Viðskipti innlent

Síldarvertíðin heppnaðist vel hjá HB Granda

Velheppnaðri síldarvertíð hjá HB Granda er lokið. Alls framleiddi HB Grandi 11.250 tonn af síldarflökum í fiskvinnslu sinni á Vopnafirði.

Þetta er nokkru minna magn en í fyrra þegar 12.700 tonn voru framleidd. Á móti kemur að verðið fyrir flökin hefur hækkað nokkuð milli ára og heldur raunar áfram að hækka, að því er segir á vefsíðunni Fishupdate.

Þar er rætt við Svavar Svavarsson markaðsstjóra HB Granda sem segir að gæði síldarinnar í ár séu frábær. Salan á flökunum gangi vel, verðið sé hátt, eftirspurn sé mikil og raunar muni HB Grandi selja síðustu tonnin frá þessari vertíð á næstu tveimur til þremur vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×