Lággjaldafélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi um mánaðarmótin maí-júní næstkomandi. Sala á miðum er þegar hafin á vef félagsins.
Skúli Mogensen, stjórnarformaður og aðaleigandi WOW, kynnti fyrirætlanir félagsins á blaðamannafundi í dag. Fram kom á fundinum að félagið muni nýta Airbus A320 flugvélar og verða sæti fyrir 168 farþega í hverri vél. Rýmra verður um farþega en hefur tíðkast hefur hjá lággjaldaflugfélögum. Félagið hyggst bjóða samkeppnishæft verð á þeim flugleiðum sem flogið verður á.
Leiðarkerfi WOW Air mun í upphafi samanstanda af eftirtöldum áfangastöðum: Kaupmannahöfn, London, Berlín, Köln og Stuttgart, Alicante, Basel og Zurich, Varsjá og Kraká og að auki Lyon og París. Flogið verður fjórum sinnum í viku til Kaupmannahafnar og þrisvar í viku til Lundúna.
WOW ætlar að fljúga til tólf áfangastaða
Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mest lesið

Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“
Viðskipti innlent

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent

Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag
Viðskipti erlent

Tekjur jukust um helming milli ára
Viðskipti innlent

Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play
Viðskipti innlent


HBO Max streymisveitan komin til Íslands
Viðskipti innlent

Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur
Viðskipti innlent

Orri til liðs við Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
