Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni 29. júlí 2011 07:30 Deilur hafa verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar undanfarin ár. Eigendur minnihluta hlutafjár vilja að meirihlutinn kaupi þá út, en ekki hefur náðst samkomulag um verð. Fréttablaðið/Hari SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir þetta birtingarmynd þeirra deilna sem verið hafi við þessa hluthafa undanfarin ár. Á aðalfundi félagsins lögðu fulltrúar Stillu útgerðar fram tillögur um úttekt á fyrirtækinu. Að baki Stillu standa bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir, kenndir við útgerðarfélagið Brim. Þeir eiga tæpan þriðjung í Vinnslustöðinni. Meðal þess sem fulltrúar Stillu vildu að yrði rannsakað var fyrirkomulag á afurðasölu, umboðslaun, flutningskostnaður, afleiðusamningar, vaxtaskipta- og gjaldmiðlasamningar. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu alfarið tillögum um slíka rannsókn á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar. „Þarna er verið að búa til einhverjar fréttir um rannsóknir og misferli til að reyna að knýja meirihlutann til að kaupa þá út á verði sem er óraunhæft,“ segir Sigurgeir. Hann segir þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir leiki þennan leik. „Þeir geta alveg gleymt því að við förum að kaupa þá út á einhverju óraunhæfu verði og steypa okkur sjálfum í skuldir sem við ráðum ekki við. Þeir verða að átta sig á því að árið 2007 er löngu liðið,“ segir Sigurgeir. Hann segir fulltrúa Stillu í stjórn Vinnslustöðvarinnar hafa aðgang að öllum upplýsingum um félagið og því þurfi ekki að kveðja til rannsóknarnefnd og leggja í kostnaðarsama rannsókn. Í kjölfar aðalfundarins fóru fulltrúar Stillu fram á hluthafafund þar sem þeir áforma að leggja til að Vinnslustöðin höfði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og nokkrum stjórnarmönnum vegna kaupa félagsins á útgerðinni Ufsabergi. Sigurgeir segir augljóst að kaup Vinnslustöðvarinnar á 35 prósenta hlut í Ufsabergi hafi verið góð kaup. Bæði fyrirtækin hafi skilað hagnaði á hverju ári frá því kaupin hafi verið gerð, og nú sé stefnt á að sameina þau. Í kjölfar þess að meirihlutinn hafnaði tillögum fulltrúa Stillu á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar voru Hjálmar og Guðmundur Kristjánssynir felldir af meirihlutanum í kjöri til stjórnar og varastjórnar, þar sem þeir áttu áður sæti. Guðmundur vildi ekki tjá sig um deilurnar í stjórn Vinnslustöðvarinnar þegar í hann náðist í gær. Hann sagði þó að hann og aðrir sem standi að Stillu hafi viljað selja sinn hlut í Vinnslustöðinni í á þriðja ár, og þeir vonist til að það takist bráðlega. brjann@frettabladid.is Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira
SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir þetta birtingarmynd þeirra deilna sem verið hafi við þessa hluthafa undanfarin ár. Á aðalfundi félagsins lögðu fulltrúar Stillu útgerðar fram tillögur um úttekt á fyrirtækinu. Að baki Stillu standa bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir, kenndir við útgerðarfélagið Brim. Þeir eiga tæpan þriðjung í Vinnslustöðinni. Meðal þess sem fulltrúar Stillu vildu að yrði rannsakað var fyrirkomulag á afurðasölu, umboðslaun, flutningskostnaður, afleiðusamningar, vaxtaskipta- og gjaldmiðlasamningar. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu alfarið tillögum um slíka rannsókn á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar. „Þarna er verið að búa til einhverjar fréttir um rannsóknir og misferli til að reyna að knýja meirihlutann til að kaupa þá út á verði sem er óraunhæft,“ segir Sigurgeir. Hann segir þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir leiki þennan leik. „Þeir geta alveg gleymt því að við förum að kaupa þá út á einhverju óraunhæfu verði og steypa okkur sjálfum í skuldir sem við ráðum ekki við. Þeir verða að átta sig á því að árið 2007 er löngu liðið,“ segir Sigurgeir. Hann segir fulltrúa Stillu í stjórn Vinnslustöðvarinnar hafa aðgang að öllum upplýsingum um félagið og því þurfi ekki að kveðja til rannsóknarnefnd og leggja í kostnaðarsama rannsókn. Í kjölfar aðalfundarins fóru fulltrúar Stillu fram á hluthafafund þar sem þeir áforma að leggja til að Vinnslustöðin höfði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og nokkrum stjórnarmönnum vegna kaupa félagsins á útgerðinni Ufsabergi. Sigurgeir segir augljóst að kaup Vinnslustöðvarinnar á 35 prósenta hlut í Ufsabergi hafi verið góð kaup. Bæði fyrirtækin hafi skilað hagnaði á hverju ári frá því kaupin hafi verið gerð, og nú sé stefnt á að sameina þau. Í kjölfar þess að meirihlutinn hafnaði tillögum fulltrúa Stillu á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar voru Hjálmar og Guðmundur Kristjánssynir felldir af meirihlutanum í kjöri til stjórnar og varastjórnar, þar sem þeir áttu áður sæti. Guðmundur vildi ekki tjá sig um deilurnar í stjórn Vinnslustöðvarinnar þegar í hann náðist í gær. Hann sagði þó að hann og aðrir sem standi að Stillu hafi viljað selja sinn hlut í Vinnslustöðinni í á þriðja ár, og þeir vonist til að það takist bráðlega. brjann@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira