„Við bjuggumst ekki við því að vinna þennan leik svona sannfærandi, en það áttu margir leikmenn toppdag hjá okkur," sagði Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, eftir sigurinn í dag.
FH valtaði fyrir Akureyri 34-21 í 16-liða úrslitum Eimskipsbikarsins og fóru því auðveldlega áfram. Ólafur átti frábæran leik og skoraði 9 mörk.
„Við fundum alltaf leið í gegnum vörn þeirra og það gekk allt upp sóknarlega hjá okkur í dag".
„Við viljum tileinka Hemma sigurinn í dag og sendum kveðjur á hans aðstandendur," sagði Ólafur. Hermann Fannar Valgarðsson lést í vikunni, en hann var mikill FH-ingur og sorg ríkir nú í Hafnafirði vegna andláts hans.
Ólafur: Tileinkum Hemma þennan sigur
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið





Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti



Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti
