Enski boltinn

Sá sköllótti frá í þrjá mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonjo Shelvey
Jonjo Shelvey Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool-maðurinn Jonjo Shelvey verður ekki með liðinu næstu þrjá mánuði eftir að það kom í ljóst að hnémeiðsli hans eru það alvarleg. Shelvey kom til Liverpool frá Charlton fyrir tímabilið og hefur verið inn í myndinni hjá Kenny Dalglish.

Shelvey er 18 ára miðjumaður sem hefur fengið að spila í öllum leikjum Liverpool síðan að Dalglish tók við af Roy Hodgson. Hann mun nú ekki spila meira á tímabilinu.

„Ég er langt niðri eins og er en ég vona að ég geti komið sterkari til baka. Nú bíður mín tólf vikna endurhæfing og vonandi kem ég fljótt til baka," sagði Jonjo Shelvey í viðtali við heimasíðu Liverpool.

„Hann er búinn að standa sig það vel að þetta eru mikil vonbrigði fyrir alla hjá félaginu," sagði Kenny Dalglish.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×