Economist fjallar um velgengi Svía í kreppunni 19. desember 2011 07:00 Hagfræðitímaritið The Economist fjallar um efnahagslega velgengni frænda vorra Svía en hagvöxtur þar í landi er mun hærri en í öðrum Evrópulöndum. Í grein Economist segir að töluverður hluti af velgengi Svía felst í að þeir hafa sína eigin mynt í hagkerfi sem er drifið áfram af útflutningi. Svíar höfnuðu því síðast að taka upp evruna árið 2003. Þeir eru ánægðir í dag að vera fyrir utan evrusvæðið. Samt telur Anders Borg fjármálaráðherra landsins að til lengri tíma litið eigi Svíar að taka upp evruna. Borg bendir á að sænska krónan sé ekki nema hluti af velgengninni. Vegna þess að Svíar eru utan evrunnar hafi þeir þurft að gæta vel að því að hafa agaða og aðhaldssama hagstjórn. Þar hafi þeir m.a. byggt á reynslunni af bankahruninu í landinu fyrir rúmum 15 árum síðan. Í greininni er einnig sagt frá því að Svíþjóð hefur veitt Íslandi, Írlandi og Lettlandi neyðarlán í kreppunni. Anders Borg segir að Svíar hafi ákveðið að veita þessu löndum lánin þar sem þau hafi sýnt sannfærandi metnað í að hreinsa til í hagstjórnaróreiðu sinni. Hann hefur mun minna álit á stjórnvöldum í Grikklandi og Ítalíu og segir þau þurfa að gera miklu meira. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hagfræðitímaritið The Economist fjallar um efnahagslega velgengni frænda vorra Svía en hagvöxtur þar í landi er mun hærri en í öðrum Evrópulöndum. Í grein Economist segir að töluverður hluti af velgengi Svía felst í að þeir hafa sína eigin mynt í hagkerfi sem er drifið áfram af útflutningi. Svíar höfnuðu því síðast að taka upp evruna árið 2003. Þeir eru ánægðir í dag að vera fyrir utan evrusvæðið. Samt telur Anders Borg fjármálaráðherra landsins að til lengri tíma litið eigi Svíar að taka upp evruna. Borg bendir á að sænska krónan sé ekki nema hluti af velgengninni. Vegna þess að Svíar eru utan evrunnar hafi þeir þurft að gæta vel að því að hafa agaða og aðhaldssama hagstjórn. Þar hafi þeir m.a. byggt á reynslunni af bankahruninu í landinu fyrir rúmum 15 árum síðan. Í greininni er einnig sagt frá því að Svíþjóð hefur veitt Íslandi, Írlandi og Lettlandi neyðarlán í kreppunni. Anders Borg segir að Svíar hafi ákveðið að veita þessu löndum lánin þar sem þau hafi sýnt sannfærandi metnað í að hreinsa til í hagstjórnaróreiðu sinni. Hann hefur mun minna álit á stjórnvöldum í Grikklandi og Ítalíu og segir þau þurfa að gera miklu meira.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira