Lindex opnar á Íslandi 16. júní 2011 08:45 Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, hér ásamt sonum sínum Daníel Viktori og Magnúsi Val, ætla að koma með tískufatnað á hagkvæmu verði til Íslands frá Svíþjóð. Mynd/GVA „Við erum ekki þekkt fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur," segir Albert Þór Magnússon, en hann hyggst færa Íslendingum sænsku verslanakeðjuna Lindex ásamt konu sinni, Lóu Dagbjörtu Kristjánsdóttur. Verslunin verður opnuð í 450 fermetra plássi í Smáralindinni í nóvember. „Það er mikið spennufall að geta loksins sagt frá þessu en við byrjuðum að vinna í þessu í ágúst í fyrra. Þetta er því búið að taka sinn tíma en fulltrúar Lindex voru strax áhugasamir um að koma sér inn á íslenska markaðinn," segir Lóa, en þau Albert eru nýflutt til landsins frá Halmstad í Svíþjóð þar sem þau voru í námi. Lóa rak vefverslun á netinu á meðan hún bjó úti en þar verslaði hún meðal annars í Lindex fyrir kaupþyrsta Íslendinga. „Þá uppgötvaði ég hvað verslunin er vinsæl á Íslandi. Það varð í rauninni kveikjan að því að við ákváðum að hafa samband og athuga með opnun útibús hér." Lindex er ein stærsta verslanakeðja Svía, með 430 verslanir í 14 löndum, og er gjarna talin einn helsti keppinautur tískurisans Hennes & Mauritz. Verslunin býður upp á föt fyrir konur, börn og unglinga á góðu verði og verður því kærkomin viðbót við verslanaflóru landsins. „Um leið og við fengum jákvæð svör frá þeim fórum við að leita að hentugu húsnæði. Fulltrúar frá fyrirtækinu komu síðan hingað til lands í vor og þeim leist best á Smáralindina," segir Lóa, en þau hjónin eru menntaðir viðskiptafræðingar og spennt að takast á við þetta viðamikla verkefni. „Núna erum við að fara í nokkurra vikna þjálfunarbúðir hjá Lindex í Noregi til að kynnast betur hugmyndum fyrirtækisins og versla inn haustlínurnar," segir Lóa og lofar að Lindex á Íslandi verði með svipað vöruúrval og búðirnar úti. Lágt vöruverð er einn helsti kostur Lindex en mun það sama vera upp á teningnum í væntanlegri verslun á Íslandi? „Einkunnarorð fyrirtækisins er „Inspiring affordable fashion" eða að hvetja til tísku á hagkvæmu verði, svo að sjálfsögðu munum við fylgja því," segir Albert Þór en nánari upplýsingar um verslunina er hægt að nálgast á Facebook síðunni Lindex á Íslandi. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Við erum ekki þekkt fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur," segir Albert Þór Magnússon, en hann hyggst færa Íslendingum sænsku verslanakeðjuna Lindex ásamt konu sinni, Lóu Dagbjörtu Kristjánsdóttur. Verslunin verður opnuð í 450 fermetra plássi í Smáralindinni í nóvember. „Það er mikið spennufall að geta loksins sagt frá þessu en við byrjuðum að vinna í þessu í ágúst í fyrra. Þetta er því búið að taka sinn tíma en fulltrúar Lindex voru strax áhugasamir um að koma sér inn á íslenska markaðinn," segir Lóa, en þau Albert eru nýflutt til landsins frá Halmstad í Svíþjóð þar sem þau voru í námi. Lóa rak vefverslun á netinu á meðan hún bjó úti en þar verslaði hún meðal annars í Lindex fyrir kaupþyrsta Íslendinga. „Þá uppgötvaði ég hvað verslunin er vinsæl á Íslandi. Það varð í rauninni kveikjan að því að við ákváðum að hafa samband og athuga með opnun útibús hér." Lindex er ein stærsta verslanakeðja Svía, með 430 verslanir í 14 löndum, og er gjarna talin einn helsti keppinautur tískurisans Hennes & Mauritz. Verslunin býður upp á föt fyrir konur, börn og unglinga á góðu verði og verður því kærkomin viðbót við verslanaflóru landsins. „Um leið og við fengum jákvæð svör frá þeim fórum við að leita að hentugu húsnæði. Fulltrúar frá fyrirtækinu komu síðan hingað til lands í vor og þeim leist best á Smáralindina," segir Lóa, en þau hjónin eru menntaðir viðskiptafræðingar og spennt að takast á við þetta viðamikla verkefni. „Núna erum við að fara í nokkurra vikna þjálfunarbúðir hjá Lindex í Noregi til að kynnast betur hugmyndum fyrirtækisins og versla inn haustlínurnar," segir Lóa og lofar að Lindex á Íslandi verði með svipað vöruúrval og búðirnar úti. Lágt vöruverð er einn helsti kostur Lindex en mun það sama vera upp á teningnum í væntanlegri verslun á Íslandi? „Einkunnarorð fyrirtækisins er „Inspiring affordable fashion" eða að hvetja til tísku á hagkvæmu verði, svo að sjálfsögðu munum við fylgja því," segir Albert Þór en nánari upplýsingar um verslunina er hægt að nálgast á Facebook síðunni Lindex á Íslandi. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira