Bygging nýs Landspítala hagkvæm til lengri og skemmri tíma María Heimisdóttir skrifar 16. nóvember 2011 06:00 Hátt í þrír milljarðar króna sparast árlega í rekstri Landspítala ef ráðist verður í fyrirhugaðar nýbyggingar og starfsemin þar sameinuð við Hringbraut. Þetta er meginniðurstaða norska ráðgjafafyrirtækisins Hospitalitet AS en ítarleg skýrsla þess kom út í síðustu viku. Aðferðafræðin er hin sama og fyrirtækið hefur beitt við mat á öðrum svipuðum framkvæmdum á Norðurlöndum. Í skýrslunni er stuðst við spár Hagstofu Íslands um þróun mannfjölda og aldursdreifingu þjóðarinnar til ársins 2025. Einnig eru notaðar rauntölur um rekstur og starfsemi LSH árið 2010 og þær framreiknaðar út frá ofangreindum spátölum Hagstofunnar. Þannig var metið hvert nauðsynlegt umfang þjónustu LSH verður árið 2025 – hvort sem ný bygging kemur til eða ekki. Rekstrarkostnaður var einnig metinn fyrir sama tímabil, annars vegar út frá nýrri byggingu við Hringbraut en hins vegar miðað við að ekki verði af þeirri byggingu og starfsemin verði áfram í núverandi húsnæði sem þegar er orðið dýrt í rekstri og mun verða enn dýrara vegna sívaxandi þarfar á viðhaldi og endurbótum. Til að meta afköst eða framleiðni (umfang þjónustu miðað við hvert stöðugildi starfsmanns) voru norræn sjúkrahús notuð til viðmiðunar. Framleiðni var skoðuð annars vegar miðað við núverandi aðstæður og hins vegar miðað við að framleiðni aukist með nýrri byggingu eins og raunin er á norrænu samanburðarsjúkrahúsunum. Hagræðing greiðir upp byggingarkostnaðinnÞessi samanburður á rekstrarkostnaði og afköstum við mismunandi aðstæður leiddi í ljós að lækka má rekstrarkostnað Landspítala um 2,6 milljarða króna á ári með því að sameina starfsemina í nýrri byggingu við Hringbraut. Lækkunin stafar fyrst og fremst af betri nýtingu mannafla en einnig sparast flutningskostnaður og leiga. Þessi lækkun samsvarar um 7,7% af áætluðum rekstrarkostnaði LSH árið 2011. Það er í ágætu samræmi við þá lækkun á rekstrarkostnaði sem ætla má að nýbyggingar sjúkrahúsa hafi í för með sér samkvæmt erlendum sérfræðingum (heimild: Utredning av fremtidig bemanning og driftsökonomiske konsekvenser – Nytt universitetssykehus i Trondheim. Ernst&Young 26. mars 2003). En hér er ekki einungis um skammtímahagræðingu að ræða – norsku sérfræðingarnir gengu skrefinu lengra og skoðuðu nettó núvirði (net present value, NPV) slíkrar fjárfestingar til ársins 2050 að teknu tilliti til kostnaðar við nýbygginguna. Með nettó núvirði (NNV) er átt við heildarábata umfram heildarkostnað verkefnis yfir tiltekið tímabil, þar sem tekið hefur verið tillit til fjármagnskostnaðar með því að afvaxta (núvirða) vænt fjárstreymi (bæði tekjur og gjöld) á hverjum tíma. Samkvæmt skýrslunni er nettó núvirði þessarar fjárfestingar um 2,3 milljarðar króna (miðað við 3% vexti) – þ.e. þegar tekið hefur verið tillit til byggingarkostnaðar, rekstrarkostnaðar við nýtt húsnæði og hagræðingar af nýrri byggingu (lægri rekstrarkostnaður, meiri afköst). Þetta þýðir í raun að hagræðing af hinni nýju byggingu greiðir upp byggingarkostnaðinn og gott betur. Nýbygging mun hagkvæmariNettó núvirði þess að reka LSH áfram án nýbyggingar er hins vegar verulega neikvætt eða sem nemur 25 milljörðum króna. Ef gert er ráð fyrir 6% vöxtum er NNV nýbyggingar neikvætt um 11,6 milljarða króna en NNV óbreytts húsnæðis neikvætt um 18,5 milljarða króna! Þannig að jafnvel miðað við þessi óhagstæðari vaxtakjör er verulega hagkvæmara að ráðast í byggingaframkvæmdir en að reka sjúkrahúsið áfram við núverandi aðstæður. Munurinn er svo mikill að verulegar forsendubreytingar þarf til að nýbyggingin verði óhagkvæmari en óbreytt ástand. Þar sem svo mikið er í húfi hafa hinir erlendu sérfræðingar lagt mat á áhrif ýmissa óvissuþátta sem fylgja framkvæmd af þessi tagi. Gerð er góð grein fyrir þeim niðurstöðum í skýrslunni en í stuttu máli má segja að jafnvel að teknu tilliti til þessarar óvissu er hagræðingin af nýrri byggingu veruleg bæði til lengri og skemmri tíma. Nýbyggingar grundvöllur frekari hagræðingarÞað er athyglisvert að niðurstöður þessarar skýrslu eru í meginatriðum samhljóða eldra hagkvæmnimati sem tvö norsk ráðgjafafyrirtæki gerðu á nýbyggingu LSH við Hringbraut snemma árs 2009. Aðferðafræði þeirrar greiningar var gerólík þeirri nálgun sem sérfræðingar Hospitalitet notuðu. Frá því fyrri greiningin var unnin hefur LSH hagrætt verulega í sínum rekstri og aukið framleiðni sína, bæði hvað varðar mannafla og rekstrarkostnað. Það var því sannarlega þörf á því að endurmeta hagræði af nýrri byggingu eins og nú hefur verið gert. Við núverandi aðstæður er ljóst að ekki er unnt að hagræða meira eða auka framleiðni á Landspítala. Landspítali mun eiga mjög erfitt með að takast á við þau miklu verkefni sem aukin þjónustuþörf, m.a. vegna öldrunar þjóðarinnar, hefur í för með sér. Með nýrri byggingu getur sjúkrahús allra landsmanna hins vegar enn lækkað rekstrarkostnað sinn og áfram boðið góða og örugga þjónustu öllum þeim er hennar þarfnast. Hér hefur eingöngu verið fjallað um hagræna þætti varðandi nýja byggingu LSH. Auk þeirra hefur nýbyggingin augljós áhrif á aðbúnað sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks. Erfitt er að leggja hagrænt mat á þau áhrif en til eru góðar heimildir á því sviði (sjá til dæmis www.planetree.org). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Hátt í þrír milljarðar króna sparast árlega í rekstri Landspítala ef ráðist verður í fyrirhugaðar nýbyggingar og starfsemin þar sameinuð við Hringbraut. Þetta er meginniðurstaða norska ráðgjafafyrirtækisins Hospitalitet AS en ítarleg skýrsla þess kom út í síðustu viku. Aðferðafræðin er hin sama og fyrirtækið hefur beitt við mat á öðrum svipuðum framkvæmdum á Norðurlöndum. Í skýrslunni er stuðst við spár Hagstofu Íslands um þróun mannfjölda og aldursdreifingu þjóðarinnar til ársins 2025. Einnig eru notaðar rauntölur um rekstur og starfsemi LSH árið 2010 og þær framreiknaðar út frá ofangreindum spátölum Hagstofunnar. Þannig var metið hvert nauðsynlegt umfang þjónustu LSH verður árið 2025 – hvort sem ný bygging kemur til eða ekki. Rekstrarkostnaður var einnig metinn fyrir sama tímabil, annars vegar út frá nýrri byggingu við Hringbraut en hins vegar miðað við að ekki verði af þeirri byggingu og starfsemin verði áfram í núverandi húsnæði sem þegar er orðið dýrt í rekstri og mun verða enn dýrara vegna sívaxandi þarfar á viðhaldi og endurbótum. Til að meta afköst eða framleiðni (umfang þjónustu miðað við hvert stöðugildi starfsmanns) voru norræn sjúkrahús notuð til viðmiðunar. Framleiðni var skoðuð annars vegar miðað við núverandi aðstæður og hins vegar miðað við að framleiðni aukist með nýrri byggingu eins og raunin er á norrænu samanburðarsjúkrahúsunum. Hagræðing greiðir upp byggingarkostnaðinnÞessi samanburður á rekstrarkostnaði og afköstum við mismunandi aðstæður leiddi í ljós að lækka má rekstrarkostnað Landspítala um 2,6 milljarða króna á ári með því að sameina starfsemina í nýrri byggingu við Hringbraut. Lækkunin stafar fyrst og fremst af betri nýtingu mannafla en einnig sparast flutningskostnaður og leiga. Þessi lækkun samsvarar um 7,7% af áætluðum rekstrarkostnaði LSH árið 2011. Það er í ágætu samræmi við þá lækkun á rekstrarkostnaði sem ætla má að nýbyggingar sjúkrahúsa hafi í för með sér samkvæmt erlendum sérfræðingum (heimild: Utredning av fremtidig bemanning og driftsökonomiske konsekvenser – Nytt universitetssykehus i Trondheim. Ernst&Young 26. mars 2003). En hér er ekki einungis um skammtímahagræðingu að ræða – norsku sérfræðingarnir gengu skrefinu lengra og skoðuðu nettó núvirði (net present value, NPV) slíkrar fjárfestingar til ársins 2050 að teknu tilliti til kostnaðar við nýbygginguna. Með nettó núvirði (NNV) er átt við heildarábata umfram heildarkostnað verkefnis yfir tiltekið tímabil, þar sem tekið hefur verið tillit til fjármagnskostnaðar með því að afvaxta (núvirða) vænt fjárstreymi (bæði tekjur og gjöld) á hverjum tíma. Samkvæmt skýrslunni er nettó núvirði þessarar fjárfestingar um 2,3 milljarðar króna (miðað við 3% vexti) – þ.e. þegar tekið hefur verið tillit til byggingarkostnaðar, rekstrarkostnaðar við nýtt húsnæði og hagræðingar af nýrri byggingu (lægri rekstrarkostnaður, meiri afköst). Þetta þýðir í raun að hagræðing af hinni nýju byggingu greiðir upp byggingarkostnaðinn og gott betur. Nýbygging mun hagkvæmariNettó núvirði þess að reka LSH áfram án nýbyggingar er hins vegar verulega neikvætt eða sem nemur 25 milljörðum króna. Ef gert er ráð fyrir 6% vöxtum er NNV nýbyggingar neikvætt um 11,6 milljarða króna en NNV óbreytts húsnæðis neikvætt um 18,5 milljarða króna! Þannig að jafnvel miðað við þessi óhagstæðari vaxtakjör er verulega hagkvæmara að ráðast í byggingaframkvæmdir en að reka sjúkrahúsið áfram við núverandi aðstæður. Munurinn er svo mikill að verulegar forsendubreytingar þarf til að nýbyggingin verði óhagkvæmari en óbreytt ástand. Þar sem svo mikið er í húfi hafa hinir erlendu sérfræðingar lagt mat á áhrif ýmissa óvissuþátta sem fylgja framkvæmd af þessi tagi. Gerð er góð grein fyrir þeim niðurstöðum í skýrslunni en í stuttu máli má segja að jafnvel að teknu tilliti til þessarar óvissu er hagræðingin af nýrri byggingu veruleg bæði til lengri og skemmri tíma. Nýbyggingar grundvöllur frekari hagræðingarÞað er athyglisvert að niðurstöður þessarar skýrslu eru í meginatriðum samhljóða eldra hagkvæmnimati sem tvö norsk ráðgjafafyrirtæki gerðu á nýbyggingu LSH við Hringbraut snemma árs 2009. Aðferðafræði þeirrar greiningar var gerólík þeirri nálgun sem sérfræðingar Hospitalitet notuðu. Frá því fyrri greiningin var unnin hefur LSH hagrætt verulega í sínum rekstri og aukið framleiðni sína, bæði hvað varðar mannafla og rekstrarkostnað. Það var því sannarlega þörf á því að endurmeta hagræði af nýrri byggingu eins og nú hefur verið gert. Við núverandi aðstæður er ljóst að ekki er unnt að hagræða meira eða auka framleiðni á Landspítala. Landspítali mun eiga mjög erfitt með að takast á við þau miklu verkefni sem aukin þjónustuþörf, m.a. vegna öldrunar þjóðarinnar, hefur í för með sér. Með nýrri byggingu getur sjúkrahús allra landsmanna hins vegar enn lækkað rekstrarkostnað sinn og áfram boðið góða og örugga þjónustu öllum þeim er hennar þarfnast. Hér hefur eingöngu verið fjallað um hagræna þætti varðandi nýja byggingu LSH. Auk þeirra hefur nýbyggingin augljós áhrif á aðbúnað sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks. Erfitt er að leggja hagrænt mat á þau áhrif en til eru góðar heimildir á því sviði (sjá til dæmis www.planetree.org).
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun