Erlent

Gífurlegur áhugi á gömlum Tinna munum

Gífurlegur áhugi var meðal safnara á gömlum teikningum, teiknimyndabókum og munum tengdum Tinna sögunum á uppboði sem haldið var í París um helgina.

Alls voru hátt í 900 munir boðnir upp í París og samtals seldust þeir á yfir 300 milljónir króna eða tvöfalt matsverð þeirra fyrir uppboðið.

Teikning af bardagasenu eftir Hergé, eða Georges Rami eins og hann hét í raun, úr bókinni Leyndarmál Einhyrningsins var metin á sex milljónir króna en hún var slegin á rúmar 24 milljónir króna eftir líflega tilboðahrinu á uppboðinu.

Mest á óvart kom þó verðið sem fékkst fyrir bók úr sérútgáfunni af Í Myrkum Mánafjöllum. Um var að ræða eintak sem áritað er af Hergé sjálfum og sex geimförum sem hafa komið til tunglsins. Þetta eintak var slegin á 16 miljónir króna eða tífalt matsverð þess fyrir uppboðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×