Met var slegið á uppboði á munum, aðallega skartgripum, úr dánarbúi leikkonunnar Elisabeth Taylor hjá Christie´s í New York í gærkvöldi. Skartgripirnir voru slegnir á 116 milljónir dollara eða rúmlega 14 milljarða króna.
Fyrir uppboðið var talið að um 6 milljarðar króna fengjust fyrir skartgripina. Fyrra met fyrir sölu á skartgripasafni einstaklings var sett árið 1987 þegar skartgripir hertogaynjunnar af Windsor, Wallis Simpson, voru seldir fyrir 50 milljónir dollara.
Meðal muna úr skartgripasafni Taylor sem seldir voru á uppboðinu var stærsta perulagaða perla í heiminum. La Peregrina, en hún seldist á 12 milljónir dollara sem er hæsta verð sem fengist hefur fyrir perlu. Perla þessi tilheyrði eitt sinn spænsku krúnudjásnunum og var um tíma í eigu Mary Tudor Englandsdrottningar.
Skartgripir Taylor seldust á yfir 14 milljarða

Mest lesið

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent

Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni
Atvinnulíf