Kindle Fire vekur hrifningu 29. september 2011 13:52 Talið er að Kindle Fire muni veita IPad 2 harða samkeppni. mynd/AFP Jeff Bezos, forstjóri vefverslunarinnar Amazon, steig á svið í New York í gær og kynnti nýjustu spjaldtölvu fyrirtækisins - Kindle Fire. Ætlast er til að Kindle Fire fari í beina samkeppni við IPad 2 vél Apple. Mikil spenna ríkti fyrir kynningunni og margir orðrómar voru á kreiki um nýju vélina. Núna þegar sérfræðingar hafa fengið að kynnast Kindle Fire virðast óskir margra hafa ræst. Spjaldtölvan hefur mætt afar jákvæðum viðbrögðum og er einfaldleika hennar og hraða fagnað. Kindle Fire notast við Android stýrikerfið sem Amazon hefur endurhannað. Fyrir kynninguna voru margir á því að Android stýrikerfið hentaði ekki Kindle Fire enda er stýrikerfið allt annað einfalt og fallegt. Sérfræðingar fagna nú endurhönnun Amazon og þykir viðmót spjaldtölvunnar afar lipurt og myndarlegt. Kindle Fire er að mörgu leiti ólík IPad 2. Engin myndavél er á Kindle Fire og ekki 3G tengimöguleikar. Að sama skapi er geymslupláss Kindle Fire mun minna en í IPad 2. Ástæðan fyrir þessu liggur í Ský (e. Cloud) þjónustu Amazon sem gefur notendum vefverslunarinnar færi á að nálgast keypt efni hvenær sem er í gegnum vefinn. Einnig er Kindle Fire afar ódýr í samanburði við spjaldtölvu Apple. Kindle Fire er í forpöntun eins og er en fer í almenna sölu i næsta mánuði. Tækni Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Jeff Bezos, forstjóri vefverslunarinnar Amazon, steig á svið í New York í gær og kynnti nýjustu spjaldtölvu fyrirtækisins - Kindle Fire. Ætlast er til að Kindle Fire fari í beina samkeppni við IPad 2 vél Apple. Mikil spenna ríkti fyrir kynningunni og margir orðrómar voru á kreiki um nýju vélina. Núna þegar sérfræðingar hafa fengið að kynnast Kindle Fire virðast óskir margra hafa ræst. Spjaldtölvan hefur mætt afar jákvæðum viðbrögðum og er einfaldleika hennar og hraða fagnað. Kindle Fire notast við Android stýrikerfið sem Amazon hefur endurhannað. Fyrir kynninguna voru margir á því að Android stýrikerfið hentaði ekki Kindle Fire enda er stýrikerfið allt annað einfalt og fallegt. Sérfræðingar fagna nú endurhönnun Amazon og þykir viðmót spjaldtölvunnar afar lipurt og myndarlegt. Kindle Fire er að mörgu leiti ólík IPad 2. Engin myndavél er á Kindle Fire og ekki 3G tengimöguleikar. Að sama skapi er geymslupláss Kindle Fire mun minna en í IPad 2. Ástæðan fyrir þessu liggur í Ský (e. Cloud) þjónustu Amazon sem gefur notendum vefverslunarinnar færi á að nálgast keypt efni hvenær sem er í gegnum vefinn. Einnig er Kindle Fire afar ódýr í samanburði við spjaldtölvu Apple. Kindle Fire er í forpöntun eins og er en fer í almenna sölu i næsta mánuði.
Tækni Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira