Eigendur HS Orku tilbúnir í átján milljarða fjárfestingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. mars 2011 18:09 Eigendur HS Orku eru tilbúnir að fjárfesta fyrir átján milljarða króna í framkvæmdum við Eldvörp skammt frá Grindavík til að finna orku fyrir álver í Helguvík en ágreiningsmál um orkuverð fyrir sænskum gerðardómi verður flutt á Íslandi í maí. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagði í hádegisfréttum okkar á laugardag að ekki væri ríkisstjórninni að kenna að álver í Helguvík hefði ekki risið. Nefndi hún m.a til sögunnar ágreining um orkuverð milli HS Orku og Norðuráls. Ágreiningsmál um raforkuverð milli HS Orku og Norðuráls vegna álversins í Helguvík, sem leyst verður fyrir sænskum gerðardómi, verður flutt hér á Íslandi síðustu vikuna í maí næstkomandi og ætti niðurstaða að liggja fyrir einhverjum vikum síðar, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2.Vilja fjárfesta í virkjunum fyrir jafnvirði átján milljarða króna Ef niðurstaðan verður Norðuráli í hag mun HS Orka standa við samninga um orkuverð, en getur ekki ráðist í framkvæmdir til að útvega orku fyrir álver fyrr en öll tilskilin leyfi liggja fyrir. HS Orka þarf að stækka Reykjanesvirkjun og þá þarf að virkja Eldvörp í Grindavík, rétt hjá Svartsengi og þarf sú framkvæmd að fara í umhverfismat. Fjárfesting í Eldvörpum gæti verið fjárfesting upp á 150 milljónir dollara, jafnvirði átján milljarða króna, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mikill áhugi fyrir því hjá Magma Energy, eigendum HS Orku, að fara í slíka fjárfestingu. Þá eru skipulagsmál ókláruð, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta og borun eftir orkunni gæti tekið tvö til þrjú ár á sama tíma og atvinnuleysi á Suðurnesjum og landinu öllu er í sögulegu hámarki þegar útflutt atvinnuleysi er tekið með í reikninginn, en ekki þarf að fjölyrða um öll þau störf og afleidd störf sem gætu skapast við þessar framkvæmdir.Landsvirkjun á sextíu og sex milljarða króna í lausu fé Ef ekki næst sátt um orkuverð þarf Norðurál að líta í aðrar áttir eftir raforku. Landsvirkjun á þrjá tilbúna virkjunarkosti í Neðri-Þjórsá sem hafa farið í umhverfismat. Laust fé Landsvirkjunar var sextíu og sex milljarðar króna í lok síðasta árs. Samkomulag er innan ríkisstjórnarinnar að þessir kostir verði metnir í rammaáætlun sem klára á næsta haust, en upphaflega átti að klára rammáætlun 2009. Ríkisstjórnin gæti hins vegar beitt eigendavaldi yfir fyrirtækinu, en hins vegar þarf pólitískan vilja til að virkja og hann virðist ekki vera til staðar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði við fréttastofu í dag að virkjunarkostir við Neðri-Þjórsá réðust af rammaáætlun. Að sögn Harðar er kostnaður vegna virkjana við Neðri-Þjórsá um hundrað milljarðar króna. Hörður sagði að Landsvirkjun vissi af áhuga fjölmarga aðila um kaup á orkunni. Hann sagði að Landsvirkjun hefði rætt við fjölmarga erlenda aðila sem vildu skapa störf á Íslandi og væru í hinum ýmsu greinum auk álframleiðslu. „Það er mikill áhugi á því að kaupa orku á Íslandi," segir Hörður. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði við fréttastofu í dag að ef ríkisstjórnin vildi berjast fyrir Helguvíkurverkefninu af einhverjum krafti þá hefði Landsvirkjun átt meiri aðkomu að því sem leiðandi aðili í upphafi með tilheyrandi atvinnuuppbygginu fyrir íslenska þjóð. „Verkefnið væri þá væntanlega komið á fleygiferð," sagði hann. