Gríðarlega erfitt verkefni Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 6. desember 2011 08:00 Ungir kepptu gegn gömlum í strandblaki og ungir höfðu betur.fréttablaðið/pjetur Það var létt yfir íslenska kvennahandboltalandsliðinu í gær þar sem það tók óhefðbundna æfingu síðdegis á ströndinni fyrir framan liðshótelið í Santos í Brasilíu. Skokk, strandblak og smá sjóbað var á dagskrá og var ekki annað að sjá en að liðið væri búið að hrista af sér tapleikinn gegn Angóla. Næsta verkefni Íslands í A-riðli HM er risavaxið. Evrópu- og Ólympíulið Noregs er mótherjinn. Og það er ljóst að það verður gríðarlega erfiður leikur fyrir Ísland. Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, vill að lið hans leiki aftur af eðlilegri getu líkt og liðið gerði gegn Svartfjallalandi í opnunarleik HM. Ágúst þekkir norska liðið gríðarlega vel, enda er hann þjálfari félagsliðsins Levanger í norsku úrvalsdeildinni. „Noregur er líklega með besta landslið í heimi. Evrópu- og Ólympíumeistarar. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni. Markmiðið er að koma liðinu aftur í gang, ná góðum leik. Það er mikilvægt fyrir okkur sem lið að ná okkur upp aftur og sýna betri gæði en gegn Angóla. Leikmenn voru vissulega daprir og fúlir eftir tapleikinn gegn Angóla en það er búið. Við ætlum að njóta þess að vera hérna í þessari keppni og ná þeim stöðugleika sem þarf til fyrir svona stórmót,“ sagði Ágúst í gær. Hrafnhildur Skúladóttir fyrirliði Íslands tekur í sama streng og þjálfarinn. „Við þurfum að fækka mistökunum í sóknarleiknum. Ná skotum á markið í stað þess að missa boltann – en það gerðist mjög oft í síðasta leik. Styrkleiki Noregs er góður varnarleikur, markvarsla og hraðaupphlaup. Við verðum að ná að stilla upp í vörn gegn þeim sem oftast. Ef það tekst þá getur allt gerst. Norðmenn eru með mjög jafnt lið og það er styrkleiki þeirra líka. Okkar möguleikar liggja í því að ná upp frábærri vörn gegn Norðmönnum. Þeim gengur ekki alltaf vel gegn uppstilltri vörn. Það er ekki þeirra leikur. Markverðirnir þeirra eru báðir gríðarlega sterkir, Kari Grimsbo og Katrine Lunde Haraldsen. Línumaðurinn Heidi Löke er þeirra helsta vopn í sóknarleiknum. Gríðarlega sterk og við þurfum að passa vel upp á línuspil þeirra,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir. Norðmenn eru líklegir til afreka á þessu heimsmeistaramóti. Ekkert nema verðlaunasæti kemur til greina. Noregur tapaði frekar illa gegn Þjóðverjum í fyrsta leiknum en valtaði yfir Kína í fyrrakvöld. Í lið Noregs vantar tvo af reyndustu og bestu varnarmönnum liðsins. Gro Hammerseng og Tonje Larsen. Þær hafa verið hávöxnustu leikmenn liðsins í gegnum tíðina og fjarvera þeirra hefur veikt varnarleik norska liðsins svo um munar. Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Það var létt yfir íslenska kvennahandboltalandsliðinu í gær þar sem það tók óhefðbundna æfingu síðdegis á ströndinni fyrir framan liðshótelið í Santos í Brasilíu. Skokk, strandblak og smá sjóbað var á dagskrá og var ekki annað að sjá en að liðið væri búið að hrista af sér tapleikinn gegn Angóla. Næsta verkefni Íslands í A-riðli HM er risavaxið. Evrópu- og Ólympíulið Noregs er mótherjinn. Og það er ljóst að það verður gríðarlega erfiður leikur fyrir Ísland. Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, vill að lið hans leiki aftur af eðlilegri getu líkt og liðið gerði gegn Svartfjallalandi í opnunarleik HM. Ágúst þekkir norska liðið gríðarlega vel, enda er hann þjálfari félagsliðsins Levanger í norsku úrvalsdeildinni. „Noregur er líklega með besta landslið í heimi. Evrópu- og Ólympíumeistarar. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni. Markmiðið er að koma liðinu aftur í gang, ná góðum leik. Það er mikilvægt fyrir okkur sem lið að ná okkur upp aftur og sýna betri gæði en gegn Angóla. Leikmenn voru vissulega daprir og fúlir eftir tapleikinn gegn Angóla en það er búið. Við ætlum að njóta þess að vera hérna í þessari keppni og ná þeim stöðugleika sem þarf til fyrir svona stórmót,“ sagði Ágúst í gær. Hrafnhildur Skúladóttir fyrirliði Íslands tekur í sama streng og þjálfarinn. „Við þurfum að fækka mistökunum í sóknarleiknum. Ná skotum á markið í stað þess að missa boltann – en það gerðist mjög oft í síðasta leik. Styrkleiki Noregs er góður varnarleikur, markvarsla og hraðaupphlaup. Við verðum að ná að stilla upp í vörn gegn þeim sem oftast. Ef það tekst þá getur allt gerst. Norðmenn eru með mjög jafnt lið og það er styrkleiki þeirra líka. Okkar möguleikar liggja í því að ná upp frábærri vörn gegn Norðmönnum. Þeim gengur ekki alltaf vel gegn uppstilltri vörn. Það er ekki þeirra leikur. Markverðirnir þeirra eru báðir gríðarlega sterkir, Kari Grimsbo og Katrine Lunde Haraldsen. Línumaðurinn Heidi Löke er þeirra helsta vopn í sóknarleiknum. Gríðarlega sterk og við þurfum að passa vel upp á línuspil þeirra,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir. Norðmenn eru líklegir til afreka á þessu heimsmeistaramóti. Ekkert nema verðlaunasæti kemur til greina. Noregur tapaði frekar illa gegn Þjóðverjum í fyrsta leiknum en valtaði yfir Kína í fyrrakvöld. Í lið Noregs vantar tvo af reyndustu og bestu varnarmönnum liðsins. Gro Hammerseng og Tonje Larsen. Þær hafa verið hávöxnustu leikmenn liðsins í gegnum tíðina og fjarvera þeirra hefur veikt varnarleik norska liðsins svo um munar.
Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita