Viðskipti innlent

Verðið hækkaði um 100 prósent

rýnt í álið Útflutningur hjá Fjarðaáli dróst lítillega saman í fyrra miðað við árið á undan.
rýnt í álið Útflutningur hjá Fjarðaáli dróst lítillega saman í fyrra miðað við árið á undan.
Útflutningur á áli Alcoa í Reyðarfirði dróst saman um þrjú þúsund tonn í fyrra frá árinu 2009. Á sama tíma jókst verðmæti útflutningsins.

Fyrirtækið flutti út í fyrra 346 þúsund tonn af áli fyrir tæpa 790 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði í kringum níutíu milljarða íslenskra króna. Árið 2009 nam útflutningurinn hins vegar 349 þúsund tonnum og nam verðmætið tæpum sex hundruð milljónum dala, jafnvirði 74 milljörðum króna á þávirði. Í nýbirtu staðreyndaskjali Fjarðaáls um starfsemi fyrirtækisins um helstu lykiltölur um starfsemina og samfélagsleg áhrif fyrirtækisins kemur fram að heildartekjur af útflutningi áls frá landinu hafi numið um 220 milljörðum króna í fyrra. Það jafngildir fjórðungi af útflutningstekjum þjóðarinnar. Fjarðaál átti sautján prósenta hlut í heildarvöruútflutningi.

Útflutningur Fjarðaáls samanstendur af hreinu gæðaáli, álblöndu og álvírum. Heimsmarkaðsverð á áli sveiflaðist talsvert frá 2009 til 2010. Það fór úr 1.300 dölum við upphaf árs 2009 í rúma 2.300 dali ári síðar. Til samanburðar stóð álverðið í rúmum 2.500 dölum nú um mánaðamótin. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×