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Eigendur HS Orku eru tilbúnir að fjárfesta fyrir átján milljarða króna í framkvæmdum við Eldvörp skammt frá Grindavík til að finna orku fyrir álver í Helguvík en ágreiningsmál um orkuverð fyrir sænskum gerðardómi verður flutt á Íslandi í maí. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagði í hádegisfréttum okkar á laugardag að ekki væri ríkisstjórninni að kenna að álver í Helguvík hefði ekki risið. Nefndi hún m.a til sögunnar ágreining um orkuverð milli HS Orku og Norðuráls. Ágreiningsmál um raforkuverð milli HS Orku og Norðuráls vegna álversins í Helguvík, sem leyst verður fyrir sænskum gerðardómi, verður flutt hér á Íslandi síðustu vikuna í maí næstkomandi og ætti niðurstaða að liggja fyrir einhverjum vikum síðar, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2.Vilja fjárfesta í virkjunum fyrir jafnvirði átján milljarða króna Ef niðurstaðan verður Norðuráli í hag mun HS Orka standa við samninga um orkuverð, en getur ekki ráðist í framkvæmdir til að útvega orku fyrir álver fyrr en öll tilskilin leyfi liggja fyrir. HS Orka þarf að stækka Reykjanesvirkjun og þá þarf að virkja Eldvörp í Grindavík, rétt hjá Svartsengi og þarf sú framkvæmd að fara í umhverfismat. Fjárfesting í Eldvörpum gæti verið fjárfesting upp á 150 milljónir dollara, jafnvirði átján milljarða króna, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mikill áhugi fyrir því hjá Magma Energy, eigendum HS Orku, að fara í slíka fjárfestingu. Þá eru skipulagsmál ókláruð, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta og borun eftir orkunni gæti tekið tvö til þrjú ár á sama tíma og atvinnuleysi á Suðurnesjum og landinu öllu er í sögulegu hámarki þegar útflutt atvinnuleysi er tekið með í reikninginn, en ekki þarf að fjölyrða um öll þau störf og afleidd störf sem gætu skapast við þessar framkvæmdir.Landsvirkjun á sextíu og sex milljarða króna í lausu fé Ef ekki næst sátt um orkuverð þarf Norðurál að líta í aðrar áttir eftir raforku. Landsvirkjun á þrjá tilbúna virkjunarkosti í Neðri-Þjórsá sem hafa farið í umhverfismat. Laust fé Landsvirkjunar var sextíu og sex milljarðar króna í lok síðasta árs. Samkomulag er innan ríkisstjórnarinnar að þessir kostir verði metnir í rammaáætlun sem klára á næsta haust, en upphaflega átti að klára rammáætlun 2009. Ríkisstjórnin gæti hins vegar beitt eigendavaldi yfir fyrirtækinu, en hins vegar þarf pólitískan vilja til að virkja og hann virðist ekki vera til staðar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði við fréttastofu í dag að virkjunarkostir við Neðri-Þjórsá réðust af rammaáætlun. Að sögn Harðar er kostnaður vegna virkjana við Neðri-Þjórsá um hundrað milljarðar króna. Hörður sagði að Landsvirkjun vissi af áhuga fjölmarga aðila um kaup á orkunni. Hann sagði að Landsvirkjun hefði rætt við fjölmarga erlenda aðila sem vildu skapa störf á Íslandi og væru í hinum ýmsu greinum auk álframleiðslu. „Það er mikill áhugi á því að kaupa orku á Íslandi," segir Hörður. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði við fréttastofu í dag að ef ríkisstjórnin vildi berjast fyrir Helguvíkurverkefninu af einhverjum krafti þá hefði Landsvirkjun átt meiri aðkomu að því sem leiðandi aðili í upphafi með tilheyrandi atvinnuuppbygginu fyrir íslenska þjóð. „Verkefnið væri þá væntanlega komið á fleygiferð," sagði hann. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira