Innlent

Dópuð kona með barn í bílnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan hafði afskipti af konunni.
Lögreglan hafði afskipti af konunni.
Kona á fertugsaldri var stöðvuð við akstur í Reykjavík í gærmorgun. Hún var undir áhrifum fíkniefna og með í för var barnið hennar. Gerðar voru viðeigandi ráðstafanir í þágu þess og barnaverndaryfirvöld upplýst um málið. Móðirin, sem hafði þegar verið svipt ökuleyfi, var handtekin og flutt á lögreglustöð. Þess má jafnframt geta að barnið var ekki með viðeigandi öryggisbúnað í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×