ESA hefur formlega rannsókn á ríkisaðstoð við fjárfestingabanka Magnús Halldórsson skrifar 23. nóvember 2011 12:25 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ber ábyrgð fyrir hönd ríkisins á því að ríkið veitti fjárfestingabönkunum aðstoð. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við lánveitingar til fjárfestingarbankanna Saga, VBS og Askar Capital. Þetta er staðfest með tilkynningu á vefsíðu ESA í dag. Í mars 2009 veitti ríkissjóður Íslands lán á hagstæðum kjörum til fjárfestingarbankanna þriggja og námu lánin alls um 52 milljörðum króna, en í júlí 2010 barst ESA kvörtun frá hagsmunaaðila vegna þessara lánveitinga. Tilgangur lánveitinganna var að skuldbreyta skammtíma veðlánum og verðbréfalánum frá Seðlabanka Íslands í lán til langs tíma en lán Seðlabankans voru fallin í vanskil í kjölfar efnahagshrunsins. Veðlán Seðlabankans voru veitt með veði m.a. í skuldabréfum útgefnum af viðskiptabönkunum þremur Glitni, Kaupþing og Landsbanka Íslands. Eftir fall viðskiptabankanna í október 2008 lækkaði verðmæti fyrirliggjandi trygginga verulega og reyndist fjárfestingarbönkunum ómögulegt að leggja fram nýjar tryggingar eða gera upp skuldir sínar, að því er segir í tilkynningu ESA. Ennfremur segir: „Af hálfu íslenskra stjórnvalda er því haldið fram að með skuldbreytingunni hafi verið ætlunin að verja hagsmuni íslenska ríkisins og þessar ráðstafanir hafi verið í samræmi við það sem almennur lánveitandi hefði gert í sömu stöðu. ESA hefur hins vegar efasemdir um að þeir skilmálar sem ríkissjóður samþykkti séu í samræmi við almenna markaðsskilmála. Ef svo er ekki, kann skuldbreytingin að fela í sér ólögmæta ríkisaðstoð í skilningi EES samningsins. VBS fjárfestingarbanki og Askar Capital hafa þegar verið tekin til gjaldþrotaskipta og starfsleyfi Saga fjárfestingarbanka hefur nýlega verið afturkallað. Það er engu að síður skoðun ESA að rétt sé að ljúka mati á skilmálum lánveitinganna og fá úr því skorið hvort þeir samræmist ákvæðum EES samningsins um ríkisaðstoð. Leiði skoðun ESA í ljós að ríkisaðstoð hafi verið veitt í bága við ákvæði EES samningsins verður óskað eftir því að íslensk stjórnvöld krefji viðtakendur um endugreiðslu hennar. Sé um að ræða aðila sem tekinn hefur verið til gjaldþrotaskipta skal lýsa kröfu í þrotabú viðkomandi aðila vegna endurgreiðslu ólögmætrar ríkisaðstoðar, sé þess kostur." Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við lánveitingar til fjárfestingarbankanna Saga, VBS og Askar Capital. Þetta er staðfest með tilkynningu á vefsíðu ESA í dag. Í mars 2009 veitti ríkissjóður Íslands lán á hagstæðum kjörum til fjárfestingarbankanna þriggja og námu lánin alls um 52 milljörðum króna, en í júlí 2010 barst ESA kvörtun frá hagsmunaaðila vegna þessara lánveitinga. Tilgangur lánveitinganna var að skuldbreyta skammtíma veðlánum og verðbréfalánum frá Seðlabanka Íslands í lán til langs tíma en lán Seðlabankans voru fallin í vanskil í kjölfar efnahagshrunsins. Veðlán Seðlabankans voru veitt með veði m.a. í skuldabréfum útgefnum af viðskiptabönkunum þremur Glitni, Kaupþing og Landsbanka Íslands. Eftir fall viðskiptabankanna í október 2008 lækkaði verðmæti fyrirliggjandi trygginga verulega og reyndist fjárfestingarbönkunum ómögulegt að leggja fram nýjar tryggingar eða gera upp skuldir sínar, að því er segir í tilkynningu ESA. Ennfremur segir: „Af hálfu íslenskra stjórnvalda er því haldið fram að með skuldbreytingunni hafi verið ætlunin að verja hagsmuni íslenska ríkisins og þessar ráðstafanir hafi verið í samræmi við það sem almennur lánveitandi hefði gert í sömu stöðu. ESA hefur hins vegar efasemdir um að þeir skilmálar sem ríkissjóður samþykkti séu í samræmi við almenna markaðsskilmála. Ef svo er ekki, kann skuldbreytingin að fela í sér ólögmæta ríkisaðstoð í skilningi EES samningsins. VBS fjárfestingarbanki og Askar Capital hafa þegar verið tekin til gjaldþrotaskipta og starfsleyfi Saga fjárfestingarbanka hefur nýlega verið afturkallað. Það er engu að síður skoðun ESA að rétt sé að ljúka mati á skilmálum lánveitinganna og fá úr því skorið hvort þeir samræmist ákvæðum EES samningsins um ríkisaðstoð. Leiði skoðun ESA í ljós að ríkisaðstoð hafi verið veitt í bága við ákvæði EES samningsins verður óskað eftir því að íslensk stjórnvöld krefji viðtakendur um endugreiðslu hennar. Sé um að ræða aðila sem tekinn hefur verið til gjaldþrotaskipta skal lýsa kröfu í þrotabú viðkomandi aðila vegna endurgreiðslu ólögmætrar ríkisaðstoðar, sé þess kostur."
Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira