Innlent

Gígjökulslón er þornað upp

Frá 2007 Á þessari fjögurra ára gömlu mynd má sjá lónið neðan Gígjökuls, sem nú er nær alveg horfið vegna framburðar.
Frá 2007 Á þessari fjögurra ára gömlu mynd má sjá lónið neðan Gígjökuls, sem nú er nær alveg horfið vegna framburðar.
Hálft annað ár er nú frá gosinu í Eyjafjallajökli sem lamaði samgöngur um heim allan. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari brá sér upp að Gígjökli, þaðan sem mestu hlaupin urðu í fyrra.

Mikil hlaup urðu úr Gígjökli og niður Markarfljót samfara gosinu í Eyjafallajökli í apríl 2010. Rýma þurfti sveitir undir Eyjafjöllum í skyndi svo ekki færi illa.

Fyrir nokkrum árum var mikið lón undir Gígjökli, norðan Eyjafjallajökuls. Mælingar frá því um síðustu aldamót sýndu að lónið var þá yfir tíu metrar að dýpt. Hér niðri til hliðar má sjá mynd af lóninu eins og það leit út árið 2007.

Nú er lónið hins vegar nær algjörlega horfið vegna framburðar gosefna og jarðvegs úr skriðjöklinum og hlíðunum í kring. Myndin til hliðar sýnir stöðuna í dag. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×