Valskonur halda sigurgöngu sinni áfram - unnu HK með sjö mörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2011 15:25 Dagný Skúladóttir. Íslandsmeistarar Vals héldu sigurgöngu sinni áfram í N1 deild kvenna þegar þær unnu sjö marka sigur á HK, 32-25, í toppslag í Digranesi. Valsliðið er búið að vinna alla fimm deildarleiki sína á tímabilinu en HK hefur ekki náð að fylgja eftir frábærum sigri á Fram í fyrstu umferðinni. Valsliðið lagði grunninn að sigrinum með því að ná átta marka forystu í hálfleik en HK-liðið gafst ekki upp og náði að minnka muninn í tvö mörk í seinni hálfleik. Valsliðið gerði síðan út um leikinn og vógu hraðaupphlaupsmörkin þungt enda urðu þau alls fimmtán í leiknum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Dagný Skúladóttir skoruðu báðar 7 mörk fyrir Val í dag og Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir var með sex mörk. Elín Anna Baldursdóttir skoraði 7 mörk fyrir HK og þær Brynja Magnúsdóttir og Jóna Sigríður Halldórsdóttir voru með fimm mörk hvor. HK var yfir rétt í upphafi leiks en Valskonur komust síðan í 4-2 og 7-4 og virtust vera að stinga af. Þrjú mörk HK í röð jöfnuðu hinsvegar leikinn í 7-7 og Stefán Arnarson, þjálfari Vals ákvað að taka leikhlé. Stefán kveikti greinilega vel í sínum stelpum því þær svöruðu með því að skora sex mörk í röð og komast í 13-7. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór á kostum í upphafi leiksins og skoraði sjö af fyrstu tíu mörkum Valsliðsins í leiknum. Valur var síðan komið með átta marka forystu í hálfleik, 17-9, þar sem HK-vörnin galopnaðist hvað eftir annað þegar HK-stelpurnar voru að reyna að loka á Önnu inn á línunni. Hrafnhildur Skúladóttir var líka að spila mjög vel í sókninni í fyrri hálfleiknum. HK skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiksins og náði að minnka muninn í 18-13. Valsliðið skoraði næstu tvö mörk en annar góður sprettur HK (8-3) kom muninum niður í þrjú mörk, 25-23. Valsliðið hélt áfram að nýta sér hraðaupphlaupin og komst aftur fimm mörkum yfir, 29-24 en átta af tólf mörkum liðsins í seinni hálfleik höfðu þarna komið úr hraðaupphlaupum. Valsliðið gerði síðan út um leikinn á lokakaflanum og unnu frekar öruggan sigur.HK - Valur 25-32 (9-17)Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 7/3, Brynja Magnúsdóttir 5/4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Emma Havin Davoody 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 16Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Dagný Skúladóttir 7, Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir 6, Hrafnhildur Skúladóttir 4/1, Þorgerður Anna Atladóttir 4, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4/1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 4. Olís-deild kvenna Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals héldu sigurgöngu sinni áfram í N1 deild kvenna þegar þær unnu sjö marka sigur á HK, 32-25, í toppslag í Digranesi. Valsliðið er búið að vinna alla fimm deildarleiki sína á tímabilinu en HK hefur ekki náð að fylgja eftir frábærum sigri á Fram í fyrstu umferðinni. Valsliðið lagði grunninn að sigrinum með því að ná átta marka forystu í hálfleik en HK-liðið gafst ekki upp og náði að minnka muninn í tvö mörk í seinni hálfleik. Valsliðið gerði síðan út um leikinn og vógu hraðaupphlaupsmörkin þungt enda urðu þau alls fimmtán í leiknum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Dagný Skúladóttir skoruðu báðar 7 mörk fyrir Val í dag og Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir var með sex mörk. Elín Anna Baldursdóttir skoraði 7 mörk fyrir HK og þær Brynja Magnúsdóttir og Jóna Sigríður Halldórsdóttir voru með fimm mörk hvor. HK var yfir rétt í upphafi leiks en Valskonur komust síðan í 4-2 og 7-4 og virtust vera að stinga af. Þrjú mörk HK í röð jöfnuðu hinsvegar leikinn í 7-7 og Stefán Arnarson, þjálfari Vals ákvað að taka leikhlé. Stefán kveikti greinilega vel í sínum stelpum því þær svöruðu með því að skora sex mörk í röð og komast í 13-7. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór á kostum í upphafi leiksins og skoraði sjö af fyrstu tíu mörkum Valsliðsins í leiknum. Valur var síðan komið með átta marka forystu í hálfleik, 17-9, þar sem HK-vörnin galopnaðist hvað eftir annað þegar HK-stelpurnar voru að reyna að loka á Önnu inn á línunni. Hrafnhildur Skúladóttir var líka að spila mjög vel í sókninni í fyrri hálfleiknum. HK skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiksins og náði að minnka muninn í 18-13. Valsliðið skoraði næstu tvö mörk en annar góður sprettur HK (8-3) kom muninum niður í þrjú mörk, 25-23. Valsliðið hélt áfram að nýta sér hraðaupphlaupin og komst aftur fimm mörkum yfir, 29-24 en átta af tólf mörkum liðsins í seinni hálfleik höfðu þarna komið úr hraðaupphlaupum. Valsliðið gerði síðan út um leikinn á lokakaflanum og unnu frekar öruggan sigur.HK - Valur 25-32 (9-17)Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 7/3, Brynja Magnúsdóttir 5/4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Emma Havin Davoody 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 16Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Dagný Skúladóttir 7, Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir 6, Hrafnhildur Skúladóttir 4/1, Þorgerður Anna Atladóttir 4, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4/1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 4.
Olís-deild kvenna Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira