Pistillinn: Liðsfélaginn Hlynur Bæringsson skrifar 26. nóvember 2011 06:00 Hlynur Bæringsson með félögum sínum í Sundsvall. Mynd/Valli Körfuboltamenn eru reglulega reknir úr starfi. Ástæðan er yfirleitt sú að þeir eru ekki nógu góðir í körfubolta. Aðrar ástæður geta legið að baki, meiðsli, ekki rétt týpa af leikmanni o.s.frv. Svo er önnur ástæða sem er ekki óalgeng, að leikmaðurinn er svo mikill fáviti að það er lífsins ómögulegt að eyða miklum tíma með honum. Þó að hann sé góður hefur hann það slæm áhrif á aðra að betra er að fá jafnvel verri leikmann í hans stað, missirinn er bættur upp með meiri lífsgleði og hamingju hjá liðsfélögunum. Betri liðsheild er það sem verið er að sækjast eftir. Ábending til leikmanna framtíðarinnar er sú að ef þeir eru reknir þrátt fyrir að skora vel yfir 30 stig í leik er kominn tími til að líta í eigin barm. Allir liðsíþróttamenn þekkja mikilvægi góðrar liðsheildar, hún skiptir öllu máli. Liðsheildin er ekki bara hvernig liðið nær saman inni á vellinum í leik, heldur líka á æfingum og bara almennt. Íþróttin er stór partur af lífi leikmanna, þeir eyða miklum tíma saman og því æskilegt að þeim komi vel saman, það verða ekki allir vinir fyrir lífstíð en menn verða að þola návist hvers annars. Það er einfaldlega þannig að það er erfitt að samgleðjast fólki sem þér líkar ekki við, það breytist ekkert þó þú sért í íþróttum. Það verður kvöð að spila með svona mönnum, í raun sama hvernig gengur þó það sé auðveldara að umbera það ef vel gengur. Á hinn bóginn er meirihlutinn sem er góðir gaurar, mennirnir sem í raun mynda liðsheildina, með þeim fer maður í gegnum súrt og sætt. Vonar innilega að þeim gangi vel, bæði þeirra vegna og liðsins. Ég hef spilað með nokkrum skrautlegum, m.a. með manni sem lét það vera sitt fyrsta verk í paranojukasti að króa liðsfélaga sinn af úti í horni og spyrja af hverju hann hataði hann. Þeir höfðu aldrei talast við áður. Annar hótaði að berja liðsfélaga sinn því hann grunaði að hann hefði klárað hnetusmjörið sitt. Annar spilaði með rör í munninum og neitaði að skjóta á körfuna til að sýna hversu litlu málið liðið skipti hann. Enn annar svaf yfir sig þegar fyrsta æfingin var og þegar hann mætti loksins sakaði hann félaga sína um að reyna að slíta í honum krossband með of harðri vörn. Örlítil geðveiki myndi einhver segja. Ég hef í langflestum tilfellum verið mjög heppinn með liðsfélaga. Þegar ég hugsa til baka eru þau sambönd sem myndast við fólk í gegnum íþróttina meira virði en titlar og einstaklingsverðlaun. Ég geri mér betur grein fyrir því þegar ég eldist. Ég er viss um að gamlir leikmenn sem hugsa til baka séu mér sammála um það. Þó að titlarnir og verðlaunin ylji að sjálfsögðu líka stendur samveran upp úr. Pistillinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Körfuboltamenn eru reglulega reknir úr starfi. Ástæðan er yfirleitt sú að þeir eru ekki nógu góðir í körfubolta. Aðrar ástæður geta legið að baki, meiðsli, ekki rétt týpa af leikmanni o.s.frv. Svo er önnur ástæða sem er ekki óalgeng, að leikmaðurinn er svo mikill fáviti að það er lífsins ómögulegt að eyða miklum tíma með honum. Þó að hann sé góður hefur hann það slæm áhrif á aðra að betra er að fá jafnvel verri leikmann í hans stað, missirinn er bættur upp með meiri lífsgleði og hamingju hjá liðsfélögunum. Betri liðsheild er það sem verið er að sækjast eftir. Ábending til leikmanna framtíðarinnar er sú að ef þeir eru reknir þrátt fyrir að skora vel yfir 30 stig í leik er kominn tími til að líta í eigin barm. Allir liðsíþróttamenn þekkja mikilvægi góðrar liðsheildar, hún skiptir öllu máli. Liðsheildin er ekki bara hvernig liðið nær saman inni á vellinum í leik, heldur líka á æfingum og bara almennt. Íþróttin er stór partur af lífi leikmanna, þeir eyða miklum tíma saman og því æskilegt að þeim komi vel saman, það verða ekki allir vinir fyrir lífstíð en menn verða að þola návist hvers annars. Það er einfaldlega þannig að það er erfitt að samgleðjast fólki sem þér líkar ekki við, það breytist ekkert þó þú sért í íþróttum. Það verður kvöð að spila með svona mönnum, í raun sama hvernig gengur þó það sé auðveldara að umbera það ef vel gengur. Á hinn bóginn er meirihlutinn sem er góðir gaurar, mennirnir sem í raun mynda liðsheildina, með þeim fer maður í gegnum súrt og sætt. Vonar innilega að þeim gangi vel, bæði þeirra vegna og liðsins. Ég hef spilað með nokkrum skrautlegum, m.a. með manni sem lét það vera sitt fyrsta verk í paranojukasti að króa liðsfélaga sinn af úti í horni og spyrja af hverju hann hataði hann. Þeir höfðu aldrei talast við áður. Annar hótaði að berja liðsfélaga sinn því hann grunaði að hann hefði klárað hnetusmjörið sitt. Annar spilaði með rör í munninum og neitaði að skjóta á körfuna til að sýna hversu litlu málið liðið skipti hann. Enn annar svaf yfir sig þegar fyrsta æfingin var og þegar hann mætti loksins sakaði hann félaga sína um að reyna að slíta í honum krossband með of harðri vörn. Örlítil geðveiki myndi einhver segja. Ég hef í langflestum tilfellum verið mjög heppinn með liðsfélaga. Þegar ég hugsa til baka eru þau sambönd sem myndast við fólk í gegnum íþróttina meira virði en titlar og einstaklingsverðlaun. Ég geri mér betur grein fyrir því þegar ég eldist. Ég er viss um að gamlir leikmenn sem hugsa til baka séu mér sammála um það. Þó að titlarnir og verðlaunin ylji að sjálfsögðu líka stendur samveran upp úr.
Pistillinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira