Smjörkreppa í Noregi, Danir hlaupa ekki undir bagga 6. desember 2011 07:20 Smjörörvænting hefur gripið um sig í Noregi. Norðmenn eru tilbúnir til að kaupa kíló af smjöri á yfir 600 krónur norskar eða á allt að 12.000 krónur. Það er sambland af aukinni neyslu á smjöri í ár og mjög strangt kvótakerfi um framleiðslu þess sem veldur alvarlegum smjörskorti í Noregi síðustu vikurnar fyrir jól. Smjörneysla Norðmanna hefur raunar verið 27% meiri í ár en hægt var að framleiða samkvæmt kvótunum. Í frétt í blaðinu BT um málið kemur fram að norska landbúnaðarráðuneytið hafi gripið til neyðarráðstafana og aflétt sektum sínum við umframframleiðslunni. Þar að auki hafi ráðuneytið lækkað tolla á innfluttu smjöri úr 25 norskum krónum á kílóið og niður í 4 krónur fram að áramótum svo að hægt sé að steikja jólaöndina í smjöri að hefðbundnum hætti eins og það er orðað í BT. Undir venjulegum kringumstæðum myndi danski landbúnaðarrisinn Arla hlaupa undir bagga með Norðmönnum. Forráðamenn Arla eru hinsvegar orðnir þreyttir á þessum skammtímalausnum Norðmanna sem skila Arla engu þannig að skilaboð Arla til Norðmanna núna eru að þeir geti stiknað í eigin feiti. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Smjörörvænting hefur gripið um sig í Noregi. Norðmenn eru tilbúnir til að kaupa kíló af smjöri á yfir 600 krónur norskar eða á allt að 12.000 krónur. Það er sambland af aukinni neyslu á smjöri í ár og mjög strangt kvótakerfi um framleiðslu þess sem veldur alvarlegum smjörskorti í Noregi síðustu vikurnar fyrir jól. Smjörneysla Norðmanna hefur raunar verið 27% meiri í ár en hægt var að framleiða samkvæmt kvótunum. Í frétt í blaðinu BT um málið kemur fram að norska landbúnaðarráðuneytið hafi gripið til neyðarráðstafana og aflétt sektum sínum við umframframleiðslunni. Þar að auki hafi ráðuneytið lækkað tolla á innfluttu smjöri úr 25 norskum krónum á kílóið og niður í 4 krónur fram að áramótum svo að hægt sé að steikja jólaöndina í smjöri að hefðbundnum hætti eins og það er orðað í BT. Undir venjulegum kringumstæðum myndi danski landbúnaðarrisinn Arla hlaupa undir bagga með Norðmönnum. Forráðamenn Arla eru hinsvegar orðnir þreyttir á þessum skammtímalausnum Norðmanna sem skila Arla engu þannig að skilaboð Arla til Norðmanna núna eru að þeir geti stiknað í eigin feiti.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira