Bóksalar borguðu sjálfum sér nær tvöfalda húsaleigu 24. febrúar 2011 06:00 Eigendur Kaupangs, sem rak Bókabúð Máls og menningar (BMM) við Laugaveg, létu verslunina greiða tæplega tvöfalt hærri húsaleigu en Penninn-Eymundsson greiddi er hann rak þar verslun. Sjálfir áttu þeir húsnæðið sem bókabúðin leigði. Húsaleiga BMM nam 3,4 milljónum króna á mánuði undir lok árs 2009, samkvæmt ársreikningi verslunarinnar. Þetta er 30 til 35 prósenta hærra leiguverð en í sambærilegu verslunarrými í nágrenni bókabúðarinnar við Laugaveg, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Starfsfólki BMM var tilkynnt fyrir viku að hún væri farin í þrot og var dyrum hennar skellt í lás. Kaupangur keypti húsið sem verslunin var í árið 2007. Á sama tíma átti Penninn-Eymundsson rekstur bókabúðarinnar. Penninn varð gjaldþrota snemma árs 2009 og tók Nýja Kaupþing, nú Arion banki, reksturinn yfir. Forsvarsmenn Kaupangs vildu í kjölfarið hækka leigu bókaverslunarinnar úr um 1,8 milljónum króna í 3,4 milljónir, eða um tæp hundrað prósent. Eftir því sem næst verður komist voru rökin þau að hátt verð hefði verið greitt fyrir fasteignina og yrði Kaupangur því að krefjast hárrar húsaleigu. Samningar náðust ekki og lauk samstarfi Pennans og Kaupangs með því að Arion banki flutti rekstur verslunarinnar upp á Skólavörðustíg. Flest starfsfólk fór sömu leið. Þrátt fyrir þetta ákváðu þeir Jóhannes Sigurðsson og Bjarki Júlíusson, eigendur Kaupangs, að halda rekstri bókaverslunarinnar áfram. Viðmælendur Fréttablaðsins sem reka verslanir við Laugaveg, úr röðum fyrrverandi starfsfólks BMM og Pennans-Eymundsson sem komu að samningum um leiguverðið á sínum tíma segja erfitt að reka verslun með svo hárri húsaleigu. Það skýri að stórum hluta ástæðu þess að verslunin fór í þrot. Jóhannes Sigurðsson, stjórnarformaður BMM, vildi ekki tjá sig um leiguverðið við blaðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins telja einhverjir birgjar BMM að semja hefði átt við þá áður en verslunin fór í þrot og íhuga málshöfðun. Jóhannes segir að reynt verði að lágmarka tap birgja.- jab Fréttir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Eigendur Kaupangs, sem rak Bókabúð Máls og menningar (BMM) við Laugaveg, létu verslunina greiða tæplega tvöfalt hærri húsaleigu en Penninn-Eymundsson greiddi er hann rak þar verslun. Sjálfir áttu þeir húsnæðið sem bókabúðin leigði. Húsaleiga BMM nam 3,4 milljónum króna á mánuði undir lok árs 2009, samkvæmt ársreikningi verslunarinnar. Þetta er 30 til 35 prósenta hærra leiguverð en í sambærilegu verslunarrými í nágrenni bókabúðarinnar við Laugaveg, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Starfsfólki BMM var tilkynnt fyrir viku að hún væri farin í þrot og var dyrum hennar skellt í lás. Kaupangur keypti húsið sem verslunin var í árið 2007. Á sama tíma átti Penninn-Eymundsson rekstur bókabúðarinnar. Penninn varð gjaldþrota snemma árs 2009 og tók Nýja Kaupþing, nú Arion banki, reksturinn yfir. Forsvarsmenn Kaupangs vildu í kjölfarið hækka leigu bókaverslunarinnar úr um 1,8 milljónum króna í 3,4 milljónir, eða um tæp hundrað prósent. Eftir því sem næst verður komist voru rökin þau að hátt verð hefði verið greitt fyrir fasteignina og yrði Kaupangur því að krefjast hárrar húsaleigu. Samningar náðust ekki og lauk samstarfi Pennans og Kaupangs með því að Arion banki flutti rekstur verslunarinnar upp á Skólavörðustíg. Flest starfsfólk fór sömu leið. Þrátt fyrir þetta ákváðu þeir Jóhannes Sigurðsson og Bjarki Júlíusson, eigendur Kaupangs, að halda rekstri bókaverslunarinnar áfram. Viðmælendur Fréttablaðsins sem reka verslanir við Laugaveg, úr röðum fyrrverandi starfsfólks BMM og Pennans-Eymundsson sem komu að samningum um leiguverðið á sínum tíma segja erfitt að reka verslun með svo hárri húsaleigu. Það skýri að stórum hluta ástæðu þess að verslunin fór í þrot. Jóhannes Sigurðsson, stjórnarformaður BMM, vildi ekki tjá sig um leiguverðið við blaðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins telja einhverjir birgjar BMM að semja hefði átt við þá áður en verslunin fór í þrot og íhuga málshöfðun. Jóhannes segir að reynt verði að lágmarka tap birgja.- jab
Fréttir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira