Hundrað hraðaupphlaupsmörk á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2011 08:00 Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Valli Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað 108 hraðaupphlaupsmörk í fimm heimsmeistarakeppnum. Hann skoraði 29 slík á HM í Svíþjóð þrátt fyrir að vera nýstiginn upp úr meiðslum. Guðjón Valur varð líka fyrstur íslenskra handboltamanna til þess að skora níu mörk eða meira í sex leikjum á HM. Íslenskir handboltaáhugamenn eru flestir sannfærðir um að við eigum besta hraðaupphlaupsmann heims í Guðjóni Val Sigurðssyni og ættu 108 hraðaupphlaupsmörk í 39 leikjum á HM að vera afbragðs rökstuðningur fyrir því. Guðjón Valur braut hundrað marka múrinn á móti Þjóðverjum og endaði mótið síðan á því að skora sex hraðaupphlaupsmörk í leiknum um fimmta sætið á móti Króatíu. Guðjón Valur hefur verið kallaður vindurinn í íslenska landsliðshópnum og ekki að ástæðulausu því stór hluti 1.172 marka hans fyrir íslenska landsliðið hefur komið úr hraðaupphlaupum. Það er fyrir löngu sannað að enginn varnarmaður stenst Guðjóni Val snúning komist hann á flugið og erfið hnémeiðsli hafa ekki rænt hann hraðaupphlaups-hæfileikunum, sem betur fer.Guðjón Valur SigurðssonMynd/ValliÞað var nefnilega mikil óvissa í kringum þátttöku Guðjóns Vals á HM í Svíþjóð eftir að hann hafði verið frá vegna meiðsla stærsta hluta ársins 2010. Guðjón Valur spilaði engu að síður í 8 klukkutíma og tæpar 44 mínútur í mótinu, langmest leikmanna íslenska liðsins. Guðjón Valur komst líka vel frá sínu og var áttundi markahæsti leikmaður HM í Svíþjóð með 47 mörk í 9 leikjum, eða 5,2 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur skoraði alls 29 af 47 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum en hann skoraði sextán fleiri hraðaupphlaupsmörk en næsti maður hjá íslenska landsliðinu sem var Alexander Petersson. Guðjón Valur skoraði „bara" fjögur hraðaupphlaupsmörk í fimm leikjum á fyrsta heimsmeistaramóti sínu í Frakklandi árið 2001 en við komu Guðmundar Guðmundssonar í þjálfarastólinn fór íslenska liðið að skora mun meira úr hraðaupphlaupum, ekki síst þökk sé framlagi Guðjóns Vals. Guðjón skoraði 19 mörk í 9 leikjum á HM í Portúgal 2003 (2,1 í leik) og 18 mörk í 5 leikjum á HM í Túnis 2005 (3,6 í leik). Guðjón Valur var síðan markakóngur á HM í Þýskalandi 2007 fyrstur Íslendinga þar sem hann skoraði 66 mörk í 10 leikjum, níu mörkum meira en næsti maður sem var Tékkinn Filip Jicha. Guðjón Valur hækkaði þar hraðaupphlaupsmörkin sín í 3,8 að meðaltali í leik en alls skoraði hann 38 mörk úr hröðum upphlaupum í mótinu.Mynd/ValliGuðjón Valur kom þremur leikjum á HM í Svíþjóð inn á topp fimm yfir bestu hraðaupphlaupsleiki sína á HM en Guðjón skoraði 6 hraðaupphlaupsmörk eða meira á móti Brasilíu, Króatíu og Japan. Í efstu tveimur sætunum eru hins vegar tveir leikir á móti Áströlum þar sem Guðjón Valur skoraði samtals 19 hraðaupphlaupsmörk, tíu slík mörk á HM í Portúgal 2003 og níu á HM í Þýskalandi fjórum árum síðar. Guðjón Valur bætti enn fremur met Valdimars Grímssonar á því móti með því að eiga þrjá leiki þar sem hann skoraði 9 mörk eða fleiri. Enginn leikmaður Íslands hefur nú átt fleiri níu marka leiki í heimsmeistarakeppni; Guðjón Valur hefur skorað 9 mörk eða fleiri í sex leikjum á HM en Valdimar skoraði níu mörk í fimm leikjum, þar af þremur á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón skoraði 11 mörk í sigri á Brasilíu, 9 mörk í sigri á Japan og loks 10 mörk í lokaleiknum á móti Króatíu. Í öllum leikjunum fór hann á kostum í hraðaupphlaupunum en 63 prósent marka hans í þessum þremur leikjum komu úr hraðaupphlaupum, eða 19 af 30 mörkum. Guðjón Valur lætur vonandi ekki hér við sitja og heldur áfram að raða inn mörkum úr hraðaupphlaupum á næstu stórmótum íslenska landsliðsins enda eru hraðaupphlaupsmörkin hans lykilvopn í velgengni íslenska landsliðsins.Mynd/ValliHraðaupphlaupsmörk Guðjóns á HM HM í Frakklandi 2001 4 (36 prósent skotnýting) HM í Portúgal 2003 19 (68 prósent) HM í Túnis 2005 18 (82 prósent) HM í Þýskalandi 2007 38 (79 prósent) HM í Svíþjóð 2011 29 (81 prósent)Bestu hraðaupphlaupsleikir Guðjóns á HM Ástralía á HM 2003 10 mörk Ástralía á HM 2007 9 Brasilía á HM 2011 7 Króatía á HM 2011 6 Japan á HM 2011 6 Tékkland á HM 2005 5 Spánn á HM 2007 5 Rússland á HM 2007 5 Alsír á HM 2005 4 Úkraína á HHM 2007 4 Þýskaland á HM 2007 4 Rússland á HM 2005 4Flestir "níu+" markaleikir á HM Guðjón Valur Sigurðsson 6 Valdimar Grímsson 5 Ólafur Stefánsson 4 Patrekur Jóhannsson 3 Sigurður Valur Sveinsson 2 Kristján Arason 2 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað 108 hraðaupphlaupsmörk í fimm heimsmeistarakeppnum. Hann skoraði 29 slík á HM í Svíþjóð þrátt fyrir að vera nýstiginn upp úr meiðslum. Guðjón Valur varð líka fyrstur íslenskra handboltamanna til þess að skora níu mörk eða meira í sex leikjum á HM. Íslenskir handboltaáhugamenn eru flestir sannfærðir um að við eigum besta hraðaupphlaupsmann heims í Guðjóni Val Sigurðssyni og ættu 108 hraðaupphlaupsmörk í 39 leikjum á HM að vera afbragðs rökstuðningur fyrir því. Guðjón Valur braut hundrað marka múrinn á móti Þjóðverjum og endaði mótið síðan á því að skora sex hraðaupphlaupsmörk í leiknum um fimmta sætið á móti Króatíu. Guðjón Valur hefur verið kallaður vindurinn í íslenska landsliðshópnum og ekki að ástæðulausu því stór hluti 1.172 marka hans fyrir íslenska landsliðið hefur komið úr hraðaupphlaupum. Það er fyrir löngu sannað að enginn varnarmaður stenst Guðjóni Val snúning komist hann á flugið og erfið hnémeiðsli hafa ekki rænt hann hraðaupphlaups-hæfileikunum, sem betur fer.Guðjón Valur SigurðssonMynd/ValliÞað var nefnilega mikil óvissa í kringum þátttöku Guðjóns Vals á HM í Svíþjóð eftir að hann hafði verið frá vegna meiðsla stærsta hluta ársins 2010. Guðjón Valur spilaði engu að síður í 8 klukkutíma og tæpar 44 mínútur í mótinu, langmest leikmanna íslenska liðsins. Guðjón Valur komst líka vel frá sínu og var áttundi markahæsti leikmaður HM í Svíþjóð með 47 mörk í 9 leikjum, eða 5,2 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur skoraði alls 29 af 47 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum en hann skoraði sextán fleiri hraðaupphlaupsmörk en næsti maður hjá íslenska landsliðinu sem var Alexander Petersson. Guðjón Valur skoraði „bara" fjögur hraðaupphlaupsmörk í fimm leikjum á fyrsta heimsmeistaramóti sínu í Frakklandi árið 2001 en við komu Guðmundar Guðmundssonar í þjálfarastólinn fór íslenska liðið að skora mun meira úr hraðaupphlaupum, ekki síst þökk sé framlagi Guðjóns Vals. Guðjón skoraði 19 mörk í 9 leikjum á HM í Portúgal 2003 (2,1 í leik) og 18 mörk í 5 leikjum á HM í Túnis 2005 (3,6 í leik). Guðjón Valur var síðan markakóngur á HM í Þýskalandi 2007 fyrstur Íslendinga þar sem hann skoraði 66 mörk í 10 leikjum, níu mörkum meira en næsti maður sem var Tékkinn Filip Jicha. Guðjón Valur hækkaði þar hraðaupphlaupsmörkin sín í 3,8 að meðaltali í leik en alls skoraði hann 38 mörk úr hröðum upphlaupum í mótinu.Mynd/ValliGuðjón Valur kom þremur leikjum á HM í Svíþjóð inn á topp fimm yfir bestu hraðaupphlaupsleiki sína á HM en Guðjón skoraði 6 hraðaupphlaupsmörk eða meira á móti Brasilíu, Króatíu og Japan. Í efstu tveimur sætunum eru hins vegar tveir leikir á móti Áströlum þar sem Guðjón Valur skoraði samtals 19 hraðaupphlaupsmörk, tíu slík mörk á HM í Portúgal 2003 og níu á HM í Þýskalandi fjórum árum síðar. Guðjón Valur bætti enn fremur met Valdimars Grímssonar á því móti með því að eiga þrjá leiki þar sem hann skoraði 9 mörk eða fleiri. Enginn leikmaður Íslands hefur nú átt fleiri níu marka leiki í heimsmeistarakeppni; Guðjón Valur hefur skorað 9 mörk eða fleiri í sex leikjum á HM en Valdimar skoraði níu mörk í fimm leikjum, þar af þremur á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón skoraði 11 mörk í sigri á Brasilíu, 9 mörk í sigri á Japan og loks 10 mörk í lokaleiknum á móti Króatíu. Í öllum leikjunum fór hann á kostum í hraðaupphlaupunum en 63 prósent marka hans í þessum þremur leikjum komu úr hraðaupphlaupum, eða 19 af 30 mörkum. Guðjón Valur lætur vonandi ekki hér við sitja og heldur áfram að raða inn mörkum úr hraðaupphlaupum á næstu stórmótum íslenska landsliðsins enda eru hraðaupphlaupsmörkin hans lykilvopn í velgengni íslenska landsliðsins.Mynd/ValliHraðaupphlaupsmörk Guðjóns á HM HM í Frakklandi 2001 4 (36 prósent skotnýting) HM í Portúgal 2003 19 (68 prósent) HM í Túnis 2005 18 (82 prósent) HM í Þýskalandi 2007 38 (79 prósent) HM í Svíþjóð 2011 29 (81 prósent)Bestu hraðaupphlaupsleikir Guðjóns á HM Ástralía á HM 2003 10 mörk Ástralía á HM 2007 9 Brasilía á HM 2011 7 Króatía á HM 2011 6 Japan á HM 2011 6 Tékkland á HM 2005 5 Spánn á HM 2007 5 Rússland á HM 2007 5 Alsír á HM 2005 4 Úkraína á HHM 2007 4 Þýskaland á HM 2007 4 Rússland á HM 2005 4Flestir "níu+" markaleikir á HM Guðjón Valur Sigurðsson 6 Valdimar Grímsson 5 Ólafur Stefánsson 4 Patrekur Jóhannsson 3 Sigurður Valur Sveinsson 2 Kristján Arason 2
Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira