Hell-víti öflugt Freyr Bjarnason skrifar 12. október 2011 14:00 Stop That Noise með Hellvar. Tónlist. Stop That Noise. Hellvar. Á fyrstu plötu sinni döðruðu Heiða Eiríksdóttir og Elvar Geir Sævarsson við elektróníska tónlist og notuðust við forritaðan trommuheila. Núna er Hellvar orðið fimm manna band og fyrir vikið hafa áherslunar breyst og rokkið orðið meira áberandi þó svo að rafpælingarnar séu aldrei langt undan. Stop That Noise var tekin upp „live" á einni helgi og það skilar sér í fínni, nokkuð hrárri rokkplötu, þar sem falleg söngrödd Heiðu nýtur sín vel, hvort sem tungumálið er franska eða enska. Lögin eru flest góð en fyrri helmingurinn er ívið betri, með pönktryllinum svala I Should Be Cool og hinu hljómfagra Morceau de gaieté, sem ég get vel ímyndað mér að svínvirki á tónleikum, rétt eins og Too late, liar þar sem kröftugur gítarleikurinn og trommurnar ná þrusuvel saman. Niðurstaða: Fínt rokk með elektróník í bland sem ætti að njóta sín til fullnustu á tónleikum. Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist. Stop That Noise. Hellvar. Á fyrstu plötu sinni döðruðu Heiða Eiríksdóttir og Elvar Geir Sævarsson við elektróníska tónlist og notuðust við forritaðan trommuheila. Núna er Hellvar orðið fimm manna band og fyrir vikið hafa áherslunar breyst og rokkið orðið meira áberandi þó svo að rafpælingarnar séu aldrei langt undan. Stop That Noise var tekin upp „live" á einni helgi og það skilar sér í fínni, nokkuð hrárri rokkplötu, þar sem falleg söngrödd Heiðu nýtur sín vel, hvort sem tungumálið er franska eða enska. Lögin eru flest góð en fyrri helmingurinn er ívið betri, með pönktryllinum svala I Should Be Cool og hinu hljómfagra Morceau de gaieté, sem ég get vel ímyndað mér að svínvirki á tónleikum, rétt eins og Too late, liar þar sem kröftugur gítarleikurinn og trommurnar ná þrusuvel saman. Niðurstaða: Fínt rokk með elektróník í bland sem ætti að njóta sín til fullnustu á tónleikum.
Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira