Sóun á tíma og peningum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. desember 2011 20:00 Framkvæmdastjóri LÍÚ segir það óforsvaranlegt að ríkisstjórnin bjóði stórum atvinnurekendum þessa lands upp á frumvörp sem skaði sjávarútveginn sem atvinnugrein en meini svo ekkert með því. Með því sé bæði tíma og peningum sóað. Ummæli Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, í Kastljósinu í fyrrakvöld hafa vakið nokkra athygli. Í viðtalinu var ráðherrann spurður út í fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu en ríkisstjórnin hefur lagt fram tvö frumvörp þess efnis. Það stærra, sem ekki var afgreitt á þinginu sem lauk í vor á þessu ári, hefur valdið miklum deilum, en nær allir hagfræðingar sem litið hafa frumvarpið augum hafa sagt það skaða sjávarútveginn og draga úr hagkvæmni atvinnugreinarinnar. Meira að segja hagfræðingar Alþýðusambands Íslands eru í þeim hópi. Utanríkisráðherra sagði m.a í Kastljósinu að núverandi kerfi væri eftirsóknarvert, því ESB væri að reyna að fara að fordæmi okkar Íslendinga.ESB rennir hýru auga til íslenska kvótakerfisins „Okkar eigið kvótakerfi er nú það sem Evrópa rennir hýru auga til. Ég veit ég má ekki segja svona, en það er nú samt þannig að þeir vilja taka það upp," sagði Össur í Kastljósinu. Össur sagði einnig í viðtalinu að stærra kvótafrumvarpið sem lagt hefði verið fram sl. vor hefði verið eins og að lenda í bílslysi, svo slæmt hefði það verið. Ef nota á myndlíkingu ráðherrans er hægt að halda því fram að ríkisstjórnin hafi kannski viljandi lent í bílslysi, sem er auðvitað æði sérstakt. Vissulega er málaflokkurinn ekki á borði Össurar og málamiðlanir eru nauðsynlegar til að halda ríkisstjórninni saman, en ummælin hafa vakið athygli. Hvaða skilaboð eru þetta til atvinnurekenda í sjávarútvegi, að eyða tíma og peningum í þessa vinnu, en ríkisstjórnin segir síðan að hún hafi ekki meinað neitt með því? „Jú, auðvitað hafa menn ekkert gert en að hugsa um þetta að undanförnu og eytt í það miklum tíma og peningum. Við erum þeir sem lentu í þessu bílslysi eins og Össur lýsti því, en auðvitað vonast menn til þess að þetta sé þá liðin tíð og við getum þá farið að horfa fram á veginn," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Friðrik gagnrýnir þó þessi vinnubrögð. Hann segir að ekki sé boðlegt að bjóða upp á grundvallarbreytingar á heilli atvinnugrein af hálfum hug. „Það eru auðvitað alls ekki vinnubrögð sem nokkur ríkisstjórn getur boðið heilli atvinnugrein upp á. Það er nokkuð ljóst." thorbjorn@365.is Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Framkvæmdastjóri LÍÚ segir það óforsvaranlegt að ríkisstjórnin bjóði stórum atvinnurekendum þessa lands upp á frumvörp sem skaði sjávarútveginn sem atvinnugrein en meini svo ekkert með því. Með því sé bæði tíma og peningum sóað. Ummæli Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, í Kastljósinu í fyrrakvöld hafa vakið nokkra athygli. Í viðtalinu var ráðherrann spurður út í fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu en ríkisstjórnin hefur lagt fram tvö frumvörp þess efnis. Það stærra, sem ekki var afgreitt á þinginu sem lauk í vor á þessu ári, hefur valdið miklum deilum, en nær allir hagfræðingar sem litið hafa frumvarpið augum hafa sagt það skaða sjávarútveginn og draga úr hagkvæmni atvinnugreinarinnar. Meira að segja hagfræðingar Alþýðusambands Íslands eru í þeim hópi. Utanríkisráðherra sagði m.a í Kastljósinu að núverandi kerfi væri eftirsóknarvert, því ESB væri að reyna að fara að fordæmi okkar Íslendinga.ESB rennir hýru auga til íslenska kvótakerfisins „Okkar eigið kvótakerfi er nú það sem Evrópa rennir hýru auga til. Ég veit ég má ekki segja svona, en það er nú samt þannig að þeir vilja taka það upp," sagði Össur í Kastljósinu. Össur sagði einnig í viðtalinu að stærra kvótafrumvarpið sem lagt hefði verið fram sl. vor hefði verið eins og að lenda í bílslysi, svo slæmt hefði það verið. Ef nota á myndlíkingu ráðherrans er hægt að halda því fram að ríkisstjórnin hafi kannski viljandi lent í bílslysi, sem er auðvitað æði sérstakt. Vissulega er málaflokkurinn ekki á borði Össurar og málamiðlanir eru nauðsynlegar til að halda ríkisstjórninni saman, en ummælin hafa vakið athygli. Hvaða skilaboð eru þetta til atvinnurekenda í sjávarútvegi, að eyða tíma og peningum í þessa vinnu, en ríkisstjórnin segir síðan að hún hafi ekki meinað neitt með því? „Jú, auðvitað hafa menn ekkert gert en að hugsa um þetta að undanförnu og eytt í það miklum tíma og peningum. Við erum þeir sem lentu í þessu bílslysi eins og Össur lýsti því, en auðvitað vonast menn til þess að þetta sé þá liðin tíð og við getum þá farið að horfa fram á veginn," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Friðrik gagnrýnir þó þessi vinnubrögð. Hann segir að ekki sé boðlegt að bjóða upp á grundvallarbreytingar á heilli atvinnugrein af hálfum hug. „Það eru auðvitað alls ekki vinnubrögð sem nokkur ríkisstjórn getur boðið heilli atvinnugrein upp á. Það er nokkuð ljóst." thorbjorn@365.is
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira