Melódískt sýrupopp Trausti Júlíusson skrifar 16. nóvember 2011 20:00 Tónlist. Kjarr með Kjarr. Kjarr er nýtt verkefni Kjartans Ólafssonar sem gerði góða hluti sem annar aðalmaður rafpoppsveitarinnar Ampop og var hann einnig meðlimur í Leaves. Ampop var fín hljómsveit sem bjó til mjög stemningsfulla og melódíska tónlist. Á Kjarr eru sum þeirra atriða sem einkenndu Ampop enn til staðar. Það er mikið lagt upp úr útsetningunum, hljómurinn er flottur og lögin eru melódísk. Hér er hins vegar tónlistin búin að þróast frá rafpoppi Ampops yfir í ljúft sýrupopp sem sækir töluvert í tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins. Það er margt mjög vel gert á plötunni. Flutningur er góður og Kjartan er fínn söngvari. Lögin eru samt misgóð. Þau bestu, til dæmis fyrstu tvö lögin, Beðið eftir sumrinu (hægt er að hlusta á lagið hér fyrir ofan) og Lottery eru frábær. Önnur eru síðri og þrátt fyrir augljósa kosti nær platan ekki alveg að halda athygli manns stöðugri allan tímann. Á heildina litið er þetta samt ágætis plata frá hæfileikaríkum tónlistarmanni. Niðurstaða: Ljúft sýrupopp frá Kjartani úr Ampop. Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist. Kjarr með Kjarr. Kjarr er nýtt verkefni Kjartans Ólafssonar sem gerði góða hluti sem annar aðalmaður rafpoppsveitarinnar Ampop og var hann einnig meðlimur í Leaves. Ampop var fín hljómsveit sem bjó til mjög stemningsfulla og melódíska tónlist. Á Kjarr eru sum þeirra atriða sem einkenndu Ampop enn til staðar. Það er mikið lagt upp úr útsetningunum, hljómurinn er flottur og lögin eru melódísk. Hér er hins vegar tónlistin búin að þróast frá rafpoppi Ampops yfir í ljúft sýrupopp sem sækir töluvert í tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins. Það er margt mjög vel gert á plötunni. Flutningur er góður og Kjartan er fínn söngvari. Lögin eru samt misgóð. Þau bestu, til dæmis fyrstu tvö lögin, Beðið eftir sumrinu (hægt er að hlusta á lagið hér fyrir ofan) og Lottery eru frábær. Önnur eru síðri og þrátt fyrir augljósa kosti nær platan ekki alveg að halda athygli manns stöðugri allan tímann. Á heildina litið er þetta samt ágætis plata frá hæfileikaríkum tónlistarmanni. Niðurstaða: Ljúft sýrupopp frá Kjartani úr Ampop.
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira