Fischer gegn Fischer Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. september 2011 06:00 Kvikmyndir. Bobby Fischer Against the World. Leikstjóri: Liz Garbus. Sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Tveir bestu skákmenn heims mættust árið 1972 í Reykjavík og háðu það sem hefur verið kallað „skákeinvígi aldarinnar". Þetta voru Rússinn Boris Spasskí, sem þá var ríkjandi heimsmeistari, og Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer. Í tæpa tvo mánuði var Ísland í brennidepli í erlendum fjölmiðlum. Áhuginn fyrir einvíginu var gríðarlegur, enda þótti rimman táknræn fyrir valdatafl Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins. Hinn sérvitri Fischer eyddi síðustu árum ævi sinnar hér á landi og heimildarmyndin Bobby Fischer Against the World varpar ljósi á þennan þjáða skáksnilling. Einvíginu í Reykjavík eru gerð góð skil og gaman er fyrir Íslendinga að skyggnast aftur til ársins 1972, en þá leit Reykjavík töluvert öðruvísi út. Myndin er vel gerð og ekki er nauðsynlegt að kunna að tefla til að hrífast með. Fischer var stórmerkilegur karakter og mann þyrstir í að vita meira. Var Fischer viljandi að reyna að taka Spasskí á taugum eða var hann einfaldlega spinnegal? Titill myndarinnar gefur til kynna að Fischer hafi verið í sífelldu stríði við umheiminn en raunin var sú að hans erfiðasti andstæðingur var ávallt hann sjálfur. Niðurstaða: Vönduð og skemmtileg heimildarmynd, hvort sem þú kannt mannganginn eða ekki. Lífið Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Kvikmyndir. Bobby Fischer Against the World. Leikstjóri: Liz Garbus. Sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Tveir bestu skákmenn heims mættust árið 1972 í Reykjavík og háðu það sem hefur verið kallað „skákeinvígi aldarinnar". Þetta voru Rússinn Boris Spasskí, sem þá var ríkjandi heimsmeistari, og Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer. Í tæpa tvo mánuði var Ísland í brennidepli í erlendum fjölmiðlum. Áhuginn fyrir einvíginu var gríðarlegur, enda þótti rimman táknræn fyrir valdatafl Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins. Hinn sérvitri Fischer eyddi síðustu árum ævi sinnar hér á landi og heimildarmyndin Bobby Fischer Against the World varpar ljósi á þennan þjáða skáksnilling. Einvíginu í Reykjavík eru gerð góð skil og gaman er fyrir Íslendinga að skyggnast aftur til ársins 1972, en þá leit Reykjavík töluvert öðruvísi út. Myndin er vel gerð og ekki er nauðsynlegt að kunna að tefla til að hrífast með. Fischer var stórmerkilegur karakter og mann þyrstir í að vita meira. Var Fischer viljandi að reyna að taka Spasskí á taugum eða var hann einfaldlega spinnegal? Titill myndarinnar gefur til kynna að Fischer hafi verið í sífelldu stríði við umheiminn en raunin var sú að hans erfiðasti andstæðingur var ávallt hann sjálfur. Niðurstaða: Vönduð og skemmtileg heimildarmynd, hvort sem þú kannt mannganginn eða ekki.
Lífið Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira