Gríðarlega erfitt verkefni Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 6. desember 2011 08:00 Ungir kepptu gegn gömlum í strandblaki og ungir höfðu betur.fréttablaðið/pjetur Það var létt yfir íslenska kvennahandboltalandsliðinu í gær þar sem það tók óhefðbundna æfingu síðdegis á ströndinni fyrir framan liðshótelið í Santos í Brasilíu. Skokk, strandblak og smá sjóbað var á dagskrá og var ekki annað að sjá en að liðið væri búið að hrista af sér tapleikinn gegn Angóla. Næsta verkefni Íslands í A-riðli HM er risavaxið. Evrópu- og Ólympíulið Noregs er mótherjinn. Og það er ljóst að það verður gríðarlega erfiður leikur fyrir Ísland. Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, vill að lið hans leiki aftur af eðlilegri getu líkt og liðið gerði gegn Svartfjallalandi í opnunarleik HM. Ágúst þekkir norska liðið gríðarlega vel, enda er hann þjálfari félagsliðsins Levanger í norsku úrvalsdeildinni. „Noregur er líklega með besta landslið í heimi. Evrópu- og Ólympíumeistarar. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni. Markmiðið er að koma liðinu aftur í gang, ná góðum leik. Það er mikilvægt fyrir okkur sem lið að ná okkur upp aftur og sýna betri gæði en gegn Angóla. Leikmenn voru vissulega daprir og fúlir eftir tapleikinn gegn Angóla en það er búið. Við ætlum að njóta þess að vera hérna í þessari keppni og ná þeim stöðugleika sem þarf til fyrir svona stórmót,“ sagði Ágúst í gær. Hrafnhildur Skúladóttir fyrirliði Íslands tekur í sama streng og þjálfarinn. „Við þurfum að fækka mistökunum í sóknarleiknum. Ná skotum á markið í stað þess að missa boltann – en það gerðist mjög oft í síðasta leik. Styrkleiki Noregs er góður varnarleikur, markvarsla og hraðaupphlaup. Við verðum að ná að stilla upp í vörn gegn þeim sem oftast. Ef það tekst þá getur allt gerst. Norðmenn eru með mjög jafnt lið og það er styrkleiki þeirra líka. Okkar möguleikar liggja í því að ná upp frábærri vörn gegn Norðmönnum. Þeim gengur ekki alltaf vel gegn uppstilltri vörn. Það er ekki þeirra leikur. Markverðirnir þeirra eru báðir gríðarlega sterkir, Kari Grimsbo og Katrine Lunde Haraldsen. Línumaðurinn Heidi Löke er þeirra helsta vopn í sóknarleiknum. Gríðarlega sterk og við þurfum að passa vel upp á línuspil þeirra,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir. Norðmenn eru líklegir til afreka á þessu heimsmeistaramóti. Ekkert nema verðlaunasæti kemur til greina. Noregur tapaði frekar illa gegn Þjóðverjum í fyrsta leiknum en valtaði yfir Kína í fyrrakvöld. Í lið Noregs vantar tvo af reyndustu og bestu varnarmönnum liðsins. Gro Hammerseng og Tonje Larsen. Þær hafa verið hávöxnustu leikmenn liðsins í gegnum tíðina og fjarvera þeirra hefur veikt varnarleik norska liðsins svo um munar. Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira
Það var létt yfir íslenska kvennahandboltalandsliðinu í gær þar sem það tók óhefðbundna æfingu síðdegis á ströndinni fyrir framan liðshótelið í Santos í Brasilíu. Skokk, strandblak og smá sjóbað var á dagskrá og var ekki annað að sjá en að liðið væri búið að hrista af sér tapleikinn gegn Angóla. Næsta verkefni Íslands í A-riðli HM er risavaxið. Evrópu- og Ólympíulið Noregs er mótherjinn. Og það er ljóst að það verður gríðarlega erfiður leikur fyrir Ísland. Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, vill að lið hans leiki aftur af eðlilegri getu líkt og liðið gerði gegn Svartfjallalandi í opnunarleik HM. Ágúst þekkir norska liðið gríðarlega vel, enda er hann þjálfari félagsliðsins Levanger í norsku úrvalsdeildinni. „Noregur er líklega með besta landslið í heimi. Evrópu- og Ólympíumeistarar. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni. Markmiðið er að koma liðinu aftur í gang, ná góðum leik. Það er mikilvægt fyrir okkur sem lið að ná okkur upp aftur og sýna betri gæði en gegn Angóla. Leikmenn voru vissulega daprir og fúlir eftir tapleikinn gegn Angóla en það er búið. Við ætlum að njóta þess að vera hérna í þessari keppni og ná þeim stöðugleika sem þarf til fyrir svona stórmót,“ sagði Ágúst í gær. Hrafnhildur Skúladóttir fyrirliði Íslands tekur í sama streng og þjálfarinn. „Við þurfum að fækka mistökunum í sóknarleiknum. Ná skotum á markið í stað þess að missa boltann – en það gerðist mjög oft í síðasta leik. Styrkleiki Noregs er góður varnarleikur, markvarsla og hraðaupphlaup. Við verðum að ná að stilla upp í vörn gegn þeim sem oftast. Ef það tekst þá getur allt gerst. Norðmenn eru með mjög jafnt lið og það er styrkleiki þeirra líka. Okkar möguleikar liggja í því að ná upp frábærri vörn gegn Norðmönnum. Þeim gengur ekki alltaf vel gegn uppstilltri vörn. Það er ekki þeirra leikur. Markverðirnir þeirra eru báðir gríðarlega sterkir, Kari Grimsbo og Katrine Lunde Haraldsen. Línumaðurinn Heidi Löke er þeirra helsta vopn í sóknarleiknum. Gríðarlega sterk og við þurfum að passa vel upp á línuspil þeirra,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir. Norðmenn eru líklegir til afreka á þessu heimsmeistaramóti. Ekkert nema verðlaunasæti kemur til greina. Noregur tapaði frekar illa gegn Þjóðverjum í fyrsta leiknum en valtaði yfir Kína í fyrrakvöld. Í lið Noregs vantar tvo af reyndustu og bestu varnarmönnum liðsins. Gro Hammerseng og Tonje Larsen. Þær hafa verið hávöxnustu leikmenn liðsins í gegnum tíðina og fjarvera þeirra hefur veikt varnarleik norska liðsins svo um munar.
Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira