Viðskipti FSÍ með Vestia og Icelandair 29. desember 2011 05:00 Finnbogi Jónsson Framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Framtakssjóður Íslands (FSÍ), sem er í eigu Landsbankans, flestra lífeyrissjóða landsins og Vátryggingafélags Íslands, hefur verið stórtækasti fjárfestir landsins eftir bankahrun. Dómnefnd Markaðarins taldi kaup hans á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum, og viðskipti hans með bréf í Icelandair, vera næstbestu viðskipti ársins. FSÍ keypti Vestia reyndar í ágúst 2010 en sjóðurinn og Samkeppniseftirlitið náðu ekki samkomulagi um skilyrði fyrir kaupunum fyrr en um miðjan janúar 2011. Sjóðurinn greiddi 15,5 milljarða króna fyrir, auk þess sem Landsbankinn keypti 27,5% hlut í FSÍ við sama tækifæri. Bankinn tryggði sér þar með hluta í framtíðararðsemi fyrirtækjanna sem áður tilheyrðu Vestia. Með kaupunum á Vestia eignaðist FSÍ 81% hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Icelandic Group, 79% hlut í Vodafone, 79% hlut í upplýsingatæknirisanum Skýrr og allt hlutafé í Húsasmiðjunni og Plastprenti. Flestar eignirnar höfðu farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og voru vel rekstrarhæf. FSÍ seldi síðan starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og Asíu til kanadíska sjávarútvegsfyrirtækisins High Liner Foods á 26,9 milljarða króna í nóvember. Sjóður hefur auk þess selt Húsasmiðjuna til danska fyrirtækisins Bygma og stefnir að því að skrá Skýrr og Icelandic Group á markað á næstu árum. FSÍ eignaðist 30% hlut í Icelandair í tveimur útboðum á árinu 2010. Sjóðurinn greiddi 2,5 krónur á hlut í þeim útboðum og því fjárfesti hann samtals fyrir um 3,6 milljarða króna í Icelandair á þeim tíma. Í byrjun nóvember tilkynnti sjóðurinn að hann hefði selt 10% af eignarhlut sínum á 2,7 milljarða króna, á genginu 5,42. Bréfin höfðu þá ávaxtast um 120% frá því að þau voru keypt í júní og desember 2010. Kaupendurnir voru reyndar að mestu þeir sömu og eiga FSÍ en andvirði sölunnar rann beint til eigenda FSÍ í samræmi við skilmála sjóðsins, sem gera ráð fyrir því að allir eigendurnir fái strax greitt við sölu í samræmi við eignarhlut sinn. Það þýddi að Landsbankinn, stærsti eigandi FSÍ, sem keypti ekki hlut, fékk um 745 milljónir króna greiddar vegna sölunnar. Fréttir Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Framtakssjóður Íslands (FSÍ), sem er í eigu Landsbankans, flestra lífeyrissjóða landsins og Vátryggingafélags Íslands, hefur verið stórtækasti fjárfestir landsins eftir bankahrun. Dómnefnd Markaðarins taldi kaup hans á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum, og viðskipti hans með bréf í Icelandair, vera næstbestu viðskipti ársins. FSÍ keypti Vestia reyndar í ágúst 2010 en sjóðurinn og Samkeppniseftirlitið náðu ekki samkomulagi um skilyrði fyrir kaupunum fyrr en um miðjan janúar 2011. Sjóðurinn greiddi 15,5 milljarða króna fyrir, auk þess sem Landsbankinn keypti 27,5% hlut í FSÍ við sama tækifæri. Bankinn tryggði sér þar með hluta í framtíðararðsemi fyrirtækjanna sem áður tilheyrðu Vestia. Með kaupunum á Vestia eignaðist FSÍ 81% hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Icelandic Group, 79% hlut í Vodafone, 79% hlut í upplýsingatæknirisanum Skýrr og allt hlutafé í Húsasmiðjunni og Plastprenti. Flestar eignirnar höfðu farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og voru vel rekstrarhæf. FSÍ seldi síðan starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og Asíu til kanadíska sjávarútvegsfyrirtækisins High Liner Foods á 26,9 milljarða króna í nóvember. Sjóður hefur auk þess selt Húsasmiðjuna til danska fyrirtækisins Bygma og stefnir að því að skrá Skýrr og Icelandic Group á markað á næstu árum. FSÍ eignaðist 30% hlut í Icelandair í tveimur útboðum á árinu 2010. Sjóðurinn greiddi 2,5 krónur á hlut í þeim útboðum og því fjárfesti hann samtals fyrir um 3,6 milljarða króna í Icelandair á þeim tíma. Í byrjun nóvember tilkynnti sjóðurinn að hann hefði selt 10% af eignarhlut sínum á 2,7 milljarða króna, á genginu 5,42. Bréfin höfðu þá ávaxtast um 120% frá því að þau voru keypt í júní og desember 2010. Kaupendurnir voru reyndar að mestu þeir sömu og eiga FSÍ en andvirði sölunnar rann beint til eigenda FSÍ í samræmi við skilmála sjóðsins, sem gera ráð fyrir því að allir eigendurnir fái strax greitt við sölu í samræmi við eignarhlut sinn. Það þýddi að Landsbankinn, stærsti eigandi FSÍ, sem keypti ekki hlut, fékk um 745 milljónir króna greiddar vegna sölunnar.
Fréttir Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira