Verður að binda endi á óvissuna hjá Löwen Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2011 07:00 Rhein-Neckar Löwen hefur fengið háar upphæðir frá Jesper Nielsen síðustu fjögur árin. Mynd/AG Síðustu þrjú árin hefur danski skartgripasalinn „Kasi-Jesper" Nielsen lagt meira en tíu milljónir evra í þýska handboltafélagið Rhein-Neckar Löwen. Nú virðast tengsl hans við félagið að rofna og var fjallað um fjárhagslega framtíð Löwen í þýska dagblaðinu Mannheimer Morgen í gær. Nielsen ætlaði að gera Löwen að besta handboltafélagi heims en hefur síðan þá sett meiri púður í heimafélagið sitt, AG Kaupmannahöfn. Eftir situr Löwen sem er enn án titla og er nú í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. „Ég vona að þessi mál komist fljótlega á hreint. Annars líða allir fyrir það og það væri ekki sanngjarnt," sagði framkvæmdarstjórinn Thorsten Storm í samtali við blaðið. Nielsen er þó enn með styrktarsamning við Löwen sem gildir til ársins 2015. Hvað tekur svo við er óvíst. „Ef að hlutirnir breytast verður maður bara að taka því og finna nýjar lausnir." Sjálfur neitaði Nielsen því í gær að hann væri að stíga frá borði. „Þetta er nýtt fyrir mér. Ég er enn í starfi aðalráðgjafa hjá félaginu og það mun ekki breytast á næstunni. Framkvæmdarstjórinn minn virðist vita eitthvað annað og meira. Það er athyglisvert - í hefðbundnum viðskiptum ganga hlutirnir öðruvísi fyrir sig.“ Nielsen hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa afskipti af leikmannamálum. Hann hefur sjálfur samið við leikmenn og skuldbundið sig til að standa straum af launakostnaði þeirra á samningstímanum. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari liðsins og Róbert Gunnarsson er enn á mála hjá Löwen. Guðmundur sagði í viðtalið við Fréttablaðið á dögunum að tíðinda væri að vænta af þessum málum. „Það lítur mjög vel út með framhaldið í þeim efnum. Það mun koma í ljós fljótlega en það eru ýmis jákvæð teikn hér á lofti með framtíðina og allt sem bendir til þess að hér verði hægt að halda áfram af fullum krafti. Það er heldur ekki fullljóst hvort Jesper kúpli sig alveg frá Löwen. Það veit enginn sem stendur." Fyrir nokkru síðan var gengið frá samningum við Alexander Petersson og danska landsliðsmarkvörðinn Niklas Landin. Storm segir að þeir samningar standi og að leikmennirnir komi til félagsins. Pólska skyttan Krzysztof Lijewski verður einnig áfram hjá félaginu þrátt fyrir að vera á háum launum. „Við reiknum með þeim öllum. Niklas Landin og Alexander eru báðir að leita sér að húsnæði hér á þessu svæði." Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Síðustu þrjú árin hefur danski skartgripasalinn „Kasi-Jesper" Nielsen lagt meira en tíu milljónir evra í þýska handboltafélagið Rhein-Neckar Löwen. Nú virðast tengsl hans við félagið að rofna og var fjallað um fjárhagslega framtíð Löwen í þýska dagblaðinu Mannheimer Morgen í gær. Nielsen ætlaði að gera Löwen að besta handboltafélagi heims en hefur síðan þá sett meiri púður í heimafélagið sitt, AG Kaupmannahöfn. Eftir situr Löwen sem er enn án titla og er nú í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. „Ég vona að þessi mál komist fljótlega á hreint. Annars líða allir fyrir það og það væri ekki sanngjarnt," sagði framkvæmdarstjórinn Thorsten Storm í samtali við blaðið. Nielsen er þó enn með styrktarsamning við Löwen sem gildir til ársins 2015. Hvað tekur svo við er óvíst. „Ef að hlutirnir breytast verður maður bara að taka því og finna nýjar lausnir." Sjálfur neitaði Nielsen því í gær að hann væri að stíga frá borði. „Þetta er nýtt fyrir mér. Ég er enn í starfi aðalráðgjafa hjá félaginu og það mun ekki breytast á næstunni. Framkvæmdarstjórinn minn virðist vita eitthvað annað og meira. Það er athyglisvert - í hefðbundnum viðskiptum ganga hlutirnir öðruvísi fyrir sig.“ Nielsen hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa afskipti af leikmannamálum. Hann hefur sjálfur samið við leikmenn og skuldbundið sig til að standa straum af launakostnaði þeirra á samningstímanum. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari liðsins og Róbert Gunnarsson er enn á mála hjá Löwen. Guðmundur sagði í viðtalið við Fréttablaðið á dögunum að tíðinda væri að vænta af þessum málum. „Það lítur mjög vel út með framhaldið í þeim efnum. Það mun koma í ljós fljótlega en það eru ýmis jákvæð teikn hér á lofti með framtíðina og allt sem bendir til þess að hér verði hægt að halda áfram af fullum krafti. Það er heldur ekki fullljóst hvort Jesper kúpli sig alveg frá Löwen. Það veit enginn sem stendur." Fyrir nokkru síðan var gengið frá samningum við Alexander Petersson og danska landsliðsmarkvörðinn Niklas Landin. Storm segir að þeir samningar standi og að leikmennirnir komi til félagsins. Pólska skyttan Krzysztof Lijewski verður einnig áfram hjá félaginu þrátt fyrir að vera á háum launum. „Við reiknum með þeim öllum. Niklas Landin og Alexander eru báðir að leita sér að húsnæði hér á þessu svæði."
Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira