HM 2011: Stórkostlegur árangur þrátt fyrir allt Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 12. desember 2011 07:00 Karen Knútsdóttir er hér nýbúin að skora mark fyrir Ísland gegn Rússlandi í gær. Ágúst Þór Jóhannsson í bakgrunni hvetur sína leikmenn áfram og aðrir á varamannabekknum fagna innilega. Mynd/Pjetur Stelpurnar okkar, íslenska landsliðið í handbolta kvenna, lauk keppni á heimsmeistaramótinu í gær með því að tapa 30-19 gegn ríkjandi heimsmeistaraliði Rússlands. Ísland náði samt sem áður frábærum árangri á þessu fyrsta heimsmeistaramóti kvennalandsliðsins, 12. sæti og 60% vinninghlutfall í riðlakeppninni. Upphafskafli Íslands gegn Rússunum í gær var stórkostlegur, Ísland komst í 4-2 og sjálfstraustið geislaði af liðinu. Evgeny Trevilov, þjálfari Rússa, fór á kostum á hliðarlínunni og öskraði á alla í kringum sig látlaust allan fyrri hálfleikinn. Ísland fór í taugarnar á honum og hann leyndi ekki vonbrigðum sínum. Rússland komst ekki yfir fyrr en í stöðunni 7-6 og það munaði aðeins þremur mörkum í hálfleik. Of mörg mistök„Mér fannst við geta gert góða hluti gegn þessu liði miðað við byrjunina,“ sagði Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi Íslands, en hún skoraði 4 mörk í leiknum. „Það var ekkert öðruvísi að spila við þetta lið en Svartfjallaland, Noreg eða Þýskaland. Það vantaði bara aðeins meiri yfirvegun í leik okkar og fækka mistökunum, þá hefði allt getað gerst,“ bætti Karen við. Staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Rússa og en Ísland náði að minnka muninn í 2 mörk þegar 11 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, 18-16. Þá skildu leiðir og Rússar skoruðu 5 mörk í röð og lokakaflinn var ekkert sérstakur hjá Íslandi. Í stöðunni 23-16 skoruðu Rússar aftur 5 mörk í röð og úrslitin ráðin. Lokatölur 30-19. Heilluðu alla upp úr skónumÍslensku landsliðsstelpurnar og þeir sem starfa í kringum þetta lið eiga hins vegar að bera höfuðið hátt þrátt fyrir þessa niðurstöðu. Liðið kom gríðarlega á óvart í þessari keppni og heillaði alla sem fylgdust með upp úr skónum. Ágúst Jóhannsson þjálfari og Gústaf Adolf Björnsson, aðstoðarmaður hans, hafa gert frábæra hluti að undanförnu. Liðið er nánast með 50% vinningshlutfall frá því að þeir tóku við liðinu sem er stórbæting miðað við undanfarin ár. Liðið er ungt, nánast eins og U21 árs lið. Kjarninn í liðinu er rétt að skríða yfir tvítugt og framtíðin er því björt. Reynslan sem þetta lið fékk á þessu móti mun aðeins styrkja það til enn stærri afreka. Það hefur nánast gleymst að einn besti leikmaður liðsins í vörn og sókn, Rakel Dögg Bragadóttir, lék ekki með á þessu móti vegna alvarlegra hnémeiðsla og maður spyr sig hvað hefði getað gerst ef Rakel hefði ekki lent í þessu áfalli. Jötnar í vörninniStella Sigurðardóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir báru varnarleik liðsins á herðum sér allt mótið. Arna Sif Pálsdóttir og Harpa Eyjólfsdóttir leystu einnig varnarhlutverkin með sóma og Arna lék vel gegn Rússum þegar hún brá sér í sóknina. Guðný Jenný Ásmundsdóttir lék vel í markinu á sínu fyrsta stórmóti og varamarkvörðurinn Sunneva Einarsdóttir átti fínar rispur á þessu móti. Jenný var í raun sá leikmaður sem kom hvað mest á óvart enda var hún ekki í EM hópnum fyrir ári. Kröftug í horninuÞórey Rósa Stefánsdóttir eignaði sér stöðuna í hægra horninu með flottu framlagi. Öflugur leikmaður sem nýtir færin sín vel. Hanna G. Stefánsdóttir, einn reynslumesti leikmaður liðsins, varð að sætta sig við að vera í aukahlutverki í þessari stöðu. Dagný Skúladóttir átti jöfnustu leikina í íslenska liðinu. Skilar alltaf sínu og er örugg eins og íslenskt ríkisskuldabréf – eða kannski aðeins öruggari en það. Ásta Birna Gunnarsdóttir fékk ekki margar mínútur í vinstra horninu þar sem Dagný blómstraði, en Ásta skilaði sínu. Efldist við mótlætiðRut Jónsdóttir náði að hrista af sér erfiða byrjun á mótinu og efldist við mótlætið, og Birna Berg Haraldsdóttir fékk dýrmæta reynslu. Hún er aðeins 18 ára og þarf líklega að fara að gera það upp við sig hvort hún ætli að leggja handboltann alveg fyrir sig. En Birna er einnig á meðal bestu fótboltamarkvarða Íslands. Ragnhildur Guðmundsdóttir leysti sitt hlutverk með prýði þrátt fyrir að hafa ekki leikið mikið á þessu móti. Þorgerður Anna Atladóttir fékk líka eldskírn sína á HM og hún getur bara orðið betri. Ótrúlegur kraftur í fyrirliðanumEkki má gleyma 34 ára gamla fyrirliðanum, Hrafnhildi Skúladóttur. Hún gaf sig alla í þessa leiki, þrátt fyrir ýmis smávægileg meiðsli, og krafturinn sem býr í þessari konu getur ekki annað en virkað vel á alla sem eru í sama liði og hún. Stelpurnar okkar hafa lokið keppni en ég segi bara eins og flestir Íslendingar: Takk fyrir mig. Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Stelpurnar okkar, íslenska landsliðið í handbolta kvenna, lauk keppni á heimsmeistaramótinu í gær með því að tapa 30-19 gegn ríkjandi heimsmeistaraliði Rússlands. Ísland náði samt sem áður frábærum árangri á þessu fyrsta heimsmeistaramóti kvennalandsliðsins, 12. sæti og 60% vinninghlutfall í riðlakeppninni. Upphafskafli Íslands gegn Rússunum í gær var stórkostlegur, Ísland komst í 4-2 og sjálfstraustið geislaði af liðinu. Evgeny Trevilov, þjálfari Rússa, fór á kostum á hliðarlínunni og öskraði á alla í kringum sig látlaust allan fyrri hálfleikinn. Ísland fór í taugarnar á honum og hann leyndi ekki vonbrigðum sínum. Rússland komst ekki yfir fyrr en í stöðunni 7-6 og það munaði aðeins þremur mörkum í hálfleik. Of mörg mistök„Mér fannst við geta gert góða hluti gegn þessu liði miðað við byrjunina,“ sagði Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi Íslands, en hún skoraði 4 mörk í leiknum. „Það var ekkert öðruvísi að spila við þetta lið en Svartfjallaland, Noreg eða Þýskaland. Það vantaði bara aðeins meiri yfirvegun í leik okkar og fækka mistökunum, þá hefði allt getað gerst,“ bætti Karen við. Staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Rússa og en Ísland náði að minnka muninn í 2 mörk þegar 11 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, 18-16. Þá skildu leiðir og Rússar skoruðu 5 mörk í röð og lokakaflinn var ekkert sérstakur hjá Íslandi. Í stöðunni 23-16 skoruðu Rússar aftur 5 mörk í röð og úrslitin ráðin. Lokatölur 30-19. Heilluðu alla upp úr skónumÍslensku landsliðsstelpurnar og þeir sem starfa í kringum þetta lið eiga hins vegar að bera höfuðið hátt þrátt fyrir þessa niðurstöðu. Liðið kom gríðarlega á óvart í þessari keppni og heillaði alla sem fylgdust með upp úr skónum. Ágúst Jóhannsson þjálfari og Gústaf Adolf Björnsson, aðstoðarmaður hans, hafa gert frábæra hluti að undanförnu. Liðið er nánast með 50% vinningshlutfall frá því að þeir tóku við liðinu sem er stórbæting miðað við undanfarin ár. Liðið er ungt, nánast eins og U21 árs lið. Kjarninn í liðinu er rétt að skríða yfir tvítugt og framtíðin er því björt. Reynslan sem þetta lið fékk á þessu móti mun aðeins styrkja það til enn stærri afreka. Það hefur nánast gleymst að einn besti leikmaður liðsins í vörn og sókn, Rakel Dögg Bragadóttir, lék ekki með á þessu móti vegna alvarlegra hnémeiðsla og maður spyr sig hvað hefði getað gerst ef Rakel hefði ekki lent í þessu áfalli. Jötnar í vörninniStella Sigurðardóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir báru varnarleik liðsins á herðum sér allt mótið. Arna Sif Pálsdóttir og Harpa Eyjólfsdóttir leystu einnig varnarhlutverkin með sóma og Arna lék vel gegn Rússum þegar hún brá sér í sóknina. Guðný Jenný Ásmundsdóttir lék vel í markinu á sínu fyrsta stórmóti og varamarkvörðurinn Sunneva Einarsdóttir átti fínar rispur á þessu móti. Jenný var í raun sá leikmaður sem kom hvað mest á óvart enda var hún ekki í EM hópnum fyrir ári. Kröftug í horninuÞórey Rósa Stefánsdóttir eignaði sér stöðuna í hægra horninu með flottu framlagi. Öflugur leikmaður sem nýtir færin sín vel. Hanna G. Stefánsdóttir, einn reynslumesti leikmaður liðsins, varð að sætta sig við að vera í aukahlutverki í þessari stöðu. Dagný Skúladóttir átti jöfnustu leikina í íslenska liðinu. Skilar alltaf sínu og er örugg eins og íslenskt ríkisskuldabréf – eða kannski aðeins öruggari en það. Ásta Birna Gunnarsdóttir fékk ekki margar mínútur í vinstra horninu þar sem Dagný blómstraði, en Ásta skilaði sínu. Efldist við mótlætiðRut Jónsdóttir náði að hrista af sér erfiða byrjun á mótinu og efldist við mótlætið, og Birna Berg Haraldsdóttir fékk dýrmæta reynslu. Hún er aðeins 18 ára og þarf líklega að fara að gera það upp við sig hvort hún ætli að leggja handboltann alveg fyrir sig. En Birna er einnig á meðal bestu fótboltamarkvarða Íslands. Ragnhildur Guðmundsdóttir leysti sitt hlutverk með prýði þrátt fyrir að hafa ekki leikið mikið á þessu móti. Þorgerður Anna Atladóttir fékk líka eldskírn sína á HM og hún getur bara orðið betri. Ótrúlegur kraftur í fyrirliðanumEkki má gleyma 34 ára gamla fyrirliðanum, Hrafnhildi Skúladóttur. Hún gaf sig alla í þessa leiki, þrátt fyrir ýmis smávægileg meiðsli, og krafturinn sem býr í þessari konu getur ekki annað en virkað vel á alla sem eru í sama liði og hún. Stelpurnar okkar hafa lokið keppni en ég segi bara eins og flestir Íslendingar: Takk fyrir mig.
Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira