Allir þurfa sitt olíufélag Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 2. maí 2011 06:00 Í tvö og hálft ár höfum við Íslendingar burðast með þær þungu byrðar sem fjármálahrunið lagði á herðar okkar – hrunið sem stafaði af eftirlitsleysi stjórnvalda á Vesturlöndum og fífldirfsku fjármálamanna sem nýttu sér glufurnar. Flestum þykir nóg um en það á víst ekki af okkur að ganga. Alvarleg staða blasir nú við á ný í efnahagsmálum þjóðarinnar. Enn á að þyngja byrðarnar, ekki af nauðsyn heldur vegna tækifærismennsku ófyrirleitinna stjórnmálamanna. Bjarni heitinn Benediktsson hélt því eitt sinn fram að síðasta ráð stjórnmálamanns sem kominn er upp að vegg vegna málefnaskorts sé að ráðast á olíufélögin og fordæma þau fyrir gróðafíkn og okur. Eldsneytisverð snerti alla og því gætu allir sameinast um að leggja fæð á þau. Athygli almennings væri beint frá vanda stjórnmálamannsins að olíuverðinu. Bjarni lýsti þarna því sem kallað er lýðskrum. Skrumið felst í að leita uppi frumstæðar tilfinningar hjá almenningi – hræðslu, reiði, öfund eða afbrýðisemi – og spila síðan á þær sér til framdráttar. Að ala á óbeit á olíufélögunum kann að hafa dugað á tímum Bjarna heitins en í dag eru svokallaðir sægreifar og kvótakerfið betri skotmörk. Umræðan um fiskveiðistjórnun hérlendis hefur lengi verið á miklu flugi. Í þeirri orrahríð hafa mörg stór orð fallið og ýmsum staðhæfingum verið varpað fram. Þetta er ekki aðeins eðlilegt, heldur nauðsynlegt því opin og fjörleg umræða er ómissandi í lýðræðisþjóðfélagi. Hins vegar hefur málefnagrundvöllurinn ekki verið mjög sterkur. Hafa ber í huga að sjávarútvegur er höfuðatvinnugrein landsmanna og því miklir, en oft ólíkir, hagsmunir í húfi. Þessi togstreita hefur sett sitt mark á umræðuna sem virðist oft og tíðum vera meira í ætt við manntafl einstakra hagsmunahópa fremur en óvilhöll og yfirgripsmikil umfjöllun sem veltir upp öllum hliðum málsins. Stjórnarsáttmáli ríkistjórnarinnar kveður á um að endurskoða skuli fiskveiðistjórnunarkerfið. Í þeirri viðleitni að skapa sem mesta sátt um kerfið var fulltrúum allra þeirra aðila sem hagsmuni hafa af sjávarútvegi boðið að borðinu. Þetta var klókt því sáttin er grundvöllur fyrir góðum varanlegum lausnum. Sáttanefndin setti fram tillögu, svokallaða samningaleið, sem allir hagsmunaaðilar nema einn stóðu að og allar stjórnmálahreyfingar nema Hreyfingin samþykktu. Nú hefði eftirleikurinn átt að vera auðveldur. Stjórnvöldum hefði verið í lófa lagið að byggja breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á samningaleiðinni og ná þannig fram langþráðri sátt um kerfið. En nei, ef stríð er í boði þá skal friðurinn rofinn. Hugsanlega er þetta röng greining hjá mér. Kannski var meiningin með því að hafa sáttanefndina skipaða jafn ólíkum hagsmunum og raun bar vitni til að koma í veg fyrir sátt. Að sáttin hafi orðið óvænt. Allir þurfa jú sín olíufélög. Forsætisráðherra þarf sitt LÍÚ. Núverandi fiskveiðastjórnunarkerfi er ekki hafið yfir gagnrýni né heldur er það meitlað í stein. Framfarir í fiskvísindum og breytingar á pólitískum áherslum munu án efa verða til þess að fiskveiðistjórnun við landið mun breytast á næstunni. En breytingarnar verða að vera gerðar á réttum forsendum. Margt af þeirri gagnrýni sem nú er varpað fram er ekki réttmætt og umræðan um meinta galla kvótakerfisins virðist að miklu leyti snúast um staðleysur sem virðast víða teknar sem viðurkenndar staðreyndir. Næstu vikuna ætla ég í nokkrum greinum hér í blaðinu að fara yfir íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið með tólum hagfræðinnar – kosti þess og galla. Ég ætla í þessum greinum mínum að höfða til skynsemi lesenda fremur en tilfinninga. Málið er of mikilvægt fyrir efnahagslega framtíð okkar til að hægt sé að spila með það í ómerkilegri pólitík. Í þeirri baráttu sem nú fer fram um fjöregg þjóðarinnar ætla ég að láta öðrum eftir lýskrumið. Ég mun m.a. fjalla um hagrænan grunn þess að takmarka aðgang að fiskveiðum, um hagkvæmni kvótakerfisins og áhrif þess á byggðaþróun, um auðlindarentu og skattlagningu hennar og um tækniframfarir og hagkvæmni. Í lokagreininni mun ég draga saman helstu niðurstöður og lýsa því sem einkenna ætti gott fiskveiðistjórnunarkerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í tvö og hálft ár höfum við Íslendingar burðast með þær þungu byrðar sem fjármálahrunið lagði á herðar okkar – hrunið sem stafaði af eftirlitsleysi stjórnvalda á Vesturlöndum og fífldirfsku fjármálamanna sem nýttu sér glufurnar. Flestum þykir nóg um en það á víst ekki af okkur að ganga. Alvarleg staða blasir nú við á ný í efnahagsmálum þjóðarinnar. Enn á að þyngja byrðarnar, ekki af nauðsyn heldur vegna tækifærismennsku ófyrirleitinna stjórnmálamanna. Bjarni heitinn Benediktsson hélt því eitt sinn fram að síðasta ráð stjórnmálamanns sem kominn er upp að vegg vegna málefnaskorts sé að ráðast á olíufélögin og fordæma þau fyrir gróðafíkn og okur. Eldsneytisverð snerti alla og því gætu allir sameinast um að leggja fæð á þau. Athygli almennings væri beint frá vanda stjórnmálamannsins að olíuverðinu. Bjarni lýsti þarna því sem kallað er lýðskrum. Skrumið felst í að leita uppi frumstæðar tilfinningar hjá almenningi – hræðslu, reiði, öfund eða afbrýðisemi – og spila síðan á þær sér til framdráttar. Að ala á óbeit á olíufélögunum kann að hafa dugað á tímum Bjarna heitins en í dag eru svokallaðir sægreifar og kvótakerfið betri skotmörk. Umræðan um fiskveiðistjórnun hérlendis hefur lengi verið á miklu flugi. Í þeirri orrahríð hafa mörg stór orð fallið og ýmsum staðhæfingum verið varpað fram. Þetta er ekki aðeins eðlilegt, heldur nauðsynlegt því opin og fjörleg umræða er ómissandi í lýðræðisþjóðfélagi. Hins vegar hefur málefnagrundvöllurinn ekki verið mjög sterkur. Hafa ber í huga að sjávarútvegur er höfuðatvinnugrein landsmanna og því miklir, en oft ólíkir, hagsmunir í húfi. Þessi togstreita hefur sett sitt mark á umræðuna sem virðist oft og tíðum vera meira í ætt við manntafl einstakra hagsmunahópa fremur en óvilhöll og yfirgripsmikil umfjöllun sem veltir upp öllum hliðum málsins. Stjórnarsáttmáli ríkistjórnarinnar kveður á um að endurskoða skuli fiskveiðistjórnunarkerfið. Í þeirri viðleitni að skapa sem mesta sátt um kerfið var fulltrúum allra þeirra aðila sem hagsmuni hafa af sjávarútvegi boðið að borðinu. Þetta var klókt því sáttin er grundvöllur fyrir góðum varanlegum lausnum. Sáttanefndin setti fram tillögu, svokallaða samningaleið, sem allir hagsmunaaðilar nema einn stóðu að og allar stjórnmálahreyfingar nema Hreyfingin samþykktu. Nú hefði eftirleikurinn átt að vera auðveldur. Stjórnvöldum hefði verið í lófa lagið að byggja breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á samningaleiðinni og ná þannig fram langþráðri sátt um kerfið. En nei, ef stríð er í boði þá skal friðurinn rofinn. Hugsanlega er þetta röng greining hjá mér. Kannski var meiningin með því að hafa sáttanefndina skipaða jafn ólíkum hagsmunum og raun bar vitni til að koma í veg fyrir sátt. Að sáttin hafi orðið óvænt. Allir þurfa jú sín olíufélög. Forsætisráðherra þarf sitt LÍÚ. Núverandi fiskveiðastjórnunarkerfi er ekki hafið yfir gagnrýni né heldur er það meitlað í stein. Framfarir í fiskvísindum og breytingar á pólitískum áherslum munu án efa verða til þess að fiskveiðistjórnun við landið mun breytast á næstunni. En breytingarnar verða að vera gerðar á réttum forsendum. Margt af þeirri gagnrýni sem nú er varpað fram er ekki réttmætt og umræðan um meinta galla kvótakerfisins virðist að miklu leyti snúast um staðleysur sem virðast víða teknar sem viðurkenndar staðreyndir. Næstu vikuna ætla ég í nokkrum greinum hér í blaðinu að fara yfir íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið með tólum hagfræðinnar – kosti þess og galla. Ég ætla í þessum greinum mínum að höfða til skynsemi lesenda fremur en tilfinninga. Málið er of mikilvægt fyrir efnahagslega framtíð okkar til að hægt sé að spila með það í ómerkilegri pólitík. Í þeirri baráttu sem nú fer fram um fjöregg þjóðarinnar ætla ég að láta öðrum eftir lýskrumið. Ég mun m.a. fjalla um hagrænan grunn þess að takmarka aðgang að fiskveiðum, um hagkvæmni kvótakerfisins og áhrif þess á byggðaþróun, um auðlindarentu og skattlagningu hennar og um tækniframfarir og hagkvæmni. Í lokagreininni mun ég draga saman helstu niðurstöður og lýsa því sem einkenna ætti gott fiskveiðistjórnunarkerfi.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar