Viðskipti innlent

Nýjum verkefnum frestað

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Creditinfo átti að skoða fjárfestingar á sviði rannsókna og greininga. Hætt hefur verið við það. Fréttablaðið/GVA
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Creditinfo átti að skoða fjárfestingar á sviði rannsókna og greininga. Hætt hefur verið við það. Fréttablaðið/GVA
Rakel Sveinsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Creditinfo, er hætt störfum hjá fyrirtækinu. Rakel Sveinsdóttir var framkvæmdastjóri Fjölmiðlavaktarinnar og leiddi sameiningu hennar við Lánstraust um áramótin 2007 og 2008. Eftir það varð hún framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Starfinu sagði hún lausu í febrúar og tók Hákon Stefánsson, framkvæmdastjóri í Þýskalandi, við því.

 

Í tengslum við starfslokin tók Rakel að sér verkefni sem fólust í að skoðaða fjárfestingar á sviði rannsókna og greininga. Ákveðið hefur verið að fresta slíkum hugmyndum ótímabundið, samkvæmt tilkynningu frá Creditinfo. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×