp, en hann er fyrsta fórnarlamb skuldakreppunnar á evrusvæðinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra ríkjanna kom fram að samkomulagið yrði lagt fyrir stjórn Dexia til samþykktar, en stjórn bankans átti að funda seint í gær. kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent