Góð byrjun hjá Tom Tom 24. febrúar 2011 08:00 Tónlist **** Andefni Prince Valium Góð byrjun hjá TomTom Prince Valium er listamannsnafn Þorsteins Konráðs Ólafssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist í a.m.k. áratug. Ég man fyrst eftir honum á Stefnumótakvöldum tónlistarblaðsins Undirtóna, en hann átti einmitt sex lög á fyrsta Stefnumótadisknum árið 2001. Andefni er önnur sólóplata Prince Valium í fullri lengd. Sú fyrri, Andlaus, kom út hjá breska fyrirtækinu Resonant árið 2006 og fékk fínar viðtökur. Eins og nafnið gefur til kynna er tónlist Prince Valium í rólegri kantinum, þó að lögin á nýju plötunni séu reyndar misjafnlega hröð. Maður heyrir að hann er undir áhrifum frá gamalli ambient-tónlist en hann setur fleiri virk efni í blönduna og hefur þróað sitt eigið afbrigði sem hann er að vinna með. Andlaus var svolítið síðrokkskotin, en á Andefni er hljómurinn tærari og tónlistin bjartari og melódískari. Tólf lög eru á Andefni. Þau eru nokkuð fjölbreytt en það er góður heildarsvipur á plötunni sem gerir það að verkum að hún virkar vel spiluð í gegn, frá upphafi til enda. Andefni er fyrsta útgáfa nýrrar íslenskrar plötuútgáfu, TomTom Records, sem sérhæfir sig í raftónlist. Hún kemur út á stafrænu formi og er fáanleg í gegnum vefsíðu útgáfunnar www.tomtomrecords.com. Það er gleðiefni að ný raftónlistarútgáfa taki nú til starfa og óskandi að hún fái hljómgrunn. Hún byrjar í það minnsta vel, Andefni er flott plata og ágætur vitnisburður um þá fínu hluti sem fyrirfinnast í íslenskri raftónlist. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Björt og melódísk raftónlistarplata. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist **** Andefni Prince Valium Góð byrjun hjá TomTom Prince Valium er listamannsnafn Þorsteins Konráðs Ólafssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist í a.m.k. áratug. Ég man fyrst eftir honum á Stefnumótakvöldum tónlistarblaðsins Undirtóna, en hann átti einmitt sex lög á fyrsta Stefnumótadisknum árið 2001. Andefni er önnur sólóplata Prince Valium í fullri lengd. Sú fyrri, Andlaus, kom út hjá breska fyrirtækinu Resonant árið 2006 og fékk fínar viðtökur. Eins og nafnið gefur til kynna er tónlist Prince Valium í rólegri kantinum, þó að lögin á nýju plötunni séu reyndar misjafnlega hröð. Maður heyrir að hann er undir áhrifum frá gamalli ambient-tónlist en hann setur fleiri virk efni í blönduna og hefur þróað sitt eigið afbrigði sem hann er að vinna með. Andlaus var svolítið síðrokkskotin, en á Andefni er hljómurinn tærari og tónlistin bjartari og melódískari. Tólf lög eru á Andefni. Þau eru nokkuð fjölbreytt en það er góður heildarsvipur á plötunni sem gerir það að verkum að hún virkar vel spiluð í gegn, frá upphafi til enda. Andefni er fyrsta útgáfa nýrrar íslenskrar plötuútgáfu, TomTom Records, sem sérhæfir sig í raftónlist. Hún kemur út á stafrænu formi og er fáanleg í gegnum vefsíðu útgáfunnar www.tomtomrecords.com. Það er gleðiefni að ný raftónlistarútgáfa taki nú til starfa og óskandi að hún fái hljómgrunn. Hún byrjar í það minnsta vel, Andefni er flott plata og ágætur vitnisburður um þá fínu hluti sem fyrirfinnast í íslenskri raftónlist. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Björt og melódísk raftónlistarplata.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira