Vantraust á flokksforystuna Ólafur Þ. Stephensen skrifar 31. ágúst 2011 06:00 Samþykkt flokksráðs Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til að fara yfir aðdraganda þess að Ísland studdi hernaðar-aðgerðir Atlantshafsbandalagsins í Líbíu er veruleg tíðindi. Hún er ekki fyrst og fremst til marks um ágreining á milli stjórnarflokkanna eins og haldið hefur verið fram. Það hefur legið fyrir frá upphafi þessa stjórnarsamstarfs að VG og Samfylkingin hafa ólíkar skoðanir á veru Íslands í NATO og á hernaðaraðgerðum, sem miða að því að hindra sturlaða einræðisherra í að drepa eigin þegna, eins og átti til dæmis við um aðgerðir NATO í Kosovo. Sömuleiðis liggur fyrir, eins og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra rakti hér í blaðinu í gær og forystumenn VG gera sjálfir í Fréttablaðinu í dag, að allt hið stjórnskipulega ferli sem leiddi til þess að fastafulltrúi Íslands hjá NATO studdi aðgerðir bandalagsins í Líbíu var uppi á borðinu. Þar þarf ekki að rannsaka neitt. Það eina, sem er kannski ekki alveg skýrt í málinu, er framganga ráðherra VG og Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar. Í upphafi ályktuðu þeir sem fylgdust með ákvörðunum íslenzkra stjórnvalda að þetta fólk styddi aðgerðir gegn Gaddafí einræðisherra, vegna þess að bæði ríkisstjórnin og formaður utanríkismálanefndar höfðu lýst yfir stuðningi við ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 1973. Orðalag ályktunarinnar fól klárlega í sér að hervaldi yrði beitt gegn Gaddafí. Stuðninginn við ályktunina töldu því margir stefnubreytingu af hálfu VG. Eftir að fulltrúi Íslands hjá NATO hafði tekið þátt í ákvörðunum um aðgerðir NATO, hrökk VG aftur í gamla farið. Andstaða við loftárásir var ítrekuð – eftir á, þrátt fyrir að bæði ráðherrar og formaður utanríkismálanefndar hefðu mátt vita að unnið var að undirbúningi ákvörðunarinnar á vettvangi NATO. Nú reyna forystumenn VG að skjóta sér á bak við það að meirihluti á þingi hafi verið fyrir ákvörðun utanríkisráðherrans. En gátu þeir, sem ráðherrar í ríkisstjórninni og áhrifamenn á þingi, ekki reynt að koma í veg fyrir að NATO tæki ákvörðun um „árásarstríð“, til dæmis með því að hóta stjórnarslitum ef Ísland beitti ekki neitunarvaldi gegn ákvörðuninni? Þetta vilja flokksráðsmenn í VG vafalaust fá að vita. Ályktunin er fyrst og fremst yfirlýsing um vantraust á þeirra eigin forystu. Hægt er að rifja upp ýmis dæmi úr sögu forvera VG, Alþýðubandalagsins, um að djúpstæður ágreiningur um utanríkismál var ekki látinn hindra stjórnarþátttöku flokksins. Að ályktunin um rannsókn á gjörðum forystumanna flokksins skyldi hafa verið samþykkt í flokksráði VG mótatkvæðalaust er til merkis um að þeim vaxi ásmegin í flokknum, sem vilja fremur standa fast á prinsippunum og láta sverfa til stáls þegar ágreiningur er um afstöðu til öryggis-, varnar- og alþjóðamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Samþykkt flokksráðs Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til að fara yfir aðdraganda þess að Ísland studdi hernaðar-aðgerðir Atlantshafsbandalagsins í Líbíu er veruleg tíðindi. Hún er ekki fyrst og fremst til marks um ágreining á milli stjórnarflokkanna eins og haldið hefur verið fram. Það hefur legið fyrir frá upphafi þessa stjórnarsamstarfs að VG og Samfylkingin hafa ólíkar skoðanir á veru Íslands í NATO og á hernaðaraðgerðum, sem miða að því að hindra sturlaða einræðisherra í að drepa eigin þegna, eins og átti til dæmis við um aðgerðir NATO í Kosovo. Sömuleiðis liggur fyrir, eins og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra rakti hér í blaðinu í gær og forystumenn VG gera sjálfir í Fréttablaðinu í dag, að allt hið stjórnskipulega ferli sem leiddi til þess að fastafulltrúi Íslands hjá NATO studdi aðgerðir bandalagsins í Líbíu var uppi á borðinu. Þar þarf ekki að rannsaka neitt. Það eina, sem er kannski ekki alveg skýrt í málinu, er framganga ráðherra VG og Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar. Í upphafi ályktuðu þeir sem fylgdust með ákvörðunum íslenzkra stjórnvalda að þetta fólk styddi aðgerðir gegn Gaddafí einræðisherra, vegna þess að bæði ríkisstjórnin og formaður utanríkismálanefndar höfðu lýst yfir stuðningi við ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 1973. Orðalag ályktunarinnar fól klárlega í sér að hervaldi yrði beitt gegn Gaddafí. Stuðninginn við ályktunina töldu því margir stefnubreytingu af hálfu VG. Eftir að fulltrúi Íslands hjá NATO hafði tekið þátt í ákvörðunum um aðgerðir NATO, hrökk VG aftur í gamla farið. Andstaða við loftárásir var ítrekuð – eftir á, þrátt fyrir að bæði ráðherrar og formaður utanríkismálanefndar hefðu mátt vita að unnið var að undirbúningi ákvörðunarinnar á vettvangi NATO. Nú reyna forystumenn VG að skjóta sér á bak við það að meirihluti á þingi hafi verið fyrir ákvörðun utanríkisráðherrans. En gátu þeir, sem ráðherrar í ríkisstjórninni og áhrifamenn á þingi, ekki reynt að koma í veg fyrir að NATO tæki ákvörðun um „árásarstríð“, til dæmis með því að hóta stjórnarslitum ef Ísland beitti ekki neitunarvaldi gegn ákvörðuninni? Þetta vilja flokksráðsmenn í VG vafalaust fá að vita. Ályktunin er fyrst og fremst yfirlýsing um vantraust á þeirra eigin forystu. Hægt er að rifja upp ýmis dæmi úr sögu forvera VG, Alþýðubandalagsins, um að djúpstæður ágreiningur um utanríkismál var ekki látinn hindra stjórnarþátttöku flokksins. Að ályktunin um rannsókn á gjörðum forystumanna flokksins skyldi hafa verið samþykkt í flokksráði VG mótatkvæðalaust er til merkis um að þeim vaxi ásmegin í flokknum, sem vilja fremur standa fast á prinsippunum og láta sverfa til stáls þegar ágreiningur er um afstöðu til öryggis-, varnar- og alþjóðamála.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